Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 39
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði og
aðstoðum vinnustaði og einstaklinga
um hvað hentar þeirra þörfum.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Ný heimasíða
og vefverslun
Dynjanda
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is
Hefur þú kynnt þér
Smávirkjanaverkefni
Orkustofnunar?
Smærri virkjanir geta verið lyftistöng fyrir bæði
bændur og fleiri aðila
Þær geta stuðlað að auknu orkuöryggi í landinu
Geta verið svar við orkuskorti víða um land
Geta tryggt vaxtarmöguleika í dreifðari
byggðum landsins
Kynntu þér málið á vef Orkustofnunar:
https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/
Niðurstöður heysýna hafa verið að
berast bændum síðustu vikurnar
og nú er búið að efnagreina það
mikið af sýnum að ástæða er til að
skoða hvað niðurstöðurnar segja.
Þó að oft megi gera sér nokkuð í
hugarlund hvernig heyin séu eru
jafnan einhver gildi nokkuð á
skjön við væntingar manna enda
vorkoma, sprettutíð og tíðarfar
til heyskapar misjöfn milli ára.
Lystugleiki heyjanna er svo annar
mikilvægur þáttur í gæðamati
þeirra.
Hér eru tekin saman meðaltöl
fyrir landið og landsfjórðungana
úr þeim niðurstöðum sem borist
hafa í lok október og skilað sér í
FAS gagnagrunn NorFor, norræna
fóðurmatskerfisins fyrir jórturdýr.
Til samanburðar eru niðurstöður frá
sama tíma 2018.
Heldur meira er komið af niður
stöðum en á sama tíma í fyrra en
dreifing eftir landshlutum er áþekk.
Miðað við þessar niðurstöður eru
heyin þurrari í ár og gætir þess
alls staðar nema á Austurlandi
þar sem heyin voru þurrust 2018.
Meltanleiki heyjanna er góður en
samt aðeins lægri en í fyrra og orku
innihald minna í samræmi við það.
Ekki er mikill munur milli lands
hluta á því hve mikil orka mælist og
á Suðurlandi er orkan í heyjunum
nær sú sama og 2018 en hún lækkar
milli ára í öðrum landshlutum.
Prótein er talsvert minna í heyj un
um í ár en í fyrra. Mest er breytingin
milli ára á norðan og vestanverðu
landinu þar sem hún nemur 15 g/
kg þe en á Suðurlandi er lækkunin
minnst milli ára. Þurrkur og kuldi í
byrjun sumars er líklegasta skýringin
á þessu lága próteini og sums staðar
er prótein í heyjum ansi lágt. Í sýn
unum af Vesturlandi og Vestfjörðum
er próteinið minnst, 142 g/kg þe en
var 157 g/kg þe árið 2018.
Það er hóflega mikill sykur í
heyjunum í ár þótt hann sé aðeins
meiri en í fyrra. Hann hækkar
milli ára á vestan og sunnanverðu
landinu en lækkar á Austurlandi.
Nokkur munur er á milli lands
hluta í magni steinefna, kannski þó
mestur í innihaldi heyjanna á kalíi.
Magn þess er að meðaltali minna
en undanfarin ár aðeins ofan þeirra
neðri marka sem sett hafa verið hér
á landi sem viðmið um hæfilegt
magn þess í heyjum. Það lækkar
milli ára á Norðurlandi um 2 g/kg þe
og það lækkar lítillega á Vesturlandi
en hækkar á Suður og Austurlandi.
Stór hluti af ábornu kalíi kemur úr
búfjáráburði og því hafa aðstæður
við dreifingu á honum mikil áhrif á
nýtingu þess. Eins hefur tíðarfar á
sprettutíma grasanna áhrif á upptöku
þess eins og annara næringarefna og
endurspeglar kalítalan í heysýnum
kannski vel muninn á veðráttunni
tvö síðustu sumur. Á hinn bóginn
má sums staðar greina stöðuga
lækkun á kalíinnihaldi heyja og er
rétt að benda bændum á að hægt er
að fá innihald búfjáráburðar, s.s.
mykju, efnagreint og ganga þannig
úr skugga um hvort hann innihaldi
í raun það magn áburðarefna sem
reiknað er með. Leiðbeiningar um
sýnatöku úr búfjáráburði er að finna
á heimasíðu RML.
Magnesíum mælist innan þeirra
marka sem sett hafa verið um æski
legt magn í heyjum en af kalsíum,
fosfór og natríum er magnið of
lítið til að ná þessum mörkum. Á
Suðurlandi innihalda heyin 2019
meira af kalsíum og natríum en
árið 2018. Fosfór er hins vegar
minni í heyjunum 2019 í öllum
landshlutum nema á Austurlandi
þar sem hann hækkar aðeins.
Heldur minna mælist af brenni
steini í heyjunum 2019 en 2018 en
af seleni innihalda hey að jafnaði
ágætt magn bæði árin. Hæst er
meðaltalið fyrir selen í heyjun
um af Austurlandi. Seleninnihald
heyja hefur batnað mikið með til
komu selenbætts áburðar undan
farin ár en úr öllum landshlutum
er þó að finna stöku mælingar með
óþarflega há gildi fyrir selen. Rétt
er að veita þessu athygli því mjög
mikið selen í fóðri getur valdið
eituráhrifum. Svo háar mælingar
hafa þó ekki sést.
Niðurstöður heyefnagreininga 2019
Svæði Fjöldi sýna Þurrefni %
Meltanleiki
MLE, %
Prótein
g/kg þe
Tréni
(NDF)
g/kg þe
Sykur
g/kg þe
AAT g/kg
þe
PBV g/kg
þe
Orka (NEL)
Mj/kg þe
Viðmið-mjólkurkýr 140-180 450-510 40-160
Vesturland og Vestfirðir 89 57 78,3 142 486 79 92 -2 6,43
Norðurland 449 57 78,0 151 493 74 94 4 6,45
Austurland 53 46 78,7 154 482 71 92 12 6,50
Suðurland 274 56 78,9 148 478 80 93 3 6,45
Allt landið 2019 943 56 78,3 149 487 76 93 4 6,45
Allt landið 2018 827 48 78,7 161 492 68 94 15 6,56
Meltanleiki er gefin upp sem meltanleiki lífræns efnis (MLE)
AAT er amínósýrur sem teknar eru upp í smáþörmum
PBV er próteinjafnvægi í vömb
Orka, NEL er nettó orka til mjólkurframleiðslu
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Niðurstöður heyefnagreininga haustið 2019
Magn steinefna, brennisteins og selens í heyefnagreiningum 2019
Svæði Kalsíum g/kg þe
Fosfór
g/kg þe
Magnesium
g/kg þe
Kalíum
g/kg þe
Natríum
g/kg þe
Brennisteinn
g/kg þe
Selen µg/kg
þe
Viðmið-mjólkurkýr 4,5-6,5 3,0-4,5 2,0-3,5 15-25 2,0-3,0 2,0-4,0 90-250
Vesturland og Vestfirðir 4,2 2,2 2,4 15,3 1,7 2,1 118
Norðurland 4,2 2,6 2,5 15,3 1,5 2,3 157
Austurland 3,7 3,1 2,2 18,6 1,5 2,2 275
Suðurland 4,2 2,5 2,3 18,1 1,6 2,1 163
Allt landið 2019 4,1 2,5 2,4 16,5 1,6 2,2 164
Allt landið 2018 4,1 2,9 2,5 17 1,4 2,5 177
Eiríkur Loftsson
ábyrgðarmaður í jarðrækt
el@rml.is
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
SÍUR Í
DRÁTTARVÉLAR
Bænda
21. nóvember
Heyskapur á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Mynd / HKr.