Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 20
ÞAR MÖRG VAR STUNDIN MÆT Þegar Arnþór ritstjóri Helgason fór þess á leit við mig að hripa niður nokkrar minningar frá starfsárum mínum hjá Öryrkja- bandalaginu þá var mér ljúft og skylt að verða við þeirri frómu bón hans. Þegar ég svo settist við að efna loforðið þá þyrptust að mér minn- ingar, svo mér féllust nokkuð hendur, hvað skyldi taka, hverju sleppa. Vel að merkja eru 13 ár alldrjúgur tími starfsævinnar, en svo skemmti- lega vill til að starfstímabilin i ævi minni eru þrjú, öll á annan tug, það lengsta 18 ár í kennslu og skólastjórn, 16 ár í þingmennsku og svo 13 ár hjá Öryrkjabandalaginu og þó einum mánuði betur. Fólk sér því að það er nokkur sígandi í árafjöldanum og fer víst vel á því. Fyrst að upphafinu, en svo ábyrgð- arlaus var ég gagnvart mínu fólki að hætta þingmennsku án þess að hafa nokkurt starf fast í hendi, þvi víðs ijarri var það mínum huga að ætlast til einhverrar pólitískrar stöðuveit- ingar, hætti enda í óþökk míns flokks og fólksins eystra. Ég var á haust- dögum 1987, ég hætti vorið 1987 á þingi, að vinna fyrir landsfund míns flokks og í miðjum þeim önnum var ég spurður að því, hvort ég vildi gjör- ast starfsmaður Öryrkjabandalagsins og sjá um ýmis félagsmál og hleypa af stokkunum fréttabréfi þess og verða þar með ritstjóri þess. Ég hafði löngum haft mikinn áhuga á þessum málum á þingárum mínum og ég vék þegar í stað til hliðar öðrum tilboðum um starf og sagði án mikillar um- hugsunar já við beiðninni. Það var svo á landsfundinum sjálf- um sem Ólöf Ríkarðsdóttir sagði mér frá samhljóða samþykkt stjórnar Öryrkjabandalagsins um ráðningu mína og einhvern veginn minnir mig að hún hafi sagt að lófatak hafi fylgt, en máske er þar á ferð óskhyggjan ein. Síðar sagði Ásgerður Ingimarsdótt- ir mér frá hlut öðlingsins Odds Ólafs- sonar að ráðningu minni, upphafið var sem sé hans og ætíð verð ég Helgi Seljan Öryrkjabandalagið fól mér ærinn trúnað bœði inn á við og út á við og von mín nú sú, að ég hafi ekki brugðist þeim trúnaði og enn eru tengsl mín við bandalagið ærin og gefandi. Ósk mín œðst því til handa og þeim sem þar ráða ferð er, að þeim megi auðnast að ná árangri íþví hlutverki sem öllu er þar œðra, að skapa öryrkjum á Islandi betri kjör og bjartari lífs- aðstœður. Að því var látlaust unnið, að því er unnið ósleitilega og framtíðarsýnin er réttlátt þjóðfélag samhjálpar og jafn- aðar, þar sem enginn þarf að kvíða morgundeginum vegna kjara sinna, allra sízt þeir sem við örorku búa.. honum þakklátur fyrir það sem og öll kynni kær alla tíð. Ég held eftir á að hyggja að ég hefði ekki getað fundið betra starf huganum kærara og þar á auðvitað hið yndislega samstarfsfólk mitt allt frá þessum tíma sinn ríku- lega hlut, ráðandi í raun. Framkvæmdastjóri bandalagsins, Ásgerður var mér að mjög góðu kunn frá bindindishreyfingunni svo og frá úthlutun styrkja til bifreiða- kaupa, en um hana hélt hún sínum mildu en ákveðnu móðurhöndum svo réttri líkingu sé til skila haldið. Framkvæmdastjóra Hússjóðs, Önnu Ingvarsdóttur, hafði ég hitt og sannast sagna hlakkaði ég til samstarfs við þessar tvær afbragðskonur og svo var Guðríður mín Gísladóttir þama einn- ig með alla afgreiðsluna á sínum traustu herðum. Formanninn, Arnþór Helgason, þekkti ég talsvert sem hinn baráttu- glaða talsmann öryrkja svo og lög- fræðing bandalagsins, sómadrenginn gengna, Jóhann Pétur Sveinsson, ekki síður ötulan i réttindabaráttunni, svo margt var mér kunnugt um bandalag- ið og félög þess frá þeim sem og fleiri góðum og gegnum liðsmönnum, þar sem fremst hafði farið flokkssystir mín, Ólöf Ríkarðsdóttir, sú sem færði mér hin góðu tíðindi um starfið. Öryrkjabandalagið hafði nýlega þá fengið með lögum frá Alþingi hinn dýrmæta tekjustofn sinn, lottóið, sem þeir Oddur Ólafsson og Vilhjálmur B. Vilhjálmsson höfðu með hóglátri ýtni sinni og kappsemi fengið okkur alþingismenn til að samþykkja, þó ekki hefði mig grunað það, er ég fylgdi því máli af mikilli einlægni, að ég væri með því að leggja grunninn að þrettán ára starfsferli mínum. Ég fékk svo að kynnast fleiri starfs- mönnum þandalaginu tengdu eins og Einari Aðalsteinssyni, þeim hug- þekka framkvæmdastjóra Örtækni, sem lézt löngu fyrir aldur fram svo og skólastjóra nýstofnaðrar Starfsþjálf- unar fatlaðra, Guðrúnu Hannesdóttur, sem á þarna hreina afrekssögu ásamt sínu fólki og er auðvitað enn að á fúllu. Og fljótlega fjölgaði í okkar röðum, því ljúflingarnir tveir, Kristín Jóns- dóttir og Helgi Hróðmarsson, voru ráðin í kjölfarið, Kristín hjá Hússjóði og Helgi hjá bandalaginu og hafa til heilla unnið alla tíð. Litlu seinna kom svo enn ein af- bragðsmanneskjan til starfa, hún Ester Adolfsdóttir, sem af leikni og nákvæmni heldur um alla fjárhags- þræði bandalags sem Hússjóðs og gott betur. Gæfa alls þessa starfs var 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.