Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 36
KERTAVERKSMIÐJAN HEIMAEY Lifandi Ijós Þegar ég var barn heimsótti ég oft ömmu mína og langömmu, en þær bjuggu saman í Skuld í Vestmanna- eyjum. Langamma eða amma litla, eins og við kölluðum hana, hafði gjarnan kveikt á kerti á borðinu þótt hábjartur dagur væri. Ég, pottorm- urinn, vildi gjarnan eiga við ljósið. „Þú mátt ekki kvelja ljósið”, sagði langamma þá. Síðan hefur kertaljós ætíð verið mér sem lifandi ljós enda kalla margir kertaljósin þessu nafni. „Mér finnst koma kuldi frá þessu ljósi”, sagði gömul kona í Vest- mannaeyjum þegar fyrst var kveikt á rafmagnsljósum í kaupstaðnum fyrir hart nær heilli öld. En nú eru raf- magnsljósin á hverju heimili og vinnustað landsins og langflestir geta ekki án þeirra verið. Kertaljós og klœðin rauð Fyrir jólin syngja flestir um kerti og spil, kerti koma fyrir í sálmum, alls kyns söngvum um Grýlu, jólagjafir og þjóðsögum þar sem Jesúbarnið eða jólin koma við sögu. í íslenskum bókmenntum frá síðustu öld er öðru hverju talað um tólgarkerti og erlend, lituð kerti sem þóttu hæfileg til þess að skreyta með híbýli á jólum. Elsta heimild sem ég hef séð um kerti er í Harðarsögu og Hólmverja, en þeir fóstbræður, Hörður og Geir, þurftu vax til þess að lýsa sér í haug Sóta víkings og varð ljósið draugnum of- viða. Þannig er það með kertin. Þegar menn vilja eiga kyrrðarstund eða skapa hjá sér hátíðarblæ er gripið til kertanna. Þau eru því orðin jafn- ómissandi og áður þótt í annarri mynd sé. Mig hafði lengi langað til að skoða hvemig kerti væm gerð. Ég vissi að hér á landi höfðu starfað kerta- verksmiðjur frá því í byrjun síðustu aldar. Ég mundi einnig eftir tveimur vernduðum vinnustöðum sem fram- leiddu kerti - Sólheimum í Grímsnesi og Kertaverksmiðjunni Heimaey. Ég hafði hins vegar aldrei gert mér erindi til að skoða kertaverksmiðjuna í Vest- Sveinn Pálmason, verkstjóri, hefur unnið í Kertaverksmiðjunni Heimaey frá árinu 1993. Ljósmyndir: Elín Arnadóttir mannaeyjum þótt ég ætti stundum erindi til Eyja. En nú knúði ritstjórinn í mér áhugamanninn til þess að líta inn í verksmiðjuna. Við Elín Arna- dóttir, ljósmyndari heimsóknarinnar, mæltum okkur því mót við nýráðinn Við erum mjög stolt of okkar kristaltæra loga, sem brennur hljóðlega og fallega. Við notum aðeins bestu fáanlegu hráefni. framkvæmdastjóra, Jóhönnu Hauks- dóttur og samstarfsfólk hennar. Einangrunin veldur vandrœðum Sveinn Pálmason, verkstjóri, hefur unnið í kertaverksmiðjunni síðan 1993. Hann sér um að stjórna fram- leiðslunni og raða fólki til starfa. „Við framleiðum alls konar kerti. Við höfum sárafá hliðarverkefni. Auk kertanna setjum við saman hina sívinsælu ælubakka fyrir Herjólf. Áður saumuðum við talsvert af pok- um undir skreið en nú er skreiðar- vinnslu nær alveg hætt í Eyjum. Mér skilst að það litla af hausum sem er framleitt sé sent upp á land. Það verður að segjast eins og er að ein- Jóhanna Hauksdóttir, forstöðu- maður Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar. angrunin gerir okkur erfitt hérna í Eyjum. í Reykjavík geta verndaðir vinnustaðir fengið ýmiss konar pökk- unarverkefni en því er ekki að heilsa hér.” Vandað handbragð Þegar forvitnast er um kertafram- leiðsluna er okkur réttur lítill og skemmtilegur kynningarbæklingur um kertaverksmiðjuna. Þar kemur m. a. fram að kertin í Kertaverksmiðj- unni Heimaey eru gegnumlituð. Þau eru framleidd eftir gömlum hefðum handverksmanna og því mjög vand- lega unnin. Þau eru til í ótal litum. Þessir fallegu litir eru mjög nákvæm- lega þróaðir undir ströngu gæðaeftir- liti. Vaxið, parafínið og gerð kveiks- ins hefur verið vandlega samlagað til að fá sem lengstan brennslutíma og sem bestan loga. „Við erum mjög stolt of okkar kristaltæra loga, sem brennur hljóðlega og fallega. Við not- um aðeins bestu fáanlegu hráefni.” Kertin eru framleidd í tölvustýrðri dýfingarvél. Kveikurinn er þræddur á sérstakar grindur sem er dýft ofan í vaxið. Framleidd eru 1032 kerti í senn og eftir rúman klukkutíma hafa þau náð réttri stærð. Þá eru grind- urnar teknar af vélinni og kertin látin kólna. Sveinn tjáði okkur að hráefnið kæmi yfirleitt frá Danmörku, en vaxið er þýskt. Eitt sinn var reynt að 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.