Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 43
e.t.v. er auðveldara að bera saman t.d.
niðurstöður fyrir kýr með að jafnaði
50.000 í frumutölu/ml og hins vegar
kýr sem eru að jafnaði með 250.000
frumur/ml. slíkt dæmi er hér í töflu 2.
Hér má lesa út úr töflu 2 að hinar
frumuháu kýr mjólka að jafnaði
um 1,6 kg minna en kýrnar sem
eru frumulágar. Á móti kemur að
hinar frumuhærri éta heldur minna
af þurrefni líka eða sem nemur 0,3
kg minna en þrátt fyrir að éta örlítið
minna, en kýr með heilbrigt júgur,
vegur það ekki upp framleiðslumuninn
enda þegar framleiðslan er reiknuð
yfir á fóðrið þá framleiða hinar
frumuháu kýr 0,04 kg minna af mjólk
af hverju kílói fóðurþurrefnis og 0,04
kg minna af orkuleiðréttri mjólk af
hverju kílói fóðurþurrefnis.
Rétt er að minna hér á að um nyt
hátt erlent kúakyn er hér að ræða, en
fátt ef nokkuð bendir til annars en að
sambærileg áhrif ættu að eiga við um
íslenskar kýr einnig.
Dýrar kýr í rekstri
Í rannsókninni voru auðvitað notaðar
bandarískar forsendur við útreikn
inga á kostnaðar og tekjuliðum.
Miðað var við afurðastöðvaverð
upp á 42,6 krónur (0,34 dollara)
og fóðrunarkostnað upp á 32,5
krónur (0,26 dollara) á hvert kg.
fóðurþurrefnis. Út frá þessum
forsend um sýndu niðurstöðurnar að
það kostar að jafnaði 21,3 krónum
meira að fóðra frumuháar kýr á degi
hverjum í samanburði við frum lágar
kýr eða u.þ.b. 6.500 krónum meira
á hefðbundnu mjaltaskeiði. Til við
bótar þessum mun koma auðvitað
útgjöld tengd hárri frumu tölu eins og
tapað gæðaálag á mjólk, kostnaður
við meðhöndlun sýnilegrar júgur
bólgu o.s.frv. Í þessu dæmi eru
grunn forsendur við útreikninga
afar lágar í samanburði við íslenskar
aðstæður og mætti ætla að hér á landi
myndi því vera mun óhagkvæmara
að vera með frumuháar kýr.
Líka meira metan
Vísindafólkið skoðaði einnig
umhverfis áhrif framleiðslunnar
við mismunandi fóðurnýtingu og
kom í ljós að hinar frumuháu kýr
losa mun meira af metani en hinar
frumulægri og umreiknað á hvert
framleitt kíló orkuleiðréttrar mjólkur
þá skila hinar frumuháu frá sér
2,8% meira af metani. Skýringin á
þessum mun felst einfaldlega í því
að kýr með lægri frumutölu þurfa
einfaldlega að éta minna magn af
fóðri til að framleiða sína mjólk og
fyrir vikið ropa þær minna en hinar
frumuhærri. Sé munurinn reiknaður
yfir á ársgrunn munar 4,4 kílóum
á ári á þessum kúm, við sama
mjólkurmagn.
Kostar að virkja mótstöðukerfið
Þegar frumutalan hækkar bendir
það til sýkingar í júgurvefnum og
þegar svo verður dregur bæði úr
mjólkurframleiðslunni og oftast
dregur einnig úr áti kúnna. Þess
utan þarf mótstöðukerfi kúnna
að taka til verka og það kostar
kúna orku sem þá fer ekki á sama
tíma til mjólkurframleiðslunnar.
Í rannsókninni kom í ljós að það
reyndist vera töluverður munur á
þessum samspilsáhrifum eftir því
hvernig sýking í júgurvef á sér stað.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Vísindafólkið ályktar í niðurstöðum
sínum að vegna slakari fóður
nýtingar, stærra sótspori, minni
mjólkur framleiðslu og meiri óhag
kvæmni kúa með háa frumutölu
auk meðhöndlunarkostnaðar, þá
sé full ástæða fyrir kúabændur að
vinna að forvörnum þegar kemur að
júgurheilbrigði auk þess að fylgjast
þurfi vel með bæði sýnilegri og
duldri júgurbólgu nú sem fyrr.
Heimild:
J. Dairy Sci. 101:9510-9515
Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar-
dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki
höfuðmáli.
Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur
og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður.
Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn
okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti
Maxam dekkjanna.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Hagkvæm
dekk fyrir
alvöru kröfur
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi
Sími 544-4656 | www.mhg.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
GRAFAGRINDUR
GOTT ÚRVAL
BÆKUR& MENNING
Úr kaflanum Villiféð í Núpsstaðarskógum
Hannes Jónsson (1880–1968),
bóndi og landpóstur á Núpsstað,
var fróður um villiféð í Eystra
fjalli. Eftir honum er m. haft að
erfitt hafi verið að átta sig á því
hversu stór villihjörðin var því
aldrei var unnt að sjá hana alla í
einu, féð hélt sig í litlum hópum
og var sjaldan fleira saman en
8–12 kindur. Þó giskuðu menn á
að þetta hefðu verið allt að 200
kindur þegar mest var. Um útlit
fjárins segir hann:
Villiféð var hábeinóttara og
stórgerðara í útliti en annað fé
þar um slóðir, afar harðgert og
þrekmikið, enda hefir það helzt týnt
tölunni, sem lingerðast var. Það var
ekki ullarsítt, en ullarþétt, holdbetra
og mörmeira en heimaféð, sem hirt
var á venjulegan hátt. [...] Villiféð
var frískt og gat hent sér svo langt,
að undrum sætti. Í snjó, sem náði
manni í miðjan legg og kálfa og
var fastur fyrir, gat það haft um tvo
metra á milli og stökk hvað í för
annars.
Núpsstaðarbændur nytjuðu villi
féð eins og hlunnindi, á haustin var
jafnan farið í skóginn og sótt þangað
sláturfé en það gat verið hægara sagt
en gert því féð var afar styggt og vart
um sig. Hannes á Núpsstað segir:
Það var svo þefnæmt, að það var
oft komið á ferð áður en menn voru
búnir að sjá það. Kæmi það fyrir, að
maður kæmist að því óvörum, ef það
var í einhverjum gilvanga og gat
legið í leyni, svo það sæi ekki, var
það eftir litla stund, að ein kindin fór
að hnusa í allar áttir og fnæsa, svo
allar kindurnar hrukku við og allt
á sprett á eftir þeirri, sem vaktina
hafði. Þá var betra að draga ekki af
sér ef menn ætluðu að ná í soðið.
Til sölu af sama aðila glæsileg 98 fm 2ja herb. Íbúð á 3.hæð í lyftuhúsi
fyrir 55 ára og eldri við Boðaþing 6 í Kópavogi, við hliðina (45 mtr) á
þjónustumiðst. Aldraðra sem hefur mötuneyti, þjónustu, afþreyingu og
fl. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu sem innangengt er í úr sameign
hússins. Góðar eikarinnréttingar, þvottahús í íbúð, garðskáli og suðvest-
ur svalir. Einnig til sölu í um 300 mtr, fjarlægð frá Boðaþingi 6, 8 hesta
(skv, nýju reglugerðinni) gott hesthús.
Selst saman eða sitt í hvoru lagi.
Verð Boðaþing: 44,8 m. Verð hesthús: tilboð.
Til afhendingar við kaupsamning.
Upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson löggiltur fasteignasali
s. 896-5222 - netfang: ingolfur@valholl.is
KÓPAVOGUR: NÝLEG ÍBÚÐ + HESTHÚS