Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 49 Jólin nálgast og þá hefjast margir handa við að prjóna jólasveina- húfu á börnin. Á garnstudio. com má finna nokkar útgáfur og birtum við hér eina prjónaða úr dásamlega Drops Nepal garninu. Stærðir: 3/5 (6/9) 10/12 ára Höfuðmál: ca 50/52 (52/54) 54/56 cm Garn: Drops Nepal (fæst hjá Handverkskúnst) • Rauður nr 3620: 150 g í allar stærðir • Hvítur nr 1101: 50 g í allar stærðir Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 4,5 og 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*. Kantur (húfa með röndóttum kanti): Prjónið *2 umferðir garðaprjón með hvítum, 2 umferðir garðaprjón með rauðum*, prjónið frá *-* alls 4 sinnum, prjónið 2 umferðir garðaprjón með hvítum = 18 umferðir garðaprjón. Kantur (húfa með hvítum kanti): Prjónið 18 umferðir garðaprjón með hvítum. Úrtaka ( jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 19. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjónaðar eru 18. og 19. hver lykkja slétt saman. Húfa með röndóttum kanti: Stykkið er prjón- að í hring á hringprjóna, skiptið yfir á sokka- prjóna þegar þörf er á. Fitjið upp 76 (78) 84 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með hvítum. Prjónið KANT – sjá útskýringu að ofan. Kanturinn mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið með rauðum og sléttu prjóni. Þegar stykkið mælist 13 (13) 15 cm prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 4 (0) 0 lykkjur jafnt yfir. = 72 (78) 84 lykkjur. Setjið 6 prjónamerki í húfuna án þess að prjóna, með 12 (13) 14 lykkja millibili. Fækkið síðan lykkjum á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= fækkað um 6 lykkjur í hverri umferð). Fækkið lykkjum svona með 3½ (3½) 3 cm millibili alls 10 (11) 12 sinnum = 12 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 45 (48) 48 cm. Dúskur: Gerið einn dúsk ca 5 cm að þvermáli með hvítum lit. Saumið dúskinn niður efst á húfuna eða kaupið loðdúsk (sjá á www.garn.is) Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Jólasveinahúfa HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 9 1 4 3 7 6 7 2 8 9 4 7 3 5 8 9 2 7 1 7 6 5 2 1 8 6 5 7 6 2 8 9 4 7 6 2 1 8 5 9 2 4 3 Þyngst 7 9 3 2 5 1 9 2 1 7 8 4 7 6 5 3 9 8 1 8 2 4 9 5 8 7 9 6 3 4 2 2 6 1 5 9 4 3 6 7 2 8 5 4 8 6 3 5 3 7 2 7 8 9 2 6 5 9 8 8 7 4 1 1 7 8 3 4 6 5 3 2 9 8 4 3 5 2 9 3 9 1 1 2 5 7 4 Pitsan hans pabba FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Rakel Anna er 6 ára Siglfirðingur sem býr í Kópavogi með mömmu sinni, pabba og Axel Inga, litla bróður. Rakel Önnu finnst gaman í skól- anum og að leika með vinum sínum. Nafn: Rakel Anna Salmannsdóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Kópavogur. Skóli: Salaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Skrifa stafina svo ég viti hvað allir stafirnir eru. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pitsan hans pabba. Uppáhaldshljómsveit: Ég veit það ekki en uppáhaldslagið mitt er Ljónalagið. Uppáhaldskvikmynd: Matthildur. Fyrsta minning þín? Þegar ég var lítil í leikskólanum og var að róla. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Já, fimleika hjá Gerplu og æfi fótbolta með HK. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Snyrtikona ... að snyrta á einhverjum hárið. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í kollhnís og hoppa upp með báða fætur og út með lappirnar í fimleikum. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í vetur? Uuu ... að opna jólagjafir. Fara á skíði með mömmu og pabba og ömmu og afa. Leika úti með vinum mínum í snjónum og búa til snjókarl. Næst » Rakel Anna skorar á Brynjar Snæ, frænda sinn á Grenivík, að svara næst. Bænda bbl.is Facebook Er kroppurinn í lagi? Mörg búverk krefjast þess að bóndinn sé í líkamlega góðu formi. Hann verður að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að mæta ólíkum verkefnum dagsins. Þess vegna er mikilvægt að halda sér í formi, gera reglulega æfingar og leggja áherslu á að styrkja alla vöðva líkamans. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.