Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 21 Án býflugna myndi öll ræktun nánast hrynja „Um þriðjungur allrar ræktunar á heimsvísu nýtur góðs af beinum samskiptum við býflugur, þar af eru evrópsku hunangsflugurnar þær langskilvirkustu. Hvort sem við borðum hunang eða ekki, þá erum við að njóta góðs af starfi hinna tömdu evrópsku hunangsflugna. Án þeirra myndi sum ræktun nánast hrynja, kostnaður við ræktunina stóraukast og aðrar óæskilegar tegundir kæmu í staðinn. Mikill fjöldi býflugna deyr á hverju ári við frjóvgunarvinnu fyrir okkur mannfólkið,“ segir Evans. Milljarðar býflugna láta lífið vegna ávaxta- og grænmetisræktar Samkvæmt gögnum Scientific American er áætlað að allt að 80 milljarðar hunangsflugna séu notaðar við frjóvgun bara í möndluiðnað­ inum í Kaliforníu á hverju ári. Allt að helmingur þeirra drepst í því ferli og í flugi til og frá stóru möndluökrunum. Blóðbaðið eftir eina uppskeru telur því um 40 milljarða býflugna. Eru veganvínin hrein? Evans spyr einnig: „Hvað með veganvín? Þar er vissulega hvorki notaðar fiskblöðrur, mjólkurduft né egg við að fella grugg í mörgum veganvíntegundum, bjór og eplasafa. Þið megið samt ekki gleyma að skoða hvað gerist við uppskeruna. Lítum á vínber sem tínd eru til víngerðar, horfum á þar sem risa­ stórir skammtar af ferskum vínberj­ um fara í pressuna ásamt músum, köngulóm, eðlum, snákum og frosk­ um. Þetta er sorglegt, því veganvín eru hrein, er það ekki?“ Við borðum 0,5 til 1 kg af skordýrum við neyslu á hnetusmjöri, súkkulaði og korni „Við skulum halda áfram og líta á hnetusmjörið, þennan frábæra próteingjafa. Veistu hversu margir hlutar skordýra eru í hverri krukku? Samkvæmt grein í Scientific American borðar hvert okkar um það bil 0,5–1 kg af flugum, möðk­ um og öðrum pöddum á ári, sem faldar eru í súkkulaðinu sem við borðum, í korninu sem við neytum og hnetusmjörinu sem við smyrjum á ristaða brauðið okkar.“ Þetta kom reyndar líka fram í skýrslu Matvæla­ og landbúnað­ arstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 2013 um ætileg skordýr til að tryggja fæðuöryggi jarðarbúa, „Edible insects: future prospects for food and feed security“. Einnig í grein í Scientific American í júní 2013 undir fyrirsögninni „Rub a Dub Dub, Is It Time to Eat Grubs?“ Evans segir að samkvæmt bandarískum reglugerðum megi 125 gramma pakkning af pasta innihalda að meðaltali 125 skor­ dýrabrot eða meira. Einn bolli af rúsínum geti innihaldið allt að 33 ávaxtaflugueggjum. Eitt kílógramm af hveiti innihaldi líklega um 15 grömm af leifum dýraafurða, allt frá kakkalökkum til nagdýra. Hvaða mat sem þú borðar ertu í raun aldrei vegan „Ég dreg þessa mynd ekki upp sem einhvern ógeðsþátt, heldur einfald­ lega til að sýna raunveruleg áhrif og kostnað við matvælaframleiðslu. Þegar þú borðar ertu aldrei í raun vegan. Þegar menn vaxa og vinna úr mat, deyr allur matur, aðrir hlutir jafn oft og við borðum þá.“ Við allar aðgerðir manna er verið að deyða dýr „Það er talað um matvælafram­ leiðslu af mikilli ósanngirni þegar hún er sökuð um að drepa dýr. Allar mannlegar athafnir hafa áhrif á aðrar lifandi verur. Við drepum dýr þegar við keyrum. Við drepum dýr þegar við fljúgum, eða flytjum vörur með flugvél. Við drepum þegar við byggjum járnbrautarlestir, þegar við búum til korn, ræktum epli og mokum upp sandi. Við erum að breyta vistkerfum þegar við komum okkur upp íbúðarhúsnæði, byggjum reiðhjólaverksmiðjur og flytjum baunir með skipum. Við erum að ryðja dýrum út úr sínu eðlilega umhverfi alla daga með öllum þeim sársauka og þjáningum sem því fylgja.