Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201944 Nú í október sl. var keyrt nýtt kynbótamat með breyttri heildar- einkunn eins og gerð hefur verið grein fyrir hér á síðum blaðsins og víðar. Stærstu breytingarnar eru þær að vægi afurða í heildar- einkunn var minnkað og afurða- einkunn samanstendur nú af bæði fitu- og próteinafurðum. Þessi breyting hefur eðli málsins samkvæmt nokkur áhrif á einkunnir nautanna og þá á þann veg að naut með hátt mat fyrir fituafurðir og eig- inleika eins og júgur- og spenagerð, mjaltir og skap hækka nokkuð. Á sama hátt lækka þau naut sem hafa t.d. lágt mat fyrir fituafurðir. Það verður því að segjast eins og er að kynbótamat nautgripa- ræktarinnar hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum miss- erum. Fyrir skömmu tókum við í notkun mælidagalíkan sem hefur gjörbreytt vali nautanna á þann veg að þau eru nú valin til framhalds- notkunar 1-1 ½ ári fyrr en áður og svo þessi breyting á heildareinkunn sem byggir á hagrænu vægi þeirra eiginleika sem um ræðir. Fagráð í nautgriparækt fundaði um miðjan október og tók ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu sem reynd naut á næstu mánuðum. Afkvæmadómi 2013 árgangs nauta er að fullu lokið og afkvæmadómur nauta f. 2014 er nánast lokið. Nautin frá 2015 eru enn ekki komin með nægan fjölda dætra til þess að hægt sé að setja þau í notkun að svo stöddu. Ákveðið var að í dreifingu verði eftirtalin naut: Bakkus 12001, Pipar 12007, Loki 12071, Sjarmi 12090, Dúett 12097, Jörfi 13011, Hálfmáni 13022, Bárður 13027, Ýmir 13051, Steri 13057, Hæll 14008, Hnykkur 14029, Kláus 14031, Stáli 14050 og Svanur 14068. Þessi naut eru komin með traust- an og sterkan dóm og hafa til að bera kosti sem geta nýst ræktunarstarifnu vel. Hér á eftir verður gerð aðeins nánari grein fyrir kostum þeirra og göllum en nánari upplýsingar er að finna í nautaskrám og á nautaskra. net. Bakkus 12001 frá Auðsholti í Hrunamannahreppi (f. Ófeigur 02016, mf. Frami 05034) er með eitt hæsta mat nauta í landinu öllu og hækkar um 1 stig. Dætur hans eru stórar afurðakýr með góðar mjaltir og frábært skap (með alhæstu nautum) en spenar eru grannir og aðeins gleitt settir. Bakkus er nú næsthæstur nauta í heildareinkunn með 113. Pipar 12007 frá Espihóli í Eyjafirði (f. Gyllir 03007, mf. Flói 02029) er efnahlutfallanaut þar sem dætur hans eru góðar afurðakýr með sérlega há efnahlutföll í mjólk. Pipar stendur nú þriðji hæstur allra nauta fyrir fitu%. Dæturnar státa af góðri byggingu, sterkri júgurgerð, vel settum spenum og góðum mjaltaeiginleikum og skapi. Pipar hækkar um 2 stig og er heildareinkunn nú 109. Loki 12071 frá Bakka á Kjalarnesi (Birtingur 05043, mf. Þröstur 00037) stendur í stað. Dætur hans eru mjólk- urlagnar með ákaflega góða júgur- og spenagerð og góðar mjaltir sem skipar honum í flokk okkar betri nauta. Heildareinkunn 107. Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunmannahreppi (f. Koli 06003, mf. Laski 00010) lækkar um ein fjögur stig í heildareinkunn vegna vægisbreytinganna en hann geldur fyrir lágt fituhlutfall í mjólk dætra. Eftir sem áður eru dætur Sjarma gríðarmiklar og skapgóðar mjólk- urkýr með úrvalsgóða júgurgerð og góðar mjaltir. Sjarmi er á topp 10 í heildareinkunn með 111. Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í Flóa (f. Birtingur 05043, mf. Dúllari 07024) er einkum afurðanaut þar sem dætur hans eru mjólkurlagnar með há efnahlutföll í mjólk og góðar mjaltir. Byggingareiginleikar þeirra eru um meðallag án þess að um áber- andi galla sé að ræða. Hann hækkar um 1 stig og er með heildareinkunn upp á 107. Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð (f. Birtingur 05043, mf. Skurður 02012) er ákaflega gott alhliða naut sem styrkir sína stöðu nú, hækkar um 3 stig. Dætur hans eru gallalitlar með frábæra júgur- og spenagerð sem auk þess eru ákaflega vel settir. Jörfi er með hæsta mat allra nauta í mati fyrir júgur ásamt tveimur öðrum nautum og meðal tíu hæstu nauta í heildareinkunn með 111. Hálfmáni 13022 frá Brjáns stöðum í Grímsnesi (f. Vindill 05028, mf. Laski 00010) styrkir sína góðu stöðu, hækkar um 2 stig. Þetta er fyrst og fremst afurðanaut en dætur hans eru miklar mjólkurkýr með há verðefni í mjólk. Mjaltir eru góðar og skapið frábært en bygging er nærri meðallagi án áberandi kosta eða galla. Hálfmáni deilir næstefsta sæti fyrir skap með Bárði 13027 og er með alhæstu nautum í heildar- einkunn með 112. Bárður 13027 frá Villingadal í Eyjafirði (f. Baldi 06010, mf. Laski 00010) bætir í og hækkar um 2 stig. Hér er á ferðinni alhliða naut sem gefur mjólkurlagnar kýr með há efnahlutföll í mjólk, góða júgur- og spenagerð og frábært skap. Fyrir skap er hann nú næstefstur allra nauta ásamt Hálfmána 13022. Heildareinkunn 107. Ýmir 13051 frá Klauf í Eyjafirði (f. Baldi 06010, mf. Laski 00010) hækkar um 2 stig. Þetta er eitt okkar góðu alhliða nauta þar sem dætur hans eru mjólkurlagnar og júgur- hraustar auk þess að skarta frábærri júgur- og spenagerð ásamt úrvals- góðum mjöltum og skapi. Ýmir er meðal efstu nauta hvað júgurhreysti, júgurgerð og skap varðar. Til galla verður að telja lágt próteinhllutfall í mjólk. Heildareinkunn 110. Steri 13057 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum (f. Koli 06003, mf. Aðall 02039) lækkar um 1 stig en heldur samt góðri stöðu. Dætur hans eru mjólkurlagnar með há hlutföll verðefna í mjólk. Hvað aðra eig- inleika snertir er Steri meðalnaut og t.d. eru mjaltir undir meðallagi og júgur mættu vera betur borin en dætur eru aðeins lágfættar. Í heildina er Steri öflugt naut með heildar- einkunn 110. Hæll 14008 frá Hæli 1 í Eystrihrepp (f. Kambur 06022, mf. Hræsingur 98046) stendur í stað í heildar- einkunn en góð afurðageta dætra þar sem efnahlutföll eru áberandi há ásamt því að júgurgerð er gríðar- lega öflug skila honum öflugu mati. Hvað júgurgerð varðar er hannn meðal efstu nauta. Rétt er að hafa í huga að Hæll gefur granna spena. Heildareinkunn 107. Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði (f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010) er hálfbróðir Bárðar 13027 að móðurinni til. Kláus hækkar um 3 stig enda sækir hann styrk sinn í gríðarmikla afurðagetu, góða júgur- og spenagerð og gott skap. Kláus er efstur allra nauta fyrir mjólk- urmagn og nærri toppnum hvað skapið varðar. Heildareinkunn 110. Hnykkur 14029 frá Hlöðum í Hörgársveit (f. Lögur 07047, mf. Stígur 97010) kemur nýr í hóp reyndra nauta. Sú ákvörðun byggir á góðu mati hans fyrir afurðagetu, júgurhreysti og júgurgerð. Hafa þarf í huga að Hnykkur gefur granna spena. Fyrir áhugamenn um liti er Hnykkur spennandi en hann var kol- gráskjöldóttur og gefur því nokkuð af gráum kúm. Heildareinkunn 107. Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum (f. Lögur 07047, mf. Reykur 06040) hækkar um 1 stig. Hans kostir liggja gríðarmikilli af- urðagetu og góðri júgur- og spena- gerð. Fyrir mjólkurmagn deilir hann 3-4 sæti allra nauta. Heildareinkunn 108. Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi (f. Hjarði 06029, mf. Ófeigur 02016) hækkar um heil 4 stig. Svanur er afurða- naut, mikil mjólk með góðum efna- hlutföllum og júgurgerðin er stór- góð. Taka þarf tillit til þess að hann gefur mjög netta spena, bæði stutta og granna auk þess sem dætur hans er fremur lágfættar. Hann stendur með mjög góða heildareinkunn upp á 110. Nautsfeður Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða áfram þeir Jörfi 13011 og Hálfmáni 13022. Nýir í þeim hópi eru Pipar 12007, Ýmir 13051 og Kláus 14031. Hafa verður í huga að nota Ými á kýr með há efnahlutföll í mjólk vegna óhag- stæðs mats hans þar að lútandi. Þessar vikurnar er verið að kaupa nautkálfa undan Bakkusi 12001, Sjarma 12090, Jörfa 13011 og Hálfmána 13022 auk þess sem nokkrir synir Stera 13057 hafa verið keyptir. Sjálfsagt er að til- kynna um syni þessara nauta og nautsmæðra. Nautastöð BÍ Búsnúmer: 2118411 Nafn og nr. Faðir Móðir, uppruni og móðurfaðir M jó lk Fi tu % Pr ót ei n% Af ur ði r Pr ót ei nú th al d Fr jó se m i Fr um ut al a Gæ ða rö ð Sk ro kk ur Jú gu r Sp en ar M ja lti r Sk ap En di ng Ky nb ót ae in ku nn Hæ ð dæ tr a Stólpi 11011* Lykill 02003 Stytta 606, Litla-Ármóti, Flóa Stíll 04041 108 82 94 110 102 108 113 91 94 100 104 91 109 115 108 5,5 Skalli 11023* T Gyllir 03007 Góð 255, Steinnýjarstöðum, Skaga Fontur 98027 113 88 97 111 94 93 105 100 107 105 104 100 117 104 107 5,2 Bakkus 12001* N Ófeigur 02016 Mæja 727, Auðsholti, Hrunamannahreppi Frami 05034 110 97 103 119 103 109 88 116 105 103 97 115 123 116 112 5,4 Pipar 12007* Gyllir 03007 759, Espihóli, Eyjafirði Flói 02029 101 125 118 111 80 92 101 101 105 110 109 113 99 97 106 5,5 Loki 12071 Birtingur 05043 Huppa 356, Bakka, Kjalarnesi Þröstur 00037 106 95 105 115 100 102 90 95 104 114 104 111 93 113 109 5,5 Sjarmi 12090 N Koli 06003 Baula 474, Hrepphólum, Hrunamannahr. Laski 00010 118 90 99 122 90 80 116 118 105 109 122 110 110 117 115 5,4 Dúett 12097 Birtingur 05043 Dúlla 593, Egilsstaðakoti, Flóa Dúllari 07024 100 113 118 113 87 94 96 101 99 103 104 106 94 109 106 5,9 Kakali 13009* Birtingur 05043 Þrenning 466, Engihlíð, Vopnafirði Skurður 02012 107 103 100 108 95 97 120 108 102 109 105 100 91 112 106 5,3 Jörfi 13011 N Birtingur 05043 Gústa 643, Jörfa, Borgarbyggð Skurður 02012 100 115 110 107 106 97 103 103 108 132 109 103 105 119 109 5,8 Víkingur 13017* Birtingur 05043 Duna 390, Syðri-Knarrartungu, Breiðuvík Ingjaldur 04011 118 87 101 118 90 104 101 96 105 103 90 95 105 102 108 5,9 Hálfmáni 13022 N Vindill 05028 Gríma 468, Brjánsstöðum, Grímsnesi Laski 00010 114 122 111 114 87 92 96 110 99 109 112 111 119 106 110 5,8 Bárður 13027 N Baldi 06010 Klaufa 248, Villingadal, Eyjafirði Laski 00010 104 113 107 106 86 97 99 116 102 118 107 100 131 109 108 5,9 Ýmir 13051 Baldi 06010 Slóð 692, Klauf, Eyjafirði Laski 00010 111 98 84 100 85 95 120 121 105 131 111 118 129 110 109 5,5 Steri 13057 T Koli 06003 731, Stóru-Mörk, Eyjafjöllum Aðall 02039 115 116 113 120 87 103 103 95 106 99 111 87 100 110 110 4,9 Lurkur 13084 Kambur 06022 Ófeig 638, Torfum, Eyjafirði Ófeigur 02016 103 105 104 105 111 110 98 112 101 111 97 112 116 107 106 5,5 Brjánn 14002 Vindill 05028 Hekla 250, Brjánsstöðum, Grímsnesi Bambi 08049 116 96 99 110 112 93 89 112 98 101 110 110 123 101 107 5,4 Hæll 14008 Kambur 06022 Skýla 474, Hæli 1, Eystrihrepp Hræsingur 98046 105 115 115 105 103 110 100 99 98 128 99 106 102 102 106 5,3 Skýringar: N: Nautsfaðir T: Tilkynna nautkálfa * Getur gefið hyrnd afkvæmi Kynbótaeinkunn = 0,44*afurðir + 0,08*mjaltir + 0,08*frumutala + 0,08*júgur + 0,08*ending + 0,08*spenar + 0,08*frjósemi + 0,08*skap Afurðir = 0,85*magn mjólkurpróteins + 0,15*prótein% NAUT 2019 - Reynd naut Nautastöðvar BÍ sem fyrirhugað er að nota sæði úr fyrstu mán. ársins 2019 Nýtt kynbótamat með breyttri heildareinkunn Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgripa- rækt mundi@rml.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Pipar 12007 Jöfri 13011 Hálfmáni 13022 Ýmir 13051 Kláus 14031 Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.