Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201926 Umhverfismál og framtíð landbúnaðar til umræðu á afmælismálþingi Samtaka ungra bænda: Fjölmörg tækifæri í boði fyrir unga bændur – Skýr sýn samtakanna til að styrkja stöðu þeirra Umhverfismál og framtíð land­ búnaðar voru til umræðu á afmælis málþingi Samtaka ungra bænda (SUB ) sem haldið var á Hótel Sögu föstudaginn 25. október undir yfirskriftinni Ungir bændur – búa um landið. Samtökin fagna tíu ára afmæli um þessar mundir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti fyrsta erindi málþingsins. Hann talaði meðal annars um þau framtíðarverk- efni þar sem umhverfisvernd og land- búnaður geti skarast og hvernig ungir bændur gætu skapað þá framtíð sem þarf fyrir landbúnaðinn. Hann sagði að ákveðin tímamót væru í íslensku samfélagi þar sem nauðsynlegt væri að takast á við ákveðnar áskoranir tengdar umhverfis- og auðlindamál- um – og sérstaklega loftslagsmálum. Hann sagði að í þeim væru fólgin tækifæri fyrir bændur; að móta sér framtíð sem tekur tillit til þessara áskorana og að tryggja fæðuöryggi á Íslandi – sem of sjaldan sé talað um á Íslandi miðað við mikilvægi þess fyrir Ísland þegar horft sé til framtíðar. Verkefni ungra bænda sé líka að skapa framtíðarímynd landbúnaðar á Íslandi – og það verði sameigin- legt verkefni þeirra og stjórnvalda. Sjálfbær landnýting ætti alltaf að vera sameiginlegt markmið allra hlutaðeigandi aðila. Nefndi ráðherra verkefnið Grólind sem lykilatriði í þeirri vegferð. Nýliðunarstuðningur í mjólkurframleiðslu Helgi Haukur Hauksson, fyrsti formaður SUB, og Jóna Björg Hlöðvers dóttir, núverandi formaður, fóru yfir sögu samtakanna og áherslur. Helgi rakti aðdragandann að stofnun samtakanna og lýsti tíðarandanum í landbúnaðinum á þeim tíma, þar sem ákveðnar þrengingar voru eftir fjármálahrun sem gerðu ungum bændum nokkuð erfitt fyrir. Úr þeim jarðvegi hafi samtökin sprottið. Í máli Helga kom fram að mark- verðasta árangurinn hefði náðst þegar nýliðunarstuðningi var komið á í mjólkurframleiðslunni. Jóna Björg sagði að ekki síður hafi það verið markvert þegar komið var á nýliðunarstyrkjum, þvert á búgreinar. Hún fór yfir stefnumörkun SUB og markmið. Þar kom fram að mikilvæg- ast væri að skýr sýn sé til staðar til að styrkja stöðu ungra bænda. Helstu markmið SUB væru að standa vörð um þá samninga sem hefðu náðst, stuðla að nýliðun í öllum greinum landbúnaðarins, gæta að því að góð og öflug menntun væri í boði í land- búnaði á Íslandi, þar sé fjölbreyttur búskapur, fjölskylduvænt starfsum- hverfi, umhverfisvænn landbúnaður og stuðlað sé að dýravelferð. Fjölmörg tækifæri í landbúnaði Finnbogi Magnússon, formaður Landbúnaðarklasans, flutti erindi um tækifærin í íslenskum landbúnaði. Hann sagði að nýjum tímum fylgdi gríðarlega spennandi tækifæri, sem væru ólík þeim sem áður gáfust. Hann byrjaði á því að fara yfir svið landbúnaðarins eins og það blasti við honum í dag. Sala mjólkurafurða á innanlandsmarkaði hefði væntanlega náð hámarki og mikil fækkun – jafnvel um helming – yrði meðal mjólkurframleiðenda á næstu þremur til fimm árum. Fækkun sauðfjárbænda væri fyrirsjáanleg og sauðfjárrækt yrði almennt stunduð með annarri vinnu. Hrossa-, eggja-, svínakjöts- og kjúklingaframleiðsla væri í ágætu jafnvægi miðað við markaði í dag. Þar væru þó jafnvel möguleikar á að gera enn betur. Finnbogi sagði að miklar neyslubreytingar virtust hafa þau áhrif að samdráttur væri í neyslu matvæla með uppruna úr dýraríkinu. Mikil tækifæri virtust að sama skapi í aukinni ræktun matjurta og ræktun túna og akra. Vaxandi áhersla sé á skógrækt og umhverfisvernd sem skapi mörg tækifæri. Bændur séu vörslumenn landsins og þeir séu vel til þess fallnir að hugsa áfram um það með þeim hætti. Þá hafi mikill vöxtur í netverslun opnað óteljandi möguleika fyrir sérhæfða framleiðslu og markaðs- setningu matvæla. Góðir hlutir gerast hægt Að sögn Finnboga er að ýmsu að hyggja fyrir unga bændur sem eru að hefja búskap. Það geti verið erfitt í byrjun og því sé skynsamlegast að byrja rólega. Ágætt framboð sé nú af ódýrum jörðum til sölu – sem mun væntanlega aukast. Hann segir að farsælast sé að byggja sig upp í markvissum skrefum – og sjá fyrir sér ferilinn. Til dæmis gæti verið góð byrjun að kaupa ódýra jörð, hefja búskap en sækja vinnu utan bús sem verktaki. Þannig væri hægt að reikna sér lágmarks endurgjald frá búinu en flýta eignarmyndun í því í staðinn umtalsvert þar sem skattgreiðslur frestist. Þannig væri hægt að byggja upp starfsemi á jörðinni sem er eftirsóknarverð og svo væri hægt að selja hana eftir fimm til fimmtán ár. Varðandi tækifæri í hefðbundnum búskap í þessu tiltekna dæmi nefndi Finnbogi nokkra möguleika; nauta- kjötsframleiðslu, grísaeldi í minni hópum og með útivist, kjúklinga eldi með samning við stærri framleið- endur, hrossarækt með áherslu á blóðmerar og sölu folaldakjöts, ræktun í gróður húsum með eða án lýsingar, garðyrkju með hita undir beðunum og yfirbreiðslu, heysölu og akuryrkju og loks skógrækt. Tækifæri í sérstöðunni Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um matvæla öryggi og vernd búfjár- stofna er kveðið á um að ráðist skuli í átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Finnbogi sér tækifæri í þessu. Hans mat er að Ísland gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að banna sölu á matvælum sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur. Því sé spáð að þessar bakteríur verði mesta ógn við heilsufar manna á næstu árum. Slíkt bann myndi þannig lyfta allri íslenskri matvælaframleiðslu á einstakan stall í heiminum og nýtast ferðaþjónustunni, landbúnaðinum, fiskvinnslunni – og öðrum íslenskum atvinnugreinum – á innlendum og erlendum mörkuðum. Við séum í dag að flytja inn um 20 prósent af því kjöti sem neytt er á Íslandi – mjög mikið korn og grænmeti líka – og þetta mætti auðveldlega framleiða hér innanlands. Grunnurinn hafi verið lagður og ungbændur geti hjálpað til við að fylgja þessu eftir. Óhefðbundnar greinar Finnbogi fór einnig yfir dæmi um nokkrar óhefðbundnar greinar sem hann sér tækifæri í og tiltók okkar helstu náttúruauðlindir og mannkosti sem gefa okkur forskot að ýmsu leyti. Hann sagði að enn væru tækifæri í ferðaþjónustu, sérstaklega þar sem ekki þyrfti að byggja sérstaklega upp eða kosta til; meðal annars í skipulögðum ferðum og dægradvöl af ýmsu tagi. Hann nefndi grasrækt sem tækifæri til framtíðar. Nóg væri af graslendi á Íslandi sem gæti nýst í tengslum við miklar tilraunir sem nú væru í gangi innan Evrópusambandsins, þar sem gras er notað sem prótein- gjafi í stað soja – líka fyrir svín og kjúklinga. Þá væri vaxandi áhugi á grasrækt vegna þess að það væri mun umhverfisvænna í ræktun en einær akuryrkja. Í kvikfjárrækt verði mikill ávinningur í því að auka hlut- fall grasfóðrunar. Finnbogi sagði að Írar væru með tilraun í gangi þar sem safinn er kreistur úr grasinu og honum breytt í verðmætt próteinduft, sem síðan er notað í kjarnfóður eða til manneldis. Þurrefnið sem eftir stendur vonist menn til að geta breytt í áburð eða gas með hjálp örvera. Þangræktun er líka á lista Finnboga yfir tækifæri í óhefðbundnum grein- um. Þangræktun í fjörðum landsins, eða jafnvel í gömlum haug húsum, geti þannig orðið spennandi framleiðslu- kostur til fóðurgerðar og manneldis, en að sögn hans er mikill vöxtur í slíkri framleiðslu á Norður löndunum. Einnig nefndi Finnbogi hamprækt sem framtíðar nytjajurt, en notagildi hans er talið vera afar fjölþætt. Fiskeldi á landi er fýsilegt að mati Finnboga, sérstaklega í sameldi með plöntum þar sem úrgangurinn væri hreinsaður og notaður sem áburður. Það muni bjóða upp á vaxandi tækifæri í framtíðinni. Mikilvægast að sýna áræði Finnbogi sagði þetta einungis nokkur dæmi af mörgum, en það væri öruggt að tækifærin lægju víða. Mikilvægast væri að sýna áræði til að hrinda hugmyndunum í framkvæmd, það versta sem gæti gerst er að það misheppnaðist. Meiri líkur væru hins vegar á því að verkefnið heppnaðist, ef farið væri af fullri alvöru í það. Að auki fluttu erindi á mál- þing inu þau Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna, Guðrún Schmidt frá Landgræðslunni, Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka skógareigenda, og þá ávarpaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gesti við lok mál- þingsins. Bent er á að upptaka frá mál- þinginu er aðgengileg á Facebook- síðu Samtaka ungra bænda. /smh Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda, á afmælismálþinginu. Myndir / smh Finnbogi Magnússon, formaður Landbúnaðarklasans, fór yfir framtíðar- möguleikana í íslenskum landbúnaði. LÍF & STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.