Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 19
6%. Vægi grunngangtegundanna
er í núverandi kerfi samtals 16%
en yrði 22%.
Hvað grunngangtegundirnar
varðar þá er hugmyndin að skipta
hægu stökki og stökki í tvo eigin-
leika með sitt hvort vægið þar sem
hægt stökk vegur meira. Í þessum
breytingum öllum, á vægistuðl-
um og dómskala, er stefnan að
leggja meiri áherslu á gæði hests-
ins á hægu, hvort sem það er tölt,
brokk eða stökk. Varðandi stökk
er aðgengilegt að skilgreina hægt
stökk og stökk sem tvo eiginleika
þar sem um tvær gangtegundir
er í raun að ræða, þrítakta hægt
stökk og fjórtakta hratt stökk og
er talað um þetta sem tvær gang-
tegundir í mörgum löndum. Með
þessu hefur hægt stökk bein áhrif
á aðaleinkunn sem er verðmæt
breyting. Hugmyndin er að skapa
réttari upplýsingar, ekki síst fyrir
kynbótamatið þar sem hestur í dag
getur til dæmis verið með 8.0 fyrir
stökk en einungis 7.0 fyrir hægt
stökk en það er 8.0 fyrir stökk sem
telur inn í aðaleinkunn hestsins
og myndar þar með aðaleinkunn
kynbótamats. Hægt stökk er miklu
meira notuð gangtegund í þjálfun
og einnig í keppni. Hratt stökk er að
sjálfsögðu notað í þjálfun hestsins
og í gæðingakeppni en spurning
er hvort að sýning á hröðu stökki
hafi ekki að mörgu leyti meira upp-
lýsingagildi en praktískt gildi þar
sem hratt stökk segir til um burð í
baki, léttleika og líkamsbeitingu
hestsins og vilja hans. Við þessa
breytingu er þá betra að tala um
hægt stökk annars vegar og greitt
stökk hins vegar.
Töltið verður alltaf að hafa hæst
vægi eiginleikanna enda lykil eig-
inleiki í íslenska hrossastofninum.
Það er spurning hvort við þessa
breytingu sé hyggilegt að setja
1% á töltið þannig að það skeri sig
áfram mest úr. Hvað varðar hægt
tölt hefur komið upp sú hugmynd
hvort betra sé að skilgreina það sem
sér eiginleika, líkt og hugmyndin
er að gera með hæga stökkið. Með
töltið er líklega betri leið að leggja
meiri áherslu á gæði á hægu tölti í
gegnum dómskalann þar sem meiri
kröfur eru gerðar til hæga töltsins
við einkunnagjöfina. Þar er skýrt
ræktunarmarkmið hestur sem býr
yfir gæðum á öllum hraðastigum.
Þá er hægt tölt t.d. ekki notað sem
sér eiginleiki í keppni en það er gert
með hæga stökkið. Þetta er því talin
betri leið en sú að skilgreina hægt
tölt sem sér eiginleika með sér vægi
en með því að gera ákveðnar kröfur
til gæða á hægu tölti við einkunna-
gjöfina er í raun búið að gefa hæga
töltinu vægi í aðaleinkunn.
Þá er lagt til að hækka vægi fets-
ins. Það er mikilvæg gangtegund á
svo margan hátt. Allar æfingar eru
kenndar á feti og er grunnur undir
aðrar gangtegundir. Það hefur
mikið með sölumöguleika hests-
ins að segja, í hvaða hlutverk sem
hesturinn er ætlaður, að hesturinn
geti fetað slakur. Gæði á feti skera
einnig úr um það að mörgu leyti
hvort hesturinn nýtist í keppni eða
ekki og hefur þar með mikið með
verðmæti hestsins að segja.
