Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201954 Liebherr R926 SLC Árg. 2013. 750 mm spyrnur, tví skipt bóma, vökvahrað tengi, 4000 vst. 2 skóflur, góm og tennt. Yanmar SV18 smágröfur 1,95 tonn. Til á lager. Yanmar SV26 smágrafa 2,7 tonn. Árg. 2017. 195 vst. Smurkerfi, rótortilt og 4 skóflur. Verð: 5.270.000 + vsk umboðssala. Yanmar V8 4,3 tonn. Árg. 2016. 340 vst. Vökvahraðtengi, opnanleg skófla og gaflar. Verð: 5.000.000 + vsk. Komatsu PC130 Árg. 2005. 12.000 vst. Rótortilt og tvær skóflur. Ný vökvadæla. Verð: 5.000.000 + vsk. Liebherr A918 Compact 17,5 tonn. 2015 árg. 5.500 vst. Rótortilt með gripfingrum og þrjár skóflur. GPS kerfi getur fylgt. Vel útbúin vél. Verð: 16.500.000 + vsk. Tsurumi dælur í miklu úrvali. JCB 8030 Árg. 2014. 2600 vst., 4 skóflur þar af ein tiltskófla. Weber jarðveggsþjöppur og hopparar til á lager. www.merkur.is Uppl. í síma 660-6051 Þarftu að skreppa í bæinn? Mjög falleg og notaleg þriggja herbergja fullbúin íbúð í hjarta Hafnarfjarðar. Íbúðin sem er fullbúin húsgögnum er með svefnpláss fyrir allt að sex manns. Allar upplýsingar inn á booking.com/ Hafnarfjörður og nafn íbúðar Pond apartment eða í s. 695-1095, Gyða - gyda@nyttheimili.is  ETNA ehf. Til sýnis hjá Pmt, Krókhálsi 1. Upplýsingar og fyrirspurnir í síma 698 1539 - email: siggi@pmt.is  LÉTTIR OG LIPRIR MEÐ LITHIUM RAFHLÖÐU. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga: Kirkjubæjarstofa hlaut menningarverðlaunin Kirkjubæjarstofa á Kirkju­ bæjarklaustri hlaut Menningar­ verðlaun Suðurlands 2019, sem afhent voru á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Geysi á dögunum. Verðlaunin eru samfélags­ og hvatningar­ verðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Kirkjubæjarstofa hefur unnið markvisst að eflingu Kirkjubæjar stofu með fjöl­ breyttum menningarverkefnum sem eru eins ólík og þau eru mörg. Kirkjubæjar stofu hefur auðnast að sinna menningarhluta starfseminnar einstaklega vel þar sem stuðlað er að þátttöku íbúa og gesta, meðal annars með fjölbreyttum sýningum og verkefnum. Mörg þeirra eru nýjungar og má þar nefna verndun menningar minja í formi söfnunar á ljósmyndum, þjóðsögum og örnefnum og skrásetning þeirra og framsetning í formi heimasíðu og bóka er til fyrirmyndar. Kirkjubæjarstofa hefur lagt áherslu á menningu hjá börnum og ungmennum og tengt saman kynslóðir af mismunandi uppruna. Kirkjubæjarstofa hefur einnig staðið að fjölda ráðstefna og málþinga undanfarin ár sem vakið hafa athygli og eftirtekt. Errósetur á Klaustri Ólafía Jakobsdóttir er forstöðu­ maður Kirkjubæjarstofu og hefur verið það frá árinu 2003. Hjá Kirkjubæjarstofu starfa fjórir starfs menn. Kirkjubæjarstofa hefur ásamt fleirum unnið markvisst að því að koma á fót þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, nú hefur verið úthlutað fjármagni úr Byggðaáætlun 2018–2024 til hönnunar samtals kr. 67.500.000 á þremur árum. Þekkingarsetrinu er ætla að vera öflugur vettvangur Kirkjubæjar­ stofu, Erróseturs, sveitarfélagsins Skaftárhrepps og margra aðila sem koma til með að sinna rannsóknum, fræðslu, listsköpun og menningu og stuðla þannig að eflingu búsetu og atvinnulífi á svæðinu. /MHH Kirkjubæjarstofa: Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar og varafor- maður Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga afhenti Ólafíu Jakobsdóttur menningarverðlaun Suðurlands á Hótel Geysi, en Ólafía stýrir Kirkju- bæjarstofu af miklum myndarskap. Mynd / Guðlaug Ósk Svansdóttir Rúmlega helmingur landsmanna hefur heimsótt Hrísey Rúmlega helmingur landsmanna hefur heimsótt Hrísey um ævina og 17% á síðustu fimm árum samkvæmt niðurstöðum nýrr­ ar könnunar sem Gallup gerði fyrir Akureyrarstofu. Greint er frá könnuninni á vefsíðu Akureyrarbæjar. Langalgengasta ástæða þess að fólk hefur ekki heimsótt Hrísey er að hugmyndin um heimsókn hefur ekki kviknað og að fólk hreinlega veit ekki hvað þangað er að sækja. Þetta bendir til þess að full ástæða sé til að auka markaðssetningu Hríseyjar sem gefi um leið gott færi á að efla ferðaþjónstu þar og styrkja búsetu í eyjunni. Mjög fáir nefna að það taki of langan tíma að sigla út í Hrísey eða kosti of mikið, enda tekur sjóferðin rétt um 15 mínútur og kostar aðeins 1.500 kr. báðar leiðir, segir í fréttinni. Náttúra og gönguleiðir draga fólk helst að Það sem helst dregur fólk út í Hrísey er náttúran og gönguleið­ irnar, eða 24% þeirra sem tóku þátt, hópferðir til dæmis með vinnufé­ lögum voru nefndar í 22% tilvika, kyrrðin í 18% tilvika og heimsókn til ættingja var nefnd af 16% svar­ enda. Könnunin er hluti af markaðs­ átaki Akureyrarstofu sem hefur það að markmiði að auka áhuga Íslendinga á að heimsækja Hrísey. Markaðsátakið nýtur stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. /MÞÞ Ferðafólk á leið út í Hrísey. Mynd / María Helena Tryggvadóttir Fjarðabyggð veitir umhverfisviðurkenningar í fjórða sinn Fjarðabyggð hefur afhent umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2019, það var gert við athöfn í Randulfssjóhúsi á Eskifirði. Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, sáu um afhendingu viðurkenninganna. Við það tæki­ færi fóru þau yfir mikilvægi þess að veita verðlaun þeim sem standa sig vel í umhverfismálum, slíkt væri öllum hvatning til góðra verka. Þetta er í fjórða sinn sem Fjarða­ byggð veitir umhverfis viður­ kenningu fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli, dreifbýli og til fyrirtækis. Komin er á hefð hjá umhverfis­ og skipulagssviði Fjarðabyggðar að afhenda viðurkenningarnar, við hátíðlega athöfn, á síðasta degi sumars. Ferlið er þó þannig að óskað er eftir tilnefningum til viður­ kenningar fyrir snyrtilegustu lóðirnar í byrjun ágúst ár hvert. Dómnefnd vinnur síðan úr tilnefningum. Í ár bárust alls 15 tilnefningar til verðlaunanna en viðurkenningar hlutu hjónin Friðrika Björnsdóttir og Þorvaldur Einarsson, Fossgötu 6, Eskifirði fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli. Í umsögn dómnefndar segir að garðurinn sé afar fallegur með fjölbreyttu plöntuvali, ásýnd lóðar er til fyrirmyndar í alla staði. Garðurinn er falin perla. Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð í dreifbýli hlaut Golfklúbbur Byggðarholts á Eskifirði en í umsögn dómnefndar segir að umgjörð vallar sé falleg og stílhrein og húsin fallega uppgerð. Steinasafn Petru Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis hlaut Steinasafn Petru á Stöðvarfirði. Umsögn dómnefndar: „Einstaklega fallegt svæði, þar sem öllu er vel við haldið. Metnaður, vinnusemi og snyrtimennska lýsa vel starfseminni,“ segir í umsögn dómnefndar og að um sé að ræða yndisgarð Fjarðabyggðar. /MÞÞ Umhverfisviðurkenningar voru á dögunum veittar í Fjarðabyggð fyrir snyrtilegar lóðir í dreif- og þéttbýli sem og fyrirtækis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.