Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Qupperneq 42
Minning
+ EINAR AÐALSTEINSSON
að hefur sannarlega syrt að í
ranni, sumarið hefur brugðið lit
sínum og ljóma í harmi slegnum hug,
þegar við sjáum nú á bak okkar ein-
læga og trausta samstarfsmanni.
Sviplegt slys í fjarlægu landi hefur
svipt okkur ágætum vini. I andrá
snöggri er öll saga mikils sómamanns,
sem átti svo ótalmargt ógert á akri
sinna mætu áhugamála, á starfsvett-
vangi sínum við hlið okkar einnig.
Eftir sitjum við hljóð og hugur
reikar til ljúfra, liðinna stunda með
hinurn lyndisglaða og prúða félaga
sem Einar var. Hér átti hann handtök
mörg og mæt, mikla og fjölþætta átti
hann þekkinguna, hann skildi manna
best töfra tækninnar og tileinkaði sér
þá, útsjónarsamur, athugull og
úrræðagóður. Til hans var leitað ef
eitthvað fór úr lagi, fumlaust og af
ágætu innsæi kom hann öllu í samt
lag á ný. Verkstjórn hans á vinnustað
var til fyrirmyndar, samviskusamur
og ákveðinn ef því var að skipta og
hlýja hans og hjálpfýsi gerði það að
verkum að undir handleiðslu hans
hlaut mönnum að þykja harla gott að
starfa.
Einar var hugsandi maður og
leitandi, hann vildi laða fram hið besta
í mannssálinni, guðspekin átti hug
hans og var honum mikils virði og
engum kom á óvart þótt hann veldist
þar til forystu fremst.
A vettvangi guðspekinnar átti hann
afar farsæla sögu, enda ágætlega
fróður um öll þau mál og víðlesinn
vel, ritaði margar greinar og var fær
fyrirlesari. Guðspekin var honum
hjartans mál, og öfgaleysi hennar í
eilífri leit hennar að einhverju æðra
og sannara höfðaði mjög til hans.
Fyrir félag sitt var hann verðugur
fulltrúi á erlendum vettvangi og jók
þannig þjóðarhróður.
Einar var maður fremur dulur og
flíkaði ekki mjög innri hug né til-
finningum, en einlægni hans og ágæta
málafylgju mátum við mikils. Og
stutt var í streng góðrar gleði, hann
kunni þá list að henda góðlátlegt
gaman að hlutunum, frásögn hans öll
ljós og lifandi og leiftrandi átti hann
tilsvörin þegar við átti. Smitandi hlát-
ur hans ómar í eyrum í eftirsjá okkar
nú.
Við minnumst með söknuði sárum
hins hjartahlýja drengskaparmanns,
ljúflyndis hans og heillyndis, hversu
góður félagi hann var í dagsins önn
og amstri.
Fyrir vinnustaði Öryrkjabanda-
lagsins er missirinn mikill og ekki
síður öllum þeim er fengu að eiga
hann að í styrkri handleiðslu í starfi,
þar munu menn sakna góðs vinar og
stjórnanda. En sárastur og tilfinnan-
legastur er missir eiginkonu hans og
barna sem og annarra er áttu hann
nánastan. Héðan eru þeim sendar
innilegustu samúðarkveðjur og þess
einlæglega beðið að mætar minningar
um mannkostamann megi létta þeim
þeirra sáru sorg. Örlögin í öllu sínu
óræða víðfeðmi voru Einari vini okk-
ar hugleikin sem og lífsgátan öll í
sínum margbreytileik. Vakandi huga
og leitandi vildi hann fá þar sem
sönnust svör. Örlög grimm hafa nú
bundið enda á ævigöngu þessa önd-
vegisdrengs. Við lútum höfði í
hryggð er við þökkum frábæra fylgd
um árin öll, fylgd sem vörðuð er merl-
andi minningum sem munu varðveitt-
ar í huga okkar.
Blessuð sé björt minning,
Helgi Seljan.
r
Iminningunni er eins og sumir hafi
alltaf verið til. Þannig er það með
Einar Aðalsteinsson, tæknifræðing,
að ég veit hvorki hvenær ég heyrði
hans fyrst getið né man ég hvenær
fundumokkarbarfyrstsaman. Mað-
urinn var einhvem veginn hluti þess
umhverfis sem stóð mér næst hátt á
annan áratug. Við áttum samleið um
tólf ára skeið eða þann tíma sem ég
sat í stjórn Öryrkjabandalags Islands.
Á meðan ég var formaður þess áttum
við mikil og góð samskipti. Einar
veitti þá vinnustofum bandalagsins
forstöðu en hann hafði m.a. átt þátt í
því að öryrkjar fengu störf við há-
tækniiðnað hér á landi. Víða erlendis
inna öryrkjar slík störf af hendi og
hafði Einar jafnan mikinn áhuga á að
kynna sér nýjungar á þessu sviði.
Mér verður stundum hugsað til
þess hversu rangt sé að setja afburða-
menn á ýmsum sviðum í stjómunar-
störf. Hefði Einar kannski betur notið
sín við hönnun. nýsmíðar, og upp-
finningar? Hugur hans stóð til þess
en hann hrjáði tímaskortur sem fleiri.
Einar hafði þann sið að koma til mín
ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði
og skeggræða og bollaleggja um
vinnustofur Öryrkjabandalagsins, en
þær og starfsfólkið bar hann mjög fyr-
irbrjósti. Byggðum viðýmsarskýja-
borgir sem hrundu flestar vegna fjár-
skorts og aðstöðuleysis. Við vomm
hins vegar sannfærðir um að hægt
væri að byggja þær á föstum grunni
ef vilji og aðstaða væru fyrir hendi.
Einar sýndi jafnan á sér nýjar hlið-
ar og fáir ætla ég að þekkt hafi hann
til hlítar nema Anna S. Bjömsdóttir,
ljóðskáld, eiginkona hans og börn
þeirra. Við Einar höfðum þekkst
lengi þegar ég komst að því hversu
mikill hugræktarmaður hann var.
Stúlka nokkur úr austurvegi, sem
unnið hafði að málefnum fatlaðra,
heimsótti okkur eitt sinn hjá Örykja-
bandalaginu og voru henni kynntir
ýmsir þættir starfseminnar. Þegar þau
Einar hittust var undir eins ljóst að
þau höfðu um margt annað að tala en
vinnustaði og bar þá meðal annars
trúarbrögð og mannrækt á góma.
Varð ég þess þá vís að hann var í
stjórn Guðspekifélagsins og síðar
42