Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 7
• •_f
Garðar Sverrisson, formaður OBI:
ÍSLENDINGA SKORTIR
ALM ANNATRY GGINGAR
Um miðbik síðustu aldar höfðu
íslendingar eins og grann-
þjóðir þeirra vaknað til vit-
undar um að fátækt er fjarri því að
vera óhjákvæmilegt hlutskipti hins
fátæka, heldur í langflestum tilvikum
ákvörðuð af samfélaginu og þeim
sem með völdin fara. Ráðamenn
gerðu sér vaxandi grein fyrir því að
fátækt fólk hafði í fæstum tilvikum
unnið til fátæktar sinnar. En jafnvel
þótt svo kynni að virðast í einstaka
tilfelli, bæri okkur engu að síður sam-
félagsleg skylda til að gera hinum
fátæka kleift að taka þátt í samfélag-
inu með okkur.
Sögulegasta sáttin
Það er engin tilviljun að þessi
skilningur á eðli og orsökum fátæktar
skuli hafa borist hingað til lands í
sama mund og réttindalítið verkafólk
hóf að bindast skipulögðum samtök-
um og gera lágmarkskröfu til mann-
sæmandi lífs. Þótt mótspyrnan væri
harðskeytt, mátti hún sín lítils gagn-
vart þeim röksemdum sem fulltrúar
fólksins höfðu fram að færa. Smátt og
smátt tóku íhaldsöflin að skynja sinn
vitjunartíma. Undir lok fimmta ára-
tugarins var svo komið að fulltrúar
þeirra höfðu ekki einungis fallist á
margar mikilvægustu réttarkröfur
alþýðunnar, heldur höfðu þeir að auki
dregið þann lærdóm af baráttu
verkalýðsaflanna að nú viðurkenndu
þeir bæði í orði og verki mikilvægi
öflugra almannatrygginga. Návígi
okkar litla samfélags hafði kennt
þeim að það var þjóðfélaginu dýrt að
njörva fólk niður í vítahring fátæktar.
Þeim fór að skiljast að almannatrygg-
ingar voru hvorki munaður né kostn-
aðarsöm yfirbygging heldur þvert á
móti einn af mikilvægustu horn-
steinum heilbrigðs og trausts hag-
kerfis.
Reynsla grannríkjanna hafði fært
ráðamönnum heim sanninn um að
þeim þjóðum vegnaði best sem báru
gæfu til að treysta þá mikilvægu
innviði sem sterkar almannatrygging-
ar eru hverju þjóðfélagi. Forystu-
mönnum þjóðarinnar, hvar í flokki
sem þeir stóðu, varð ljóst að það
beinlínis “borgaði sig” að uppræta
það kostnaðarsama þjóðfélagsmein
sem fátæktin er. Þannig væru stjórn-
völd ekki aðeins að koma til móts við
siðferðissjónarmið samtímans heldur
GARÐAR SVERRISSON
um leið að styrkja stoðir hagkerfisins
og treysta í sessi þjóðhagslega vel-
nregun.
Ný tegund ráðamanna
Fyrir um þrem áratugum tók hópur
íslenskra skólapilta að gera sig
gildandi með linnulausum árásum á
þá hugmyndafræði sem liggur að
baki velferðarríkinu. Eins og gengur
var almennt litið á kaldhömruð sjón-
armið þessara ungu manna sem frem-
ur saklaus ærsl í ungliðum sem hefðu
takmarkaða þekkingu á lífinu utan
veggja lagadeildar Háskóla íslands.
Með aukinni reynslu og þroska
myndu þeir vitaskuld temja sér
ábyrgari viðhorf. Sagan hefði jú sýnt
að slíkur hafði verið ferill margra
málsmetandi stjórnmálamanna, að
með vaxandi kynnunr af margbreyti-
legum veruleika mannlífsins hefðu
þeir tileinkað sér aukna víðsýni og
umburðarlyndi í stað þess að láta
pólitískar trúarsetningar byrgja sér
sýn franr eftir öllum aldri.
Sá er munurinn á fyrri kynslóðum
ráðamanna og þeirri sem nú um
stundir fer með völd að sú síðar-
nefnda virðist hvorki hafa kynnt sér
að gagni né öðlast fordómalausan
skilning á öllu litrófi þess samfélags
sem hún býr í. Þar við bætist, sem
öllu hörmulegra er, að þessir menn
virðast enn haldnir sömu hugmynd-
um um velferðarríkið og þegar þeir
voru að stíga sín fyrstu spor í ung-
liðapólitík. Gagnstætt forverum
þeirra virðist lífið ekki enn hafa
kennt þeim að einstaklingarnir, þar
með taldir þeir sjálfir, eru ekki að
öllu leyti sinnar eigin gæfu smiðir -
að það er ekki aðeins eigið ágæti sem
sker úr um hvort einstaklingur verður
ráðherra í ríkisstjórn eða öryrki í
heilsuspillandi kjallaraholu.
Umfangsmiklar viðhorfakannanir
hafa staðfest það sem við þóttumst
vita að í afstöðu til almannatrygginga
deila þessir menn ekki skoðunum
með meirihluta þjóðarinnar. í vand-
aðri rannsókn Félagsvísindastofn-
unar Háskóla íslands kemur í ljós að
yfirgnæfandi meirihluti íslensku
þjóðarinnar - 8 af hverjum 10 - vilja
að kjör öryrkja verði bætt, jafnvel
þótt það kostaði lítilsháttar hækkun
skatta, sem vitaskuld væri þó alls
engin nauðsyn þegar um eina
tekjuhæstu þjóð veraldar er að ræða.
Hvað kjör öryrkja snertir ætti því
öllum að vera ljóst að íslensk stjórn-
völd ganga eins þvert á þjóðarviljann
og hugsast getur í einu máli.
En hvernig má slíkt vera? Hvernig
má það vera að í lýðræðisríki sé
gengið svo á svig við siðferðiskennd
þjóðar, og það í jafnveigamiklum
málaflokki sem almannatryggingar
eru?
A byrgð Framsóknarflokksins
Til að svara þessu nægir okkur ekki
að vísa til þeirra einstefnumanna sem
tekist hefur að laða ffam gagnrýnis-
lausa hlýðni, undirgefni og áður
óþekkt hjarðeðli meðal þingmanna
stærsta flokks þjóðarinnar. Því hvað
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7