Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 26
veikist öðru hverju. Veikindi henda alla í einni eða annarri mynd. Fleiri sjálfsmorð en umferðarslys John Bowish, fyrrum heilbrigðis- ráðherra Breta, ræddi þá staðreynd að í Bretlandi féllu fleiri fyrir eigin hendi en færust í umferðarslysum. Hann vakti því næst athygli á að búist væri við að árið 2025 ættu 10% jarðarbúa við geðræna sjúkdóma að stríða og gert væri ráð fyrir að þeir yrðu algengari orsök fötl- unar en hjarta- og æða- sjúkdómar. Búast má við því að þriðji til fimmti hver maður þurfi einhvern tíma ævinnar að glíma við geðræn vandamál og helm- ingur okkar þekki einhvern eða eigi ætt- ingja sem verði fyrir barðinu á slíkum sjúkdómum. Því Ögmundur Jónasson stjórnar pallborðsumræðum. hljótum við að óska þess að fyrir hendi sé öflugt heilbrigðiskerfi þar sem hlynnt verði að ættingjum okkar og vinum á mannsæmandi hátt - án fordóma og með virðingu fyrir ein- staklingnum að leiðarljósi. Sérhver stjómmálamaður verður að gera sér grein fyrir því að hann getur orðið fórnarlamb geðrænna sjúkdóma. Því er nauðsynlegt að byggja upp þríþætt kerfi forvarna, meðhöndlunar og endurhæfingar þar sem tengd verði saman sú þjónusta sem einstaklingur þarf á að halda. Þarf fólk að fremja sjálfsmoró til þess að þoka málum áleiðis? Stjórnmálamenn hafa hingað til ekki haft mikinn áhuga á geðheil- brigðismálum; þeir eru uppteknari af hversdagslegri hlutum svo sem flóð- um, styrjöldum, stórslysum, eyðnifar- aldrinum o. s. frv. John Bowish hélt því fram að í Bret- landi hefðu meiri framfarir orðið í mál- um geðsjúkra en mörg undanfarin ár þegar maður kastaði sér fyr- ir ljón í dýragarðinum í Lundúnum og annar stakk vegfaranda til bana í jarðlestastöð. Þessir tveir atburðir urðu til þess að meira fé var veitt til geðheil- brigðismála. En traust almennings á þjónust- unni beið hnekki og fordómar urðu til þess að fólk dró í efa mannúðlegri aðferðir en áður höfðu tíðkast. Sem ráðherra sagðist John Bowish stundum hafa fært rök fyrir auknum útgjöldum til geðheilbrigðismála með því að benda á afleiðingar óbreyttra útgjalda þrátt fyrir versnandi ástand. Þau rök taldi hann oft duga betur en umræður um kosti endurhæfingar og fræðslu; erfitt væri að nefna ákveðnar tölur um árangur eða hagnað í því sambandi en staðreyndir væru oft hið eina sem stjómmálamenn skildu. Megin rök gegn útgjöldum til heil- brigðismála er kostnaður vegna fleira starfsfólks, fleiri sjúkrahúsa o. s. frv. Blaðamenn á hinn bóginn taka oft mið af öfgunum á sviði heilbrigðis- mála sem kalla á sterk viðbrögð al- mennings. Slík viðbrögð beinast gegn mannúðlegum aðferðum. John Bowish benti á að ef fleiri borðuðu hollan mat og stunduðu einhvers konar heilsurækt, færri reyktu, drykkju eða stund- uðu ofát myndi dauðsföllum af völd- um hjartasjúkdóma fækka og hjúkrunar- kostnaður minnka; hið sama væri upp á teningnum á fleiri sviðum: minni öku- hraði myndi leiða til færri umferðarslysa og örkumla, sveigj- anlegri vinnutími, rétt starfsmanna- stefna og aðstoð við fjölskyldur í vanda myndi draga úr lík- unum á því að fólk yrði geðrænum Hættum að telja eingöngu upp mistökin Sjúklingar eru oft spurðir hvað hafi farið úrskeiðis í starfi þeirra. í stað- inn ætti að spyrja þá hvers virði fyrra starf hafi verið og hvað hafi gengið einna best. Nauðsyn- legt er að huga að getu og löngunum sjúklinganna þegar hugað er að starfsvali. Að lokum drap hún á nauðsyn opin- skárrar umræðu um vanda þess sem stríðir við geðræn vandamál, sam- starfsfólk þarf að þekkja til aukaverk- ana lyfja sem geta virkað truflandi eins og aukna þörf fyrir vökva, eins mismunandi túlkun fólks á hvað eru persónulegar samræður og hvað dæg- urþras. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir vandræði sem geta orðið vegna samskipta við aðra starfsmenn á vinnustað. Vinnuhópur að störfum. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.