Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 24
AF VETTVANGI GEÐFATLAÐRA
Nýtt afl - nýjar leiðir
Ráðstefna um málefni geðfatlaðra
Dagana 21.-23. maí síðastlið-
inn efndi Klúbburinn Geysir
til ráðstefnu um málefni geð-
fatlaðra. Auk íslendinga sóttu ráð-
stefnuna norrænir fulltrúar og
Bandaríkjamenn, fulltrúar sambæri-
legra klúbba.
Hin svokölluðu “Fountainhouse”
sem þýða mætti sem uppsprettuhús á
íslensku, njóta nú æ
meiri vinsælda víða
um heim. Hefur á
vegum þeirra verið
lyft Grettistaki í mál-
efnum geðfatlaðra.
Klúbburinn Geysir
hélt ráðstefnu sína að
Hótel Geysi í
Haukadal og átti það
vel við. Bæði er
nafnið sameiginlegt
og þar um slóðir
streymir úr jörðu gíf-
urleg orka sem ekki
hefur verið beisluð.
Ekki spillti það fyrir
að veður var eins og
best verður á kosið,
sólskin og breyskju-
hiti.
A mánudeginum og fyrri hluta
þriðjudagsins 22. maí störfuðu vinnu-
hópar. Fjölluðu þeir um ýmislegt sem
brennur á geðfötluðu fólki og
aðstandendum þess. Voru þar m.a.
bornar saman aðstæður á Norður-
löndum og í Bandaríkjunum og mis-
munandi aðferðir við endurhæfingu
geðfatlaðra. Þá var einnig rætt um
umfjöllun íjölmiðla og hvernig snúa
mætti við hinni neikvæðu umræðu
sem oft er viðhöfð um málefni geð-
fatlaðra.
Eftir hádegi 22. maí voru fyrir-
lestrar haldnir sem öllum voru opnir.
Fyrirlesarar voru þau Elín Ebba
Asmundsdóttir, yfiriðjuþjálfi á geð-
deild Landspítala háskólasjúkrahúss
og John Bowish, fyrrum heilbrigðis-
ráðherra Breta.
Ekki er allt sem sýnist
í erindi sínu fjallaði Elín Ebba
Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi um at-
vinnuendurhæfingu geðfatlaðra. í
upphafi erindisins stökk hún upp á
borð og lagði með því áherslu á
viðhorf fólks til þess sem kalla mætti
afbrigðilega hegðun.
Ymislegt í framkomu og hegðun
geðfatlaðra samþykkir samfélagið
ekki. Elin Ebba sagði að það að geta
stundað vinnu, notið tómstunda og
elskað sé tákn heilbrigðis. Þörfin
fyrir að stunda ýmsa iðju er okkur
nauðsynleg og tengist því að lifa af.
Vinna fólks skapar því hlutverk, býr
til ramma um tilveru þess, hefur áhrif
á sjálfsmynd, gefur tekjur og veitir
stöðugleika. Sá sem rnisst hefur
vinnuna veit hvaða áhrif það hefur á
stöðu hans í samfélaginu og lang-
flestir sem stríða við geðsjúkdóma,
hafa misst vinnuna.
Erlendar rannsóknir sýna að 85 af
hverjum 100 geðíotluðum einstakl-
ingum eru án atvinnu. Taldi Elín
Ebba að hið sama ætti við hér á landi.
Ýmsir heilbrigðisstarfsmenn nota
vinnu aðeins í meðferðarskyni en
ekki sem lokatakmark. „Þegar ég
kom hingað um 11-leytið í morgun sá
ég að flestir þátttakendurnir á þessari
ráðstefnu höfðu eitthvert ákveðið
hlutverk. Öllum er nauðsynlegt að
hafa eitthvert hlutverk í lífinu. Vinn-
an eykur sjálfstraust fólks og sjálfs-
álit. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef
verið viðstödd ráðstefnu hér á landi
þar sem neytendur geðheilbrigðis-
þjónustunnar eru þátttakendur í um-
ræðu um sjálfa sig ásamt fagfólki og
stjórnmálamönnum. Ég vona að þetta
sé upphafið að breyttum áherslum og
að í framtíðinni átti
menn sig á að sam-
ræður milli stjórn-
málamanna, fagfólks
og neytenda myndi
nýtt afl til að sigrast á
áður óyfirstíganleg-
um hindrunum.”
Rétturinn til aó
vera öðruvísi en
aðrir.
Allir eiga rétt á
starfi, ekki einungis
þeir sem eru minnst
veikir. Störfin eiga
að miðast við
hæfileika og áhuga
hvers og eins.
Stuðningur skiptir
miklu máli. Stuðningur frá að-
standendum er gífurlega mikilvægur
og hingað til hefur skort eftirfylgni
frá fagfólki. Elín Ebba lagði áherslu á
að menn yrðu að aðlagast fotlun sinni
og að samfélagið yrði að fræðast
meira um geðfötlun. Hún taldi ein-
ungis hægt að ráðast gegn fordómum
með aukinni fræðslu. Fyrir áratug
hefði fólki með geðfötlun verið ráðið
frá því að greina frá sjúkdómi sínum
en sá tími væri vonandi liðinn.
Meginvandi samfélagsins gagnvart
geðfötluðum er krafan um svokallaða
„eðlilega” hegðun. Takmarkið á ekki
að vera að gera fólk „eðlilegt” heldur
leggja áherslu á réttinn til að vera
öðruvísi.
Raunhœfar væntingar
„Oft eru gerð þau mistök að menn
vænta of mikils árangurs í at-
vinnutengdri endurhæfingu. Menn
Styrmir Gunnarsson, Maria Louise og John Bowish.
24