Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 4
FRÁ RITSTJÓRA Síðastliðið vor voru liðin 40 ár frá stofnun Öryrkjabandalags íslands. Fréttabréfið er því helgað afmælinu að nokkru leyti og ber nokkurn keim þess. Arið 1961, þegar Öryrkjabandalag Islands var stofnað, var umhverfi fatlaðra með allt öðrum hætti en nú. Þá voru starfandi hér á landi fá félög sem unnu að málefnum fatlaðra. Elst voru Blindravinafélag íslands, Heyrnarhjálp, S.Í.B.S. og Blindra- félagið. Þessi félög voru stofnuð á árunum 1932-1939. síðan varð nokk- urt hlé á stofnun félaga sem unnu að málefnum fatlaðra. Á árunum 1950- 1960 voru stofnuð Geðverndarfélag Islands, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna, Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra og Félag heyrnarlausra. Sex þessara félaga urðu stofninn að Öryrkja- bandalagi Islands: þrjú styrktarfélög og þrjú félög fatlaðra. Fljótlega Qölgaði félögunum og þegar kom fram á 9. áratug síðustu aldar varð eins og vitundarvakning á meðal ýmissa hópa sem áður höfðu ekki haslað sér völl á vettvangi fatl- aðra. Nú er svo komið að 26 félög eiga aðild að Öryrkjabandalagi Islands og á þeim væntanlega enn eftir að fjölga. Fyrsti formaður Öryrkjabandalags íslands var Oddur Ólafsson, yfir- læknir á Reykjalundi, en hann hafði um árabil beitt sér mjög fyrir úrbót- um öryrkjum til handa. Gegndi hann formannsembættinu til ársins 1967. Þá var sú regla upp tekin að formaður sat einungis tvö ár. Hefur þetta vafalaust veikt Öryrkjabandalagið nokkuð því að menn voru rétt að byrja að kynnast málefnum banda- lagsins þegar þeir létu af störfum. Árið 1983 urðu nokkur þáttaskil í sögu Öryrkjabandalagsins. Þá var Vilhjálmur Vilhjálmsson kosinn for- maður og Oddur Ólafsson varafor- maður. Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, hafði þá gegnt embætti for- manns næstu tvö árin á undan, farsæll og slyngur samningamaður, og urðu Arnþór Helgason Það er bágt til þess að vita að Öryrkjabandalagið skuli þurfa að fara dómstólaleiðina til þess að ná eyrum stjórn- valda. Aður fyrr átti banda- lagið gott samstarf við for- ystumenn ríkisstjórnarinnar en undanfarinn áratug er eins og skort hafi vilja af hálfu ráðamanna til þess að rœða ágreiningsmál þeirra og Öryrkjabandalagsins nokkrar umræður um þetta fyrir- komulag í tengslum við kosningu nýs formanns. Niðurstaðan varð sú að myndað skyldi eins konar fram- kvæmdaráð þar sem sætu formaður, fyrrum formaður, varaformaður, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Lenti undirritaður í þessu nýja fram- kvæmdaráði. Vilhjálmur var ötull formaður og tók sér m.a. fyrir hendur að kanna leiðir til þess að skjóta styrkum stoð- um undir tekjur Öryrkjabandalagsins sem, eins og fram kemur i grein hans hér í blaðinu, var mjög íjárvant. Niðurstaðan varð sú að leita eftir því að Öryrkjabandalagið fengi heimild til þess að starfrækja sérstakt happ- drætti, Lottóið, sem hver maður kannast við. Árið 1985 stóð enn til að kjósa nýjan formann Öryrkjabandalagsins. Einhugur náðist þá um að leggja til að Vilhjálmur sæti tvö ár í viðbót á stóli formanns og samþykkti aðalfundur það einróma. Oddur gaf hins vegar ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður og var því undirritaður kjörinn í hans stað. Eftir að Islensk getspá var stofnuð árið 1986 jukust annir Vilhjálms svo að hann ákvað skömmu fyrir aðal- fund að láta af embætti formanns. Lenti því undirritaður í formanns- stólnum fyrr en áætlað var og var Ólöf Ríkarðsdóttir kjörin varafor- maður um leið. Á þessum aðalfundi tilkynnti Oddur jafnframt að hann gæfi ekki kost á sér sem formaður Hússjóðs Öryrkjabandalagsins en Oddur hafði verið formaður hans frá stofnun 20 árum áður. Lagði ég því til að hann yrði kjörinn heiðursformaður Öryrkjabandalags íslands. Tillagan var samþykkt og var jaínframt áskilið að hann hefði seturétt á stjórnarfund- um og þeim nefndafundum sem hann hefði hug á. Einhvern veginn fór það svo að for- mannstíð undirritaðs varð 7 ár. Skömmu áður en kosinn var nýr for- maður árið 1993 var lögum banda- lagsins breytt og skyldi formaður ekki sitja lengur en 6 ár í senn. Sú lagabreyting hefur að vísu gengið til baka. Það væri ósanngjarnt að geta þess ekki að starfsumhverfi það sem mér var búið sem formanni Öryrkja- bandalagsins var mjög ólíkt því sem forverar mínir höfðu þurft að starfa við. Nú hafði bandalagið fastan tekjustofn og gat því beitt sér öðru- vísi en áður. Svo heppilega vildi til að þaulreyndur þingmaður, Helgi Seljan, var á lausu og var hann ráðinn til starfa sem félagsmálafulltrúi banda- lagsins og ritstjóri fréttabréfs sem stofnað skyldi. Nú hefur Fréttabréfið löngu vaxið frá því að vera fréttabréf og er í rauninni orðið tímarit um málefni fatlaðra. Öryrkjabandalaginu hefur haldist undravel á starfsfólki. Guðmundur Löve var framkvæmdastjóri þess um tuttugu og eins árs skeið. síðan gegndi Ásgerður Ingimarsdóttir stöðu eins konar skrifstofustjóra en árið 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.