Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Page 10
Útsýni eykur lífskraft
og fegurðarskyn
- segir Sveinn Indriðason, fyrrum blómasali
og berklasjúklingur, sem hefur unnið
mikið í baráttumálum öryrkja
“Ég hef alltaf notið góðs útsýnis” segir Sveinn Indriðason, sem
stendur við stofugluggann á heimili sínu að Arskógum 8, þar sem
Esjan og sundin blasa við, og iðandi umferð. “Útsýni eflir
lífskjark og eykur fegurðarskyn,” segir sá sem glímdi við berkla -
og valdi blómasölu að ævistarfi. Víðsýni einkennir líka manninn,
sem hefur ljóðatilvitnanir á hraðbergi - og fylgist vel með púlsi
mannlífsins. “Við hjónin eigum þjóðfélaginu skuld að gjalda, sem
hefur haldið í okkur lífinu. Hvíti dauðinn og gigtin tóku toll af
okkur báðum.” Því gerðist Sveinn formaður Gigtarfélagsins í
átta ár, fulltrúi í svæðismálum öryrkja, formaður
Reykjavíkurdeildar SIBS. Hann er ómyrkur í máli um stöðu
þeirra sem minna mega sín. “Aldraðir og fatlaðir njóta ekki
atvinnuöryggis,” segir sá sem var látinn víkja úr ævistarfinu
63ja ára gamall.
skilaði skuldlausum höfuðstól upp á
tugi milljóna, en var sagt upp fyrir-
varalaust eftir þrjátíu ára starf, án
skýringa. Sárin svíða enn eftir tæpan
áratug.
Prjónarnir tifa hjá húsfreyjunni,
Sigrúnu K. Árnadóttur, á meðan
skyggnst er um í lífssögu Sveins, sem
hún á ekki lítinn þátt í. Sigrún og
Sveinn hafa staðið saman frá fyrstu
samverustundum á Reykjalundi.
Erfið lífsbarátta leiddi þau saman.
“Maður nær aldrei fullu starfsþreki
eftir bardagann við berklana,” segja
þau bæði, en eru sammála um að sú
lífsreynsla hafi gert þau sterkari.
Sveinn er af kyni Dalamanna og
Húnvetninga, fæddur í Gröf í
Breiðuvík, alinn upp á Stóra Kambi,
bæ Björns Breiðvíkingakappa sem
fíflaði húsfreyjuna á Fróðá.
“Eg kem undan Jökli og hef verið
í útsýni alla tíð síðan,”segir Sveinn.
“Þá var Jökullinn bara þama, en hefur
sjálfsagt gefið manni kraft. Sterk ljóð
gáfu mér líka orku. Faðir minn,
Indriði Sveinsson, var alltaf með
lausavísur á hraðbergi eftir snjalla
hagyrðinga, eins og Guðmund
Sveinn
Indriðason
Margar hindranir hafa orðið á
vegi Sveins í lífshlaupinu, en
eins og hann segir: “Alltaf kom
eitthvað til að gefa mér kraft - eða
einhver til að
hjálpa.” Erfiðasti
hjallinn í lífi
Sveins var að
standa frammi
fyrir uppsögn yfir
miðjum aldri.
“Éghefvitaðfólk
deyja vegna
höfnunar í starfi,
en ég lifði þetta
af. Æskudýrkun
þjóðfélagsins
varð mér að falli.
Ég þótti einfald-
lega of gamall
eða heilsuveill. í
því dæmi skipti
ekki máli, hvað
ég hafði lagt af
mörkum til
~” starfsins.”
Sveinn byggði upp Blómamið-
stöðina hf. heildsölu blómabænda,
menntaði sig í markaðsmálum
blómabænda, vann starfið af hugsjón,
Oddný S.
Björgvins
Bergþórsson (uppi á 17. öld) rímna-
skáld sem lifði af skáldskap sínum,
en sagður “visinn” eða lamaður.
Hann var örugglega fyrsti öryrkinn
á Islandi til að ráða sér burðarmann
til að bera sig út í sólina.
Sumt af þessum lausavísum kann
ég enn. Ég er sannfærður um, að
ljóðalærdómur er besta aðferðin til
að varðveita íslenskt mál.”
Sveinn ritstýrði blaði Gigtar-
félagsins um tíma og segist þokka-
legur íslenskumaður, “en Sigrún slær
mér alveg við. Hún gekk í skóla á
Húsavík hjá Friðrik Friðrikssyni og
konu hans Gertrud, sem voru alveg
frábærir kennarar. Hún þýddi við-
stöðulaust greinar úr dönsku og
ensku fyrir blaðið, ég þurfti aldrei að
breyta staf frá henni.
Lífsins hlutavelta
Já, ég kem undan Jökli. Tíu ára
fór ég í farskóla, og er trúlega eini
Islendingurinn sem hefur komist í
háskóla með farskólapróf! Heilsu-
eysi hrjáði mig frá barnæsku, en ég
var svo heppinn að allt í kringum mig
voru hugsjónamenn - talsmenn
menntunar - foreldrar mínir, nágrann-
ar, kennarar, og síðar Oddur Olafsson
yfirlæknir sem ég á mikið að þakka.
Kennari minn í farskóla var
Haraldur Jónsson, Skaftfellingur af
bestu gerð. Hjá honum lærðum við
hljómfögur, íslensk ljóð utanbókar,
eins og Gunnarshólma Jónasar og
Fáka Einars Ben. sem gefa mér kraft
enn í dag.
Ég varð snemma alæta á lesefni
og ófáar bækur lánaði Haraldur mér.
Á titilblaði sumra barnabókarina
stóð: “kveðja, þýðandi,” sem félagar
hans úr kennarastétt höfðu sent
honum.
Eftir farskóla voru fá tækifæri til
10