Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 22
Á landsþingi Sjálfsbjargar á Siglufirði. ég á heimavelli og eitt er a.m.k. víst að kunnugleiki við menn sem málefni kom ekki að sök. Þessi samskipti gátu oft reynt á þolrif manns, því oftar en skyldi mætti manni þekk- ingar- og skilningsleysi, nema um hvoru tveggja væri að ræða, en ánægjuleg dæmi fleiri um erindislok sem unnt var að fagna og vel væri þess vert að halda til haga, þó síðar verði. Kjara- og réttindamál hvers konar voru ævinlega efst á baugi og mörgu þokað til betri vegar vissulega, en þó er í raun skelfilegt, hve hið margumtalaða góðæri, og sem sann- arlega hefur fært mörgum mikið, hefur gengið hjá garði þeirra sem minnst bera úr býtum, jafnvel tekið á sig sérstaka króka til að forðast það að færa réttlátan skerf heim í hlað- varpa þeirra. Þar hefur list prósentu- reikningsins verið óspart iðkuð til að leyna þeim raunveruleika, hve fáar krónur hver prósenta hefur fært í launaumslög öryrkja. En ekki meira um það, en vonandi rennur upp betri réttlætistíð en við höfum upplifað þessi “gullnu” góðærisár. Máske er mér kærastur sá þáttur starfsins sem sneri að einstaklingun- um sem til mín leituðu með sín mörgu og ólíku erindi og þó rétt að taka fram, að erindisefhin voru oftast ekki þau ánægjulegustu. Ég hafði á þingárum mínum fengið mörg slík erindi og var því alls ekki alveg óviðbúinn, en þegar ég lít til baka þá ógna mér þau tilefni sem mér voru kynnt, sú mikla og alvarlega neyð sem alltof oft blasti við og auðvitað alltof oft komið of seint, þegar í hreint óefni var komið og fátt mátti til varnar verða. Það var samt undraoft sem eitthvað var þó unnt að gjöra til úrlausnar og hnika málum til betri vegar og það er ánægjuefni í dag, hve oft maður hittir fólk sem þakkar fyrir þá fyrirgreiðslu og úrlausn sem feng- in var á sinni tíð hjá Öryrkjabanda- laginu eða Hússjóði þess, enda vil ég fullyrða það, að þar á bæjum lögðu allir sig fram sem frekast var unnt til að greiða úr vandræðum fólks og svo er gjört í dag sem allra bezt. Þær samstarfskonur mínar voru oft að stríða mér á öllum kvennafjöld- anum sem að mér sótti og meðal þeirra einhverjir “fastagestir”, sem þær töldu ekki einleikið hve oft kæmu, en svo tók ég saman gesti mína einn dæmigerðan mánuð og þá kom í ljós að karlkynið hafði vinn- inginn, en ég er nú fyrst að ljóstra þessu upp, því mér þóttu þessar elskulegu athugasemdir þeirra vin- kvenna minna ágætar, þær efldu a.m.k. karlmennskuvitund mína eða þannig sko ! Nær hvert erindi kallaði á símtöl eða bréfaskriftir og því gat þetta eðlilega undið upp á sig, en allt átti þetta rétt á sér og oftar en ekki varð af árangur og þá voru það gleði- legustu verkalaunin. Það var hrein undantekning, ef viðkomandi tók ekki vel á erindum okkar, hvort sem það var nú Tryggingastofnun ríkisins, framtalsnefndir eða skattstofur, líf- eyrissjóðir eða félagsmálayfirvöld og ekki má undanskilja ráðuneytin í þessu sambandi. Ég held að sú kurteisisaðferð sem við notuðum með hógværri ákveðni hafi reynzt býsna árangursrík og svo hitt að fullyrða aldrei of mikið, svo oft sem erindin voru lituð af óná- kvæmni eða aðeins önnur hlið máls reifuð og þó voru þau erindi í miklum minnihluta sem slík einkenni höfðu. Það var hins vegar ótrúlegt að hlýða á þær reynslusögur, þau hreinu neyðar- köll sem alltof oft var um að ræða og þá svall manni oft móður í brjósti yfir því félagslega ranglæti sem við blasti í öllu góðærissvallinu. En mest þótti mér þó um vert að kynnast svo vel mörgu mætu fólki og fá liðsinnt þó svo mörgum, fátt held ég ylji meir á ævileið en vita sig hafa komið einhverju góðu til leiðar og ég á Öryrkjabandalaginu mikið að þakka fyrir að gefa mér tækifæri til þessa. Ýmislegt væri líka hægt að segja ffá þessum viðtölum sem fólk gæti brosað að, einkanlega sitthvað sem snerti ótrúlega mikla bersögli fólks, svo oft var óþægilegt undir að sitja, þó eftir á virki það bara broslegt. Einu sinni hringdi í mig kona mikillar mæðu af mörgu tagi og lýsti vanda sínum mörgum orðum og bréfaskiptum við hina ýmsu aðila og svo fór hún að segja frá hremmingum sínum og lauk þeirri frásögn á því að segja mér frá því, að nýbúið væri að fjarlægja móðurlíf hennar. Hún sagði svo í beinu framhaldi, að bezt væri að hún kæmi á minn fund og sýndi mér þetta allt og mun ég hafa orðið frekar fár við, en svo bætti blessuð konan því við, að ég þyrfti að geta lesið öll þessi bréf og þá mun ég hafa gefið henni tíma samdægurs eða svo segja þær vinkonur mínar, sem ég sagði auðvitað frá öllu saman. Ég ætlaði mér aldrei að verða annað en félagsmálafulltrúi og ritstjóri hjá bandalaginu, en það var fyrst og síð- ast “sök” Hauks Þórðarsonar sem for- manns þá, að ég féllst á að vera framkvæmdastjóri í lokin ásamt auð- vitað ritstjórninni. Starfssviðið breyttist þó ekki eins mikið og vænta mátti, svo kunnugur sem ég var öllu og góðu búi í hendur mér skilað, a.m.k. finn ég í endurminningunni engin skörp skil, nema þá að enn meiru varð auðvitað að sinna, þó ýmsu væri líka af mér létt. Megin- áhyggjur mínar tengdust því að fá ekki nægilega vel haldið því góða andrúmslofti eindrægni og samheldni sem hún Ásgerður hafði öðrum frem- ur skapað og vonandi hefur það bæri- lega tekizt. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.