Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 42
Hringsjá Útskrift vorið 2001 Ágœtu nemendur, sam- starfsfólk, stjórnarmenn og aðrir góðir gestir ildur vetur er að baki, sumar í nánd, og komið að því að fagna, ekki aðeins sumri, heldur einnig árangri erfiðis- ins, vinnu vetrarins. Fjórtánda starfsári er nú að ljúka, því sjötta hér í Hring- sjá. Tíminn flýgur svo sann- arlega hratt. Fuglasöngur og morgunsól vakti okkur í vorönnunum og hefur jafnvel smogið inn í svefn prófþreyttra nemenda og gefið fyrirheit um sólríkt sumarfrí. Smá kuldahret síðustu daga hefur sjálfsagt aðeins aukið þrána eftir sumrinu. Hér hefur margt á dagana drijið í vetur sem endranœr Nýr hópur 17 nemenda kom inn í janúar, einn þeirra slóst í hóp annarrar annar og nú lýkur vetri þannig, að alls luku 38 vorönn þar af 35 í reglulegri dagskrá starfs- þjálfunarinnar og 3 í stöku grein. 15 luku fyrstu önn, 12 annarri önn og 8 útskrifast hér í dag að loknu fullu þriggja anna námi. Þá munu alls 197 nemendur hafa útskrifast með þessum formlega hætti frá upphafi. Og 273 lokið a.m.k. einni önn. Vetrarstarfið hefur að mestu verið venjubundið, lært og unnið ötullega í hinum hefðbundnu greinum, meðal þeirra teljast nú bæði leikræn tjáning og myndlist sem upphaf áttu á námskeiðum Tyllidaga. Þeir voru nú sem fyrr haldnir á vorönn og þá vikið frá vanabundnum störfum. Hæst ber rútuferð með tilheyrandi ijöldasöng, þar sem haldið var austur að Nesja- völlum, við fengum skemmtilega kynningu á virkjun gufuafls og sögu Hitaveