Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 5
Fatlaðir, aðstandendur og stuðningsnienn fjölmenntu á Austurvöll. Á
vinnustöðuni og í skólum var gefið frí, en þau Hrafn Sæmundsson og Ásta
B. Þorsteinsdóttir höfðu farið dagana á undan á milli stofnana og
vinnustaða til þess að hvetja fólk til dáða.
1986 var hún ráðin framkvæmda-
stjóri bandalagsins. Gegndi hún því
starfi fram til ársins 1998 er Helgi
Seljan tók við því starfi.
Stofnanir Öryrkjabandalagsins
Árið 1966 var Hússjóður Öryrkja-
bandalagsins stofnaður. Á vegum
hans hafa verið byggðar og keyptar
um 580 íbúðir um allt land og hefur
þessi starfsemi skipt sköpum fyrir
fjölda fólks.
Lögfrœðiráðgjöf Öryrkjabanda-
lags Islands var stofnuð árið 1975 en
þá var Halldór S. Rafnar, lögfræðing-
ur, ráðinn í hlutastarf hjá bandalag-
inu. Halldór hafði orðið blindur
skömmu áður. Hann átti að baki
langa reynslu sem lögfræðingur og
var því bandalaginu dýrmætt að fá
hann til starfa. Síðar tók Jóhann
Pétur Sveinsson, hinn mikli eldhugi
og hugsjónamaður, við þessu starfi
og gegndi því þar til hann lést árið
1994.
Árið 1976 voru Vinnustaðir
Önrkjabandalagsins stofnaðir þegar
sett var á stofn tæknivinnustofan
Örtækni. Síðan bættist við sauma-
stofa árið 1981, Pijónastofan Peysan
árið 1993 og ræstingadeild Vinnu-
staðanna sama ár. I lok 9. áratugarins
hófust afskipti bandalagsins af
málefnum Glits hf. sem enduðu með
því að bandalagið sat uppi með þann
rekstur. Þar hafði nokkur hópur fatl-
aðs starfsfólks unnið árurn santan.
Ekki tókst að skjóta stoðum undir
þann rekstur og var starfsemi fyr-
irtækisins hætt árið 1993.
Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra,
var sett á stofn árið 1987. Undanfari
hennar var Skóli fatlaðra sem Stjórn-
unarfélagið, Rauði krossinn,
Öryrkjabandalagið o.fl. hrundu af
stað sem tilraunaverkefni veturinn
1983. Hefur sú starfsemi löngu sann-
að gildi sitt og er nú stefnt að stofnun
deildar Hringsjár á Akureyri.
Baráttan
Á áttunda og níunda tug síðustu
aldar varð mikil vakning í málefnum
fatlaðra. Alþjóðlegir straumar bárust
þá hingað til lands og fatlað fólk
skynjaði að með bættum kjörum
þjóðarinnar ætti það rétt á sínum
skerfi þjóðarkökunnar. Jafnréttis-
ganga fatlaðra sem farin var haustið
1978 var gríðarlega fjölmenn. Sumir
halda því fram að um 20.000 manns
hafi tekið þátt í þessari aðgerð sem
Magnús Kjartansson, fyrrum ritstjóri
og ráðherra skipulagði að mestu.
Um svipað leyti var farið að huga
að sérstökum lögum um málefni fatl-
aðra. Fyrst voru sett lög um málefni
þroskaheftra árið 1979 en nokkrum
árum síðar voru þau afnumin og við
tóku lögin um málefni fatlaðra. Þá
voru um þetta leyti einnig sett ákvæði
í reglugerð um aðgengi. Nýjar stofn-
anir tóku til starfa sem unnu að end-
urhæfingu og fleira- svo sem Heyrn-
ar- og talmeinastöð ríkisins, Blindra-
bókasafn ísiands, Sjónstöð Islands og
fleiri stofnanir. Farið var í auknum
mæli að flytja fotluð böm út í al-
menna skóla og svo mætti lengi
áfram telja.
Á ári fatlaðra 1981 varð umræða
einnig mikil um málefni fatlaðra og í
kjölfar hennar efldist mjög barátta
fatlaðra fyrir auknum réttindum sín-
um.
Stjórnmálamönnuni sýnt
í tvo heimana
Þegar Framkvæmdasjóður fatlaðra
var stofnaður var honum markaður
sérstakur tekjustofn sem voru tekjur
Erfðaljársjóðs. Frá fyrstu tíð voru
tekjur sjóðsins skertar. Haustið 1986
keyrði þó um þverbak þegar þáver-
andi ríkisstjórn lagði fram fjárlög þar
sem gert var ráð fyrir mun meiri
skerðingu en áður. Gekkst þá
Öryrkjabandalagið fyrir því að stofn-
að var svo kallað Byltingarráð. Ráðið
skipulagði öflugan mótmælafund á
Austurvelli í desember það ár og
skammdegisvöku sem haldin var að
Hótel Borg. Þar var því lýst yfir að
þolinmæði fatlaðra væri á þrotum og
rétt væri að huga að sérstöku fram-
boði. Voru forystumenn Öryrkja-
bandalagsins einhuga í þessari af-
stöðu auk Landssamtakanna Þroska-
hjálpar. Samtök aldraðra komu einn-
ig nærri umræðunni. Árangur þessara
aðgerða var sá að horfið var frá
skerðingaráformum ríkisstjórnar-
innar.
En Öryrkjabandalagið lét ekki þar
við sitja. Skammdegisvakan hafði
sýnt og sannað að Öryrkjabandalagið
og Landssamtökin Þroskahjálp áttu
ýmis sameiginleg hagsmunamál og
var því samstarf þeirra styrkt. Fyrir
kosningar árið eftir var haldin kosn-
ingavaka á Hótel Sögu þar sem for-
ystumenn stjórnmálaflokkanna voru
krafðir svara við ýmsum áleitnum
spurningum. einkum voru húsnæðis-
og kjaramál öryrkjum hugleikin. Af
ýmsum ástæðum var horfið frá fram-
boði að þessu sinni.
í lok 9. áratugarins fór kjarabarátt-
an enn harðnandi. Vegna sífelldra
skerðinga á Framkvæmdasjóði fatl-
aðra tókst ekki að vinna á þeim hús-
næðisvanda sem blasti við fötluðu
fólki og Ijölskyldum þeirra. Þá hófst
ríkisstjórnin handa við að breyta
lögum um almannatryggingar og
þrengdi aö hag lífeyrisþega. Á síðasta
áratug var enn hert á með alls konar
tekjutengingum og hefur svo farið að
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5