Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 31 Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is LÁGÞRÝSTITÆKI MINNKA LÍKUR Á ÚÐASMITI Ecolab er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði lausna í þrifum og sótthreinsun fyrir gripahús og matvælafyrirtæki. Hægt er að fá búnað með tilheyrandi sápum og sótthreinsiefnum fyrir lágþrýstiþvott. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Vegna hættu á úðasmiti við háþrýstiþvott getur lágþrýstiþvottur hentað betur í mörgum tilfellum. Pantanir í síma 515 1100 og pontun@olis.is Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Bænda bbl.is Facebook Stuðningur við landbúnað í ESB- ríkjum er 58,5 milljarðar evra – það er um 16% af heildartekjum þar sem 56,3% koma úr ræktun nytjajurta Alls runnu 58,5 milljarð- ar evra til landbúnaðarkerfis Evrópusambandsins, CAP, á árinu 2018, samkvæmt nýlegum tölum Eurostat. Það er um 40% af útgjöldum ESB. Þar af nema bein- greiðslur tæpum 41,5 milljörðum evra, eða 70,9%. Til viðbótar beingreiðslum eru greiddir rúmir 14,3 milljarðar í dreif­ býlisstuðning, eða 24,5% og tæpir 2,7 milljarðar evra í markaðssetn­ ingu, eða 4,6%. Stuðningur Evrópu sambandsins við landbúnað lætur nærri að nema um 16% af heildartekjum greinar­ innar. Hlutfallsleg samsetning land­ búnaðar innan ESB er með allt öðrum hætti en þekkist á Íslandi og veður­ farsleg og hnattræn staða hefur þar mest áhrif. Því er ekki óeðlilegt að það sé ódýrara að framleiða flestar landbúnaðarvörur í ESB­löndunum en á Íslandi. Því er stuðningurinn hér líka hærra hlutfall af heildartekjum greinarinnar, eða 24%. Meðal þjóða heims er samt lögð mikil áhersla á að geta brauðfætt sína þegna og tryggja þar með fæðuöryggi sitt þegar í harð­ bakkann slær. Auk þess sem loftslags­ mál og önnur umhverfissjónarmið spila æ stærri rullu í heildarmyndinni. Vínrækt, ávaxta- og grænmetisrækt fá mestan stuðning Langmestur stuðningur í ESB­ löndunum er við vínrækt og vín­ framleiðslu, eða rúmar 968 milljónir evra, eða 35,9% af beingreiðslunum og í ávaxta­ og grænmetisframleiðslu fara rúmar 865 milljarðar evra, eða 32,1%. Önnur plönturæktun er að fá rúmlega 231 milljón evra, eða 8,6%. Mjólkurframleiðslan er með rúmlega 201 milljón evra, eða 7,5%. Ofarlega á listanum eru verkefni sem tengd eru menntun og fá þau tæpar 156 milljónir evra, eða 5,8%. Þá vekur athygli að kynningarstarf fær rúmlega 161 milljón evra innan landbúnaðarkerfis CAP, sem nemur 6% af beingreiðslunum. Frakkland, öflugasta landbúnaðarlandið, fær mest Þegar skoðuð eru útgjöld til einstakra ríkja þá fær Frakkland langmest, eða tæpa 9,5 milljarða evra. Bretar fá aftur á móti ekki „nema“ rúma 3,9 milljarða. Þá fá Spánverjar tæpa 6,8 milljarða evra og Þjóðverjar tæpa 6,4 milljarða evra. Síðan koma Ítalir með rúma 5,8 milljarða og Pólverjar með rúma 4,6 milljarða. Er þetta athyglisvert ef litið er til þess að Frakkar eru rétt tæpar 67 milljónir talsins en Bretar, sem fá einungis um 41% af framlagi Frakka, eru rúmlega 66,3 milljón­ ir. Skýrist það væntanlega af því að Frakkar eru með langöflugasta landbúnaðinn innan ESB­ríkjanna og er hann nærri þrefalt stærri en í Bretlandi. Þýskaland er aftur á móti fjöl­ mennasta ríki ESB með nærri 82,8 milljónir íbúa og er að fá heldur minna en 46,6 milljónir Spánverja. Ítalir sem eru nær 60,5 milljónir fá um milljarði minna en Spánverjar. Svo er Pólland, með nær 38 milljón­ ir íbúa, að fá 1,2 milljörðum minna en Ítalir. 56,3% tekna ESB landbúnaðar kemur úr ræktun nytjajurta Ef horft er á tekjuhliðina skilaði uppskera af allri ræktun landbún­ aðar ESB 205,6 milljörðum evra á árinu 2018 (205.642.000.000 evra), eða 56,3% af landbúnaðartekjunum. Þar er garðyrkja og grænmetisrækt að skila mestu eða 52,7 milljörðum evra, 25,6%. Þar á eftir kemur korn­ rækt með 43,8 milljarða, eða 21,3%. Síðan kemur ávaxtarækt með 27,5 milljarða, 13,4% og vínrækt með 25,8 milljarða evra, eða 12,5%. greinarinnar. Plönturæktun þ.e. blómarækt og annað er að skila nær 19,7 milljörðum evra, eða 9,7%. Ræktun til iðnaðarframleiðslu skilar 17,8 milljörðum evra, eða 8,7% og fjöldi annarra greina skilar svo því sem upp á vantar. 43,7% tekna ESB landbúnaðar kemur úr dýraeldi Allt dýraeldi og allar afurðir af dýrum skila 159,8 milljörðum evra, eða 43,7% af öllum landbúnaðar­ tekjunum. Þar af er dýraeldi og kjöt­ framleiðsla að skila 94,7 milljörðum evra, eða 59,3%. Afurðavinnsla eins og eggja­ og mjólkurframleiðsla skila 65,1 milljarði evra, eða 40,7% af dýraeldisþættinum. 61,5% tekna í íslenskum landbúnaði kemur úr dýraeldi Á Íslandi var heildarframleiðslu­ virðið 2018 samtals tæpir 62,7 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Stærsti hluti tekna landbúnaðarins kemur af dýraeldi, eða 61,5%, á meðan 38,5% koma úr nytjaplönturækt. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnað var þá um 15,6 milljarðar króna. Það þýðir að stuðningurinn hér á landi nemur því tæplega 24,% af heildartekjum greinarinnar. Það er vissulega hærra hlutfall en í ESB­löndunum í heild, en hafa ber í huga að veðurfarsleg skilyrði til ræktunar eru mun lak­ ari hér og samsetning greinarinnar mjög ólík. Ótrúlega góður árangur miðað við hnattstöðu Dýraeldi á norðlægum slóðum er mun kostnaðarfrekara en í tempr­ uðu eða heittempruðu loftslagi. Sama á við um nytjaplönturækt. Staðan hér er því mjög ólík stöð­ unni í ESB þar sem 56,3% teknanna koma úr nytjaplönturækt, enda skil­ yrði allt önnur. Í raun má segja að miðað við hnattstöðu séu íslenskir bændur að ná ótrúlega góðum árangri í samanburði við evrópska kollega sína. /HKr. Stærstu upphæðirnar í beingreiðslustuðningi Evrópusambandsins við land- búnað fara til vínræktar og nema þær greiðslur 35,9% af heildinni. UTAN ÚR HEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.