Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 47
í DRAUMI ER HANN
ALDREI í HJÓLASTÓL
Ingólfur Örn Birgisson þýddi
ú ímyndar þér sjálfsagt að
heimili Christophers Reeve
líkist sjúkrastofnun eða
meðferðarheimili, þar úi og grúi af
öndunar- og læknistækjum, köplum
og vírum og að
þar angi allt af
sótthreinsuðum
skurðstofutækjum.
En þar ferðu villur
vegar. Ekkert í
stóru einbýlishúsi
kvikmyndaleikar-
ans með frábæru
útsýni við stöðu-
vatn í Bedford í
klukkutíma fjar-
lægð frá New York, gefur vísbend-
ingu um að þar sé heimili manns sem
hefur verið lamaður frá hálsi og niður
úr síðan hann datt af hestbaki fyrir
þremur árum. í slysinu brotnuðu tveir
hryggjarliðir í leikaranum góðkunna,
sem allir þekkja sem Súpermann.
Óbugandi stjarna kvikmyndanna
Við nánari eftirgrennslan, gætir þú
tekið eftir því að dyrakarmurinn hefur
verið víkkaður lítillega og gólfið
aðlagað hjólastólnum hans Christ-
ophers. Stólnum stjórnar hann með
andardrættinum í gegnum rnunn-
stykki. „Ég get ekki gengið meira”,
segir hann, „en það þýðir ekki að ég
geti ekki hreyft mig”.
Christopher Reeve er óbugandi.
Hann er súpermannstjarnan; Boston-
búinn; Minningar dagsins (The Re-
mains of the day) og eftirminnilegur
úr mörgum myndum öðrum. I dag
berst hann hetjulega gegn fötlun sinni
þar sem hann nærist af sjúkrafæði og
endurhæfir líkama sinn í bílskúrnum
sem var breytt í leikfimisal. Og hann
hefur hugleitt tilboð um að endur-
vekja feril sinn á hvíta tjaldinu.
Christopher rifjar upp sársauka-
fullu leiðina til baka í sjálfsævisögu
sinni „Enn ég” eða “Still me”, sem
nýlega var gefin út í Bandaríkjunum.
Þar segir hann frá svartasta skamm-
deginu eftir slysið, hvernig hann
skipulagði endinn á lífi sínu, en
eiginkona hans, Dana, sagði við hann:
„Þú ert ennþá þú og ég elska þig”.
VIÐTAL VIÐ
CHRISTOPHER
REEVE,
FYRRUM
SÚPERMAN SEM
LAMAÐIST í
SLYSI FYRIR
ÞREM ÁRUM
Hjólastól stjórnað með
andardrættinum
Skriftirnar voru einskonar barátta
innan frá, ritjar hann upp í viðtalinu.
Að tala, tekur sinn tíma vegna þess
að stundum hefur hann ekki nóg loft
til að ljúka við setninguna. Varirnar
rnynda orðin en ekkert hljóð heyrist
og hann þarf að bíða eftir næsta
skammti af lofti.
Þessi sífelldi útblástur á lofti
myndar loftþrýsting. Þetta er sárs-
aukafullt og er stöðug áminning til
Christophers um að hann geti ekki
andað án aðstoðar. -Ekki meira en
klukkutíma á dag í öllum tilvikum.
Leiðsla er leidd inn í háls og tengir
hann til frambúðar við öndunarvélina.
Óvænt hljóð hræðir gestinn. Hann
ímyndar sér hið versta, en Christopher
leiðréttir það snögglega með því að
sýna hvað kom upp á. Fjárhagsleg
endurskipulagning á loftstreyminu og
alltsaman verður eðlilegt á ný. Það er
sama með vöðvakrampann sem fer
reglulega um líkama hans.
Hvernig sem öllu er háttað þá
gleymir þú fljótt í hvernig ásigkomu-
lagi hann er, og þar á framkoma Dönu,
konunnar hans, stóran þátt. Þú átt hálft
í hvoru von á að sjá þau í hátíðlegum
samræðum, en í staðinn er Dana að
spyrja Christopher hvað hann vilji fá
í kvöldmat. Þau skipta á milli sjón-
varpsrása um leið og hún segir honum
bæjarslúðrið og spyr hann ráða um
myndina sem hún er að leika í. „Ég
þakka Guði fyrir að líf okkar er aftur
orðið eðlilegt.”
Christopher, hversvegna
skrifaðir þú bókina Enn ég?
“Ég vildi að fólk skildi hvað það
er að lifa með skaddaða mænu. Með
því að segja sögu mína vonast ég
líka til að fólk skilji betur hina
læknisfræðilegu þætti og fái hugrekki
til að skilja það betur, svo þróunin
haldi áfram”
Fannst þér gaman að skrifa
bókina?
,,Það var sársaukafullt en
ástríðunnar virði. I heilt ár var ég að
vinna við þetta verkefni. En ég hafði
ekkert skrifað síðan ég var í
háskólanum fyrir 27 árum síðan,
þannig að þetta var tvöföld áskorun,
bæði líkamleg og vitsmunaleg.”
Hver er boðskapurinn í henni?
„Sumir gætu misskilið orð mín og
daginn eftir færi ég að umorða það
betur, ef mér þætti svo. Og svoleiðis
hefur það gengið í yfir 300 blaðsíður
sem bókin er.”
Hvernig er eðlilegur dagur
í lífi þínu?
Dana: „Má ég svara þessari, Chris?
Ég held það sé auðveldara. Chris
vaknar klukkan átta. Yfirleitt vakna
ég örlítið fyrr til að geta sinnt sex ára
gömlum syni okkar, Will. Hjúkrunar-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Ingólur Örn
Birgisson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS
47