Vægi á fegurð í reið er óbreytt,
eða 10%, enda afar verðmætur
eiginleiki sem sést vel í þeirri háu
erfðafylgni sem hann hefur við
keppnisárangur. Þá er vægi á vilja
og geðslagi lækkað um 2%. Það
er að sjálfsögðu einn mikilvægasti
eiginleikinn í hestinum en jafn-
framt sá sem erfiðast er að meta
með öryggi. Með því að hækka
vægi á feti er einnig lögð meiri
áhersla á getu hestsins til slökun-
ar sem er einn mikilvægasti þáttur
geðslagsins.
Fjórgangs aðaleinkunn:
Þá er hugmyndin að reikna út sér-
staklega fjórgangseinkunn fyrir
öll hross þar sem vægi skeiðs er
tekið úr útreikningi á aðaleinkunn
og dreift hlutfallslega út á aðra eig-
inleika hæfileikanna. Þetta er gert
til þess að bæta við áhugaverðum
og verðmætum samanburði á öllum
hrossum hvort sem þau búa yfir
fjórum eða fimm gangtegundum.
Þetta lyftir upp góðum og úrvals
klárhrossum með tölti en hefur
einnig jákvæð áhrif á stöðu jafn-
vígra alhliða hrossa. Einnig mun
þetta að öllum líkindum hafa já-
kvæð áhrif á mætingu til dóms (t.d.
verða klárhross með 8,0-8,5 fyrir
alla þætti hæfileikanna líklegri til
að vera sýnd). Að lokum og ekki
síst gefur þetta færi á því að reikna
kynbótamat á fjórgangseinkunn og
verðlauna afkvæmahross á þessum
grunni; afkvæmahross sem eru að
gefa úrvals klárhross með tölti en
fá alhliða hross en það eru ekkert
síður verðmætir gripir til ræktunar.
Þessi hugmynd um fjórgangs-
einkunn kallar einnig á pælingar
með ræktunartakmarkið. Er rækt-
unarmarkmiðið eingöngu alhliða
hestur eða einnig úrvals klárhestur
með tölti – úrvals ganghestur eins
og það er orðað í almennu ræktun-
armarkmiðunum sem eru í bígerð.
Ég tel það og þekkingin á skeið-
geninu og erfðum ganghæfninnar
segir okkur að sum klárhrossin (CA
hross) eru og munu gefa okkur
úrvals fjórgangs- og fimmgangs-
hross. Við erum að sjálfsögðu að
rækta ganghest og allir vilja að
ræktunargripir búi yfir úrvals tölti
en hross sem býr yfir fjórum úrvals
gangtegundum er úrvals ræktun-
argripur.
Að lokum er gott að hafa í huga að
þeir eiginleikar sem metnir eru í
kynbótadómi fylgjast nánast allir já-
kvætt að (jákvæð svipfars- og erfða-
fylgni) og margir þeirra hafa háa
jákvæða fylgni á milli sín. Þannig
hafa smávægilegar breytingar á
vægistuðlum ekki mikil áhrif á
erfðaframfarir. Þessar breytingar
hafa almennt heldur ekki mikil
áhrif á meðaltöl aðaleinkunna en
skilja betur á milli jafnvígra hrossa
og þeirra sem eru einhæfari eins og
fyrr segir. Vægistuðlarnir gefa einnig
til kynna hvaða hestgerð við viljum
halda frammi og hvaða eiginleika
við viljum bæta á hverjum tíma.
Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri
bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is
KRAFTBLANDA
Inniheldur Effekt Midi Island steinefnablöndu
KRAFTBLANDA-30
• 30% fiskimjöl
• Óerfðabreytt hráefni
• Lífrænt selen
KRAFTBLANDA-15
• 15% fiskimjöl
• Óerfðabreytt hráefni
• Lífrænt selen
Til hamingju með gömlu nýju vélina Auðverk ehf
Rauðhellu 16. 221 Hafnarfirði - Sími 696-5756 - Blasturogmalun.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
RÚÐUR Í
DRÁTTARVÉLAR
FRÁBÆR VERÐ
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson