Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Page 16
Urfórum Friðgeirs Einars:
Um barnið
Sá sem byrgir brunninn áður en barnið dettur ofan í hann byrgir
barnið ofan í brunninum.
Eina ráðið til að ná til barns er að taka barnið sér til fyrirmyndar.
Sá sem gengst við barninu gengst við sjálfum sér.
Rétta leiðin til að ala upp barn er að leyfa barninu að ráða
ferðinni.
Friðgeir Einar Kristjánsson:
Máttur tilfinninganna
Tilfinningar mínar
sá sér
í hugskoti þínu
sem ert í sama andblæ og ég.
Fjarlægð
hún skiptir ekki máli
tíminn
hann stendur kyrr.
Göfugar kenndir
leggja rækt
við hæfileika okkar
frjóvga andann.
Illar hugsanir
berja
tilfinningalíkama okkar
feykja landinu burt.
Bænin
hún lægir ofsann
trúin
hún slekkur þorstann.
Von mín
vex
í hjarta þínu.
Þú mætir mér á miðri leið.
Kærleikur þinn
kviknar
í brjósti mínu
ég faðma þig að mér.
Samhugur
skín
í sálu okkar.
Við eigum samleið.
Vitund
hún er rót frelsis.
sáttfýsin
hún Ijær nýgræðingi líf.
Umhyggja þín
græðir
hjartasárin.
Eyðilandið grær upp.
Einlægni mín
er
mjór vísir.
Jurtin mín dafnar hjá þér.
Látleysið
það kemur blómi í blóma.
Hugprýðin
hún gerir blómi fært að breiða
út fangið.
Bjartsýni þín
myndar
litfagran lystigarð.
Friður og yndi leika í blænum.
Þakkir mínar
framkalla
víðfeðma undraveröld.
Ég elska heiminn og veröldin
brosir við mér.
Samlíf
það hefur aðdráttarafl.
Samheldnin
hún er sjálfur
garðyrkjumeistarinn.
Hlerað í hornum
Helgi litli Tómas sagði móður sinni
að nú ætlaði hann alveg að hætta að
borðanammi. Móðirin tók því vel en
spurði hvers vegna. Sá litli spurði þá
hvort hann væri ekki svolítið feitur og
móðirin kvað nei við - ekkert mjög
en svolítið. Þá sagði sá litli: “Pabbi
er svolítið mikið feitur af því að hann
borðar oft nammi án þess að spyrja
fyrst.”
* * * *
Vinirnir tveir höfðu ekki sést lengi en
nú fór annar í kvöldheimsókn til hins
og í hvert sinn sem húsráðandi bað
konu sína um eitthvað þá var það:
“Elskan mín, yndið mitt, ástin mín,
hjartað mitt o.s.frv.
Þegar eiginkonan var frammi í eldhúsi
fór gesturinn að dást að því hve falleg
gæluorð vinurinn hefði við konu sína
eftir svo marga áratuga sambúð. Hinn
varð mjög vandræðalegur, en sagði
svo: “Ég skal segja þér eitt - ég man
bara ekki hvað hún heitir.”
* * * *
Klerkur einn kvaðst í ræðu sinni á
sunnudegi ætla að tala um lygina
næsta sunnudag. Svo sóknarbörnin
yrðu nú betur undir boðskapinn búin
bað hann þau um að lesa 17.kaflann í
Markúsarguðspjalli.
Næsta sunnudag hóf prestur ræðu sína
á því að biðja þá að rétta upp hönd
sem hefðu Iesið kaflann nr. 17 og
meginþorri kirkjugesta rétti upp hönd.
Þá sagði prestur: “Ja, nú getum við
heldur betur farið að ræða lygina því
kaflarnir í Markúsarguðspjalli eru
bara 16.”
* * * *
A dögunum andaðist mikill athafna-
og dugnaðarmaður af Austfjörðum.
Af honum var sögð sú saga að eitt sinn
er maður kom til að hitta atvinnu-
rekandann þá fann hann hann ekki
inni á skrifstofum, ekki heldur á
síldarplaninu eða bryggjunni. Hann
kvartaði undan þessu við einhvern
verkamanninn sem ansaði rólega:
“Stattu bara kyrr, hann á einhvern
tímann leið hér hjá”.
* * * *
Gamla konan á elliheimilinu var
eitthvað örlítið farin að ruglast í
ríminu þegar hún spurði lækni
heimilisins: “Hvað verður nú gert við
elliheimilið þegar allt gamla fólkið er
dáið?”
16