“ „Óhjákvæmileg afföll“ eiga sér stað við alla ræktun „Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á að borða kjöt, eða kjósa að borða ekki kjöt, snýst þetta um sam­ hengi hlutanna. Allar skepnurnar sem drepast við ræktun, þ.e. nag­ dýrin, skordýrin, fuglarnir, eru ein­ faldlega „óhjákvæmileg afföll“ á dýrum (collateral damage). Þessi hugsunarháttur byggist á því að kjötiðnaðarmenn (eða umboðs­ menn þeirra, bændur, slátrarar og matreiðslumenn) „velja“ sér fórn­ arlamb, svo þetta er frábrugðið því er dýr deyr vegna tilviljunar úti í náttúrunni. Dauði er samt dauði. Þjáning er líka þjáning, óháð því hvort um mann er að ræða, beint eða ekki. Íhuga þarf öll áhrif gerða okkar. Það held ég að sé kjarni málsins.“ Líf byggir allt á því að nýta sér annað lífsform „Hvaða aðgerðir mannanna hafa í för með sér minnstar þjáningar? Sumir álitsgjafar telja að ræktun leiði til meiri þjáninga fyrir fleiri dýr. Skoðunin er sú að lífið sé byggt á lífi. Að við lifum með því að neyta einhvers sem hefur lifað, sem hefur aftur áhrif á annars konar lífsform langt út fyrir okkar skilning. Þú borðar plöntu og það hefur áhrif á það dýr sem ætlaði að borða plöntuna. Tölum t.d. um hnetu af tré í náttúrunni. Vegna þess að við borðum hnetuna deyr dýr sem ætlaði að borða hnetuna. Kannski er það engispretta, margfætlan á búgarðinum, eða einhver lífvera sem gæti hafa búið í náttúrunni, ef við hefðum ekki nýtt plöntuna.“ Ræktun plantna til manneldis hefur mikinn eyðileggingarmátt „Að drepa dýr í náttúrunni til matar hefur lítil áhrif. Vistfræðilegt fótspor búfjár hefur meiri áhrif á landið. Enn meiri áhrif og meiri eyðileggingar­ mátt hefur samt ræktun plantna til matar. Það er vegna ofnýtingar á jarðvegi, dráps á heilu flokkunum af dýrum til að viðhalda einræktun. Einnig vegna notkunar á tilbúnum áburði og efnum sem nútíma­ bóndinn nýtir sér. Við öll, vegan og dýraætur, erum að njóta áburðar og rotmassa sem kemur frá annaðhvort dýraúrgangi eða jarðefnaeldsneyti. Lífrænir bændur nota rotmassa m.a. sem aukaafurð frá dýraeldi, en hefð­ bundnir bændur nota köfnunarefnis­ áburð sem er framleiddur með miklu magni af jarðefnaeldsneyti. Um það bil 2–3 prósent af jarðefnaeldsneyti sem brennt er á hverju ári fer til framleiðslu á köfnunarefnisáburði. Það nemur u.þ.b. 3 prósentum af kolefnislosuninni í heiminum. Þar með talinni losun köfnunarefnis sem losnar út í andrúmsloftið. Svo er til alþjóðlegt flutnings­ kerfi, sem notar jarðefnaeldsneyti til að senda brasilísku sojabaunirnar þínar og kalifornísku möndlurnar um allan heim. Ef þú notar ekki áburð úr jarðefna­ eldsneyti þarftu úrgang frá dýraeldi. Varla er til sá lífræni ávaxta­ og græn­ metisbóndi sem notar ekki einhvers konar dýraafurð (áburð, blóð og bein) eða rotmassa sem inniheldur það. Það er varla til býli sem treystir ekki á gas og olíu til að framleiða áburðinn, reka dráttarvélarnar og senda vörurnar. Flestar áætlanir segja að magn jarðefnaeldsneytis sem þarf til að rækta hverja kaloríu af mat og koma henni á borð neytandans sé 10 sinnum meira en orka matarkalorí­ unnar sjálfrar. Þetta er samt allt leikur að tölum,“ segir Evans. Verst er einræktun, mun verri en grasfóðruð dýr „Kornrækt og einræktun eru verst í þessu tilliti og mun verri en gras­ fóðruð dýr sem drepin eru og seld í nærumhverfinu. Þau eru hagstæðari náttúrunni og hagkvæmari framleið­ andi á orku til fæðuöflunar og ræktun þeirra útheimtir minna af jarðefna­ eldsneyti. Ef við tökum dýraúrgang út úr ræktunarkeðjunni erum við að skekkja myndina verulega. Ef þú vilt hreinan veganlandbúnað þá þarf að fjarlægja býflugurnar úr ræktun­ arferlinu. Það mun leiða til meiri notkunar á jarðefnaeldsneyti, dýrari fæðu, lakari frjóvgunar og minni fjöl­ breytni í lífríkinu.“ Hefur komið að öllum hliðum veganumræðunnar „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að koma að öllum hliðum þessarar umræðu. Ég hef gert tilraunir sem grænmetisæta. Ég hef hugsað mér að verða vegan. Ég hef stundað af ákafa kjúklinga­ og svínarækt. Ég hef tapað peningum og þekki örvæntinguna.“ Dýra- og jurtaríkið er samofin heild „Ég hef líka alið upp dýr, drepið dýr, bæði villt og tamin og eldað dýr. Það sem ég hef fundið út er að dýraheimurinn er ekki einangraður frá heimi plantna og að blæbrigðarík, skynsamleg umræða um kjötneyslu ætti að snerta alla. Þar með talið jurta­ og kjötætur þessa heims. Umræður þar sem fordæming, árásargirni og óþol gagnvart þeim sem eru ekki sömu skoðunar eiga ekki rétt á sér.“ Látið ekki blekkjast með að það að vera vegan meiði ekki dýr „Græningjum er velkomið að láta í ljós þá skoðun sína að það að ala dýr og borða kjöt hafi afleiðingar. Reyndar eru nokkrar af þessum af­ leiðingum sem einstaklingar valda dýrum og umhverfi vel þess virði að taka þær til alvarlegrar umhugsunar. Það er alveg mögulegt að sú afstaða að borða minna kjöt geti þýtt minni þjáningu, en ekki láta blekkjast með að það að vera vegan meiði ekki dýr,“ segir Matthew Evans. Samkvæmt þessu er mjög erfitt að framleiða „vegan“ grænmetis­ fæði án þess að drepa nokkurt ein­ asta dýr. Það er þó líklega hægt að komast næst því með því að neyta eingöngu grænmetis sem framleitt er í lokuðum íslenskum gróðurhúsum. Meira að segja þar er þó gjarnan beitt náttúrulegum vörnum með aðstoð skordýra sem drepa önnur óæskileg sníkjudýr. Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Scientific American hefur birt fjölda greina um rannsóknir á býflugum í Bandaríkjunum. Í athyglis- verðri grein um býflugur sem birt var 23. ágúst síðastliðinn kemur fram að býflugur eru í raun dýr sem bæði geta lifað á fæðu úr jurta- og dýrarík- inu líkt og menn. Þær eru það sem kallað er „omnivores“ og þeirra fæða úr dýraríkinu eru örverur (microbes). Vísindamenn hafa vitað í áratugi að örverur sem valda gerjun finnast í býflugnabúum. Þeim hefur samt hingað til ekki dottið í hug að þær séu mikilvægur hluti af fæðu býflugna. Talið er að þessi uppgötvun geti hjálpað vísindamönnum að átta sig á af hverju býflugur eigi í stöðugt meiri vandræðum með að lifa af í umhverfi hátæknivædds landbúnaðar. Mögulegt sé að skortur á örverum í umhverfi þeirri valdi því að þær svelti hreinlega til dauða. Þetta kom fram í sameiginlegum rannsóknum vísindamannanna frá Madison­háskólanum í Wisconsin, þeim Prarthana Dharampal og Shawn Steffan. Þeir unnu að rannsóknum á 14 mis­ munandi tegundum býflugna í samvinnu við landbúnaðarrannsóknar­ þjónustu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna. (U. S. Department of Agriculture’s Agricultural Research Service (ARS). Nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum: Fæða býflugna kemur bæði úr jurta- og dýraríkinu Frá Tasmaníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.