Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 37
Grindur úr dýfingarvél. Kertin eru ekki steypt heldur er kveiknum dýft í pott þar sem vaxið kraumar. Síðan eru kertin þurrkuð og snyrt til. nota kínverskt vax en það gaf ekki jafngóða raun og hið þýska. - Nú eru Heimaeyjarkertin þekkt fyrir að renna lítið. Hver er galdurinn á bak við þetta? „í sambandi við bruna kertanna virðast dýfðu kertin korna betur út en kerti sem eru steypt. Það þarf að blanda vax, parafín og litarefni í rétt- um hlutföllum; auk þessa hefur kveikurinn mikið að segja. Við vorum með talsvert af steyptum kertum en nú erum við að framleiða einstök kerti fyrir kirkjur sem eru steypt og píramíðakerti sem voru um tíma mjög vinsæl.” Sveinn réttir mér píramíðakerti með skemmtilegri áferð. Hann segir að yfirborð kertanna sé burstað. Einnig eru þau framleidd með sléttri áferð eða hraunaðri. Mótin fyrir þessi kerti eru gerð í vélsmiðjunni Þór í Vest- mannaeyjum Þroskaþjálfi með myndlistarmenntun Þetta var fyrsti dagurinn hennar Jóhönnu Hauksdóttur í starfi for- stöðumanns kertaverksmi ðj unnar. Hún hefur unnið um árabil að þjón- ustu við börn en fyrir nokkrum árum fór hún í myndlistarnám og er nú nýflutt til Eyja eftir 19 ára ijarveru. „Þetta er fyrsti starfsdagurinn minn og þess vegna er ég dálítið græn”, segir hún, “en ég vona að starfs- reynsla mín á öðrum vettvangi nýtist í þessu starfi. Mér líst mjög vel á aðstöðuna hérna, andrúmsloftið er gott og ég hlakka til að takast á við verkefni framtíðarinnar.” Þá langar mig að forvitnast um starfsfólkið. „Hér starfa mjög ólíkir einstakling- ar, bæði fólk með talsverða starfsgetu og aðrir sem hafa minni starfsgetu. Meirihluti starfsmanna er með ein- hverja þroskahömlun. Fatlaðir starfs- menn eru allir í hlutastarfi frá 20 upp í 50%. I kertaverksmiðjunni eru 10 heil stöðugildi fyrir fatlaða og 3,25 vegna stjórnunar.” Úr sögu Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar Árið 1980 var ákveðið að koma á stofn vernduðum vinnustað í Vest- mannaeyjum. Þeir sem að því stóðu voru: Sjálfsbjörg Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjadeild S.Í.B.S., Vest- mannaeyjadeild Rauða kross íslands, Þroskahjálp Vestmannaeyjum, Vest- mannaeyjabær, verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum og Vinnuveitenda- félag Vestmannaeyja. í júlí 1981 á alþjóðaári fatlaðra var fyrsta skóflustungan tekin og var það Jón Karlsson sem það gerði og hófust byggingaframkvæmdir strax í kjöl- farið. Byggingin var fjármögnuð af stofnaðilum og hinu opinbera auk útgerðarfyrirtækja, ýmissa félaga- samtaka og einstaklinga. Kertaverksmiðjan Heimaey tók til starfa 6. september 1984. í upphafi unnu þar 6-10 manns, en það byggð- ist þó á sölu afurða hve margir unnu á staðnum og oft voru langir biðlistar eftir störfum. Með aukinni markaðs- setningu og söluátaki hefur starf- semin eflst og fjölbreytni í fram- leiðslu aukist. Um þessar mundir starfar 21 einstaklingur með fotlun hjá verksmiðjunni og biðlistar eru nærri tæmdir. Hvað er verndaður vinnustaður? Verndaður vinnustaður nefnist sú Kertunum er pakkað strax að lokinni framleiðslu til þess að þau brotni síður. Kertin eru burstuð með sérstökum vírburstum til þess að fá fram kornótta áferð. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.