Bændablaðið - 07.11.2019, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 49
Jólin nálgast og þá hefjast margir
handa við að prjóna jólasveina-
húfu á börnin. Á garnstudio.
com má finna nokkar útgáfur og
birtum við hér eina prjónaða úr
dásamlega Drops Nepal garninu.
Stærðir: 3/5 (6/9) 10/12 ára
Höfuðmál: ca 50/52 (52/54) 54/56 cm
Garn: Drops Nepal (fæst hjá Handverkskúnst)
• Rauður nr 3620: 150 g í allar stærðir
• Hvítur nr 1101: 50 g í allar stærðir
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 4,5
og 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur
og 22 umferðir með sléttu prjóni verði 10 cm á
breidd og 10 cm á hæð.
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt
og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Kantur (húfa með röndóttum kanti): Prjónið
*2 umferðir garðaprjón með hvítum, 2 umferðir
garðaprjón með rauðum*, prjónið frá *-* alls
4 sinnum, prjónið 2 umferðir garðaprjón með
hvítum = 18 umferðir garðaprjón.
Kantur (húfa með hvítum kanti): Prjónið 18
umferðir garðaprjón með hvítum.
Úrtaka ( jafnt yfir): Til þess að reikna út
hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda
lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur), deilið þessum
lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera
(t.d. 4) = 19. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað
með því að prjónaðar eru 18. og 19. hver lykkja
slétt saman.
Húfa með röndóttum kanti: Stykkið er prjón-
að í hring á hringprjóna, skiptið yfir á sokka-
prjóna þegar þörf er á. Fitjið upp 76 (78) 84
lykkjur á hringprjón nr 4,5 með hvítum. Prjónið
KANT – sjá útskýringu að ofan. Kanturinn mælist
5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið
með rauðum og sléttu prjóni. Þegar stykkið
mælist 13 (13) 15 cm prjónið 1 umferð þar sem
fækkað er um 4 (0) 0 lykkjur jafnt yfir. = 72
(78) 84 lykkjur.
Setjið 6 prjónamerki í húfuna án þess að prjóna,
með 12 (13) 14 lykkja millibili. Fækkið síðan
lykkjum á eftir hverju prjónamerki með því að
prjóna 2 lykkjur slétt saman (= fækkað um 6 lykkjur
í hverri umferð). Fækkið lykkjum svona með 3½ (3½)
3 cm millibili alls 10 (11) 12 sinnum = 12 lykkjur eftir
á prjóni. Prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem
eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 45 (48) 48 cm.
Dúskur: Gerið einn dúsk ca 5 cm að þvermáli með
hvítum lit. Saumið dúskinn niður efst á húfuna eða
kaupið loðdúsk (sjá á www.garn.is)
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Jólasveinahúfa
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
8 9 1 4 3 7 6
7 2 8 9
4 7 3 5
8 9 2 7 1
7 6 5 2
1 8 6 5 7
6 2 8 9
4 7 6 2
1 8 5 9 2 4 3
Þyngst
7 9 3 2
5 1 9
2 1 7 8 4
7 6 5 3
9 8 1
8 2 4 9
5 8 7 9 6
3 4 2
2 6 1 5
9 4 3 6
7 2 8 5 4
8 6 3 5
3 7
2 7 8 9
2 6 5 9 8
8 7 4 1
1 7 8
3 4
6 5 3
2 9
8 4 3 5
2 9
3 9 1
1 2
5 7 4
Pitsan hans pabba
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Rakel Anna er 6 ára Siglfirðingur
sem býr í Kópavogi með mömmu
sinni, pabba og Axel Inga, litla
bróður.
Rakel Önnu finnst gaman í skól-
anum og að leika með vinum sínum.
Nafn: Rakel Anna Salmannsdóttir.
Aldur: 6 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Kópavogur.
Skóli: Salaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Skrifa stafina svo ég viti
hvað allir stafirnir eru.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Pitsan hans
pabba.
Uppáhaldshljómsveit: Ég veit
það ekki en uppáhaldslagið mitt er
Ljónalagið.
Uppáhaldskvikmynd: Matthildur.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var lítil
í leikskólanum og var að róla.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-
færi? Já, fimleika hjá Gerplu og æfi
fótbolta með HK.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Snyrtikona ... að snyrta
á einhverjum hárið.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Að fara í kollhnís og
hoppa upp með báða fætur og út með
lappirnar í fimleikum.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
í vetur? Uuu ... að opna jólagjafir.
Fara á skíði með mömmu og pabba
og ömmu og afa. Leika úti með vinum
mínum í snjónum og búa til snjókarl.
Næst » Rakel Anna skorar á Brynjar
Snæ, frænda sinn á Grenivík, að svara
næst.
Bænda
bbl.is Facebook
Er kroppurinn
í lagi?
Mörg búverk krefjast þess að bóndinn
sé í líkamlega góðu formi. Hann verður
að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að
mæta ólíkum verkefnum dagsins.
Þess vegna er mikilvægt að halda
sér í formi, gera reglulega æfingar
og leggja áherslu á að styrkja alla
vöðva líkamans.
Er þitt bú
öruggur
og góður
vinnustaður?
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
PO
RT
h
ön
nu
n