Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201948
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Daníel Pálsson er alinn upp
á bænum Hjálmsstöðum í
Laugardal í Bláskógabyggð og
tekur við jörðinni af afabróður
sínum.
Þau Ragnhildur Sævarsdóttir
flytja að Hjálmsstöðum eftir nám
á Hvanneyri árið 2008, gerðu upp
gamalt hús og hreiðruðu um sig.
Tóku svo við búskapnum af for
eldrum Daníels árið 2013 og byggðu
nýtt fjós sem tekið var í notkun árið
2015. Daníel er fimmti bóndinn í
beinan karllegg sem stundar búskap
á Hjálmsstöðum og hefur sama ættin
búið þar frá miðri 19. öld.
Býli: Hjálmsstaðir 1.
Staðsett í sveit: í Laugardal,
Bláskógabyggð.
Ábúendur: Daníel Pálsson og
Ragnhildur Sævarsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við hjónin og börnin okkar þrjú,
Kári, 12 ára, Védís, 7 ára og Dagur
Steinn, 4 ára.
Stærð jarðar? Tæpir 900 ha. Þar af
um 60 ræktaðir.
Gerð bús? Hér er rekið kúabú.
Fjöldi búfjár og tegundir? Við
erum með rúmlega 40 mjólkandi
kýr, kvígur og uppeldi sem því
fylgja, nokkrir nautgripir aldir til
slátrunar og 4 reiðhestar okkur til
skemmtunar. Lífræna músagildran
Ari stendur sig líka vel. Samtals eru
þetta rúmlega 100 gripir.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Farið er í fjós klukkan sex alla
morgna. Komið inn rétt áður en
skólabíllinn rennur í hlað og séð til
þess að allt gangi snurðulaust fyrir
sig í þeim efnum. Þeim minnsta
er komið á leikskólann og þá taka
við gegningar, viðhald, gjafir, þrif
og annað þvíumlíkt sem tilheyrir
búgerð sem þessari. Eftir að síga
fór á seinni hluta kvótaársins hefur
færst æ meir í aukana að fara þurfi
í aukavinnu á milli mála. Kvöldin
enda síðan á mjöltum og svo er farið
út í fjós rétt fyrir svefn til að aðgæta
beiðsli og bjóða góða nótt.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Það sem sumum finnst
leiðinlegt finnst öðrum skemmtilegt.
Ragnhildi finnst leiðinlegt að gefa
kálfum pela, krökkunum finnst það
skemmtilegt. Daníel þolir ekki bók
hald og kemur þá ekkert nálægt því.
Þetta endar með því að öll verk eru
unnin af einhverjum sem finnst það
bara nokkuð fínt.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Ómögulegt að segja, verð og
framboð á kvóta ráða þar miklu.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Grasrótin er öflug
og við berum mikla virðingu fyrir
þeim sem gefa sig í það erfiða starf
að vera í forsvari fyrir bændastéttina.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Sóknarfærin eru víða. Við erum
að framleiða frábærar afurðir við
síbatnandi aðbúnað dýra og vinnu
aðstæður.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Við erum kannski ósköp
heimóttarleg en okkur finnst ekkert
prinsippmál að flytja eigi út vörur.
Það útheimtir gríðarmörg kolefnis
spor sem heimurinn allur hefur ekk
ert efni á, svo eru þetta síbreytilegir
markaðir sem eru að gefa misjafnt
af sér, hálfgert lotterí. Við viljum
styrkja innanlandsmarkaðinn og
ekki treysta um of á útflutninginn.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Ísskápurinn er annaðhvort hálftómur
eða hálffullur, svarið er misjafnt eftir
því hver situr fyrir svörum.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Gúllassúpa, grjóna
grautur og spælt egg.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar við rákum kýrn
ar í vetrarfærð þann 4. október 2015
eftir morgunmjaltir frá gamla fjósinu
yfir í það nýja. Einnig var mjög eft
irminnilegt þegar við stóðum í fram
kvæmdum við byggingu nýs fjóss og
Daníel rétt náði að skola steypuna af
stígvélunum og kveðja her manna
sem voru að byggja fjósið því við
áttum pantaðan tíma í keisara með
þann yngsta. Daníel tók svo síðasta
símtalið til að staðfesta kaupin á
steinbitunum rétt áður en uppskurður
hófst.
Smurbrauð og konfekt
Hið danska smørrebrød er brauð,
yfirleitt rúgbrauð, sem hefur verið
smurt með smjöri og álegg sett á.
Gott getur verið að nýta afganga
frá steikarmáltíð eða fiskrétti gær-
dagsins.
Hægt er að gera fljótlega og góða
máltíð úr slíku hráefni á mettíma.
Smurbrauð með nautalund
(roastbeef), kryddjurtaolíu og
steiktum lauk
› 250 g nautalund
› 2 skalotlaukar
› 1 msk. capers
› 1 askja graslaukur
› Extra virgin ólífuolía
› salt og svartur pipar
› (remúlaði)
Aðferð
Snyrtið nautalundina og steikið eftir
smekk, gott er líka að nota afganga.
Steikið lauk á pönnu eða veltið
honum upp úr hveiti og djúpsteik
ið. Þegar hann er orðinn stökkur
setjið hann þá upp á pappír þannig
að umfram fita renni af. Saxið gras
laukinn og capersið fínt saman í skál.
Bætið olíu, salti og pipar saman við
og setjið síðan allt ofan á brauðið;
fyrst kjötið svo capersinn og laukinn
(sumir kjósa remúlaði í stað krydd
jurtaolíu) og skreytið með kryddjurt
um yfir réttinn.
Smurbrauð með graflax, fennel,
eplasalsa og rjómaosti
› Brauð
› rjómaostur
› grafinn lax
› rauðlaukur, smátt saxaður
› epli
› fennel
› ögn ólífuolía
› capers
› svartur pipar
› kryddjurt að eigin vali
Aðferð
Skerið brauðið í sneiðar og setjið
rjómaostinn á brauðið.
Sneiðið laxinn þunnt og leggið
ofan á rjómaostinn. Setjið rauð
lauk og capers í skál með eplum og
fennel ásamt ólífuolíunni. Myljið
svo svartan pipar ofan á laxinn og
eplasalsa og bætið kryddjurt að
eigin vali við – til dæmis, dilli,
sítrónubát og jafnvel agúrkusneið.
Kransakökukonfekt með fersk-
um ávöxtum
Auðvelt er að hnoða grófar kúlur
og velta upp úr flórsykri eða hnetum
og er þá komið konfekt með kaffinu
á nokkrum mínútum. Það má einnig
setja í frystinn fyrir komandi hátíðir
eða sparidaga.
Hvernig á að búa til kransaköku-
konfekt?
Hægt er að kaupa grunninn kláran en
hann fæst í mörgum búðum, til dæmis
frá Odense, eða hræra flórsykri og
eggjahvítu í kransakökumassa.
Hnoðið deig á bökunarplötu með
bökunarpappír fyrir um 16 toppa.
Bakið í ofni við 220 gráður í um
6–8 mínútur.
Skreytið með berjum.
Geymist best í loftþéttum umbúðum
á köldum stað, en einnig má frysta
konfektið eftir baksturinn og skreyta
áður en það er borið fram.
Mozartkúlur með ristuðum
möndlum
› ½ dl vatn
› 100 g af sykri
› 150 g möndlur
› 200 Original ODENSE marsípan
› 100 g ODENSE núggat
› dökkt súkkulaði, 55%
Hvernig á að búa til Mozartkúlur með
ristuðum möndlum? Það er reyndar
auðveldast með tilbúnum bragðefn
um sem er hrært saman.
Fyrir þá sem vilja prófa að gera þær
frá grunni er byrjað á því að sjóða
vatn og sykur þar til það kraumar vel,
bætið síðan möndlunum við.
Hrærið kröftuglega á pönnunni þar
til möndlurnar byrja að karamellsera.
Hellið þeim út á bökunarpappír og
leyfið þeim að kólna.
Myljið möndlurnar með því að setja
þær í poka og „berja“ þær með köku
kefli.
Núggatið er skorið í litla ferninga
sem samsvarar um fimm grömmum.
Skerið síðan marsípanið í ferninga,
sem samsvarar um tíu grömmum
hver.
Núggatið er pressað inn í marsipanið
og síðan rúllað að kúlunni.
Kúlunum er dýft í dökkt súkkulaði
og rúllað upp úr ristuðu möndlunum.
Líka má bara velta hnetunum upp úr
deiginu og sleppa súkkulaðinu.
Athugið að Mozartkúlur geymast
best í loftþéttum ílátum á köldum
stað.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Matreiðslumeistari
Hjálmsstaðir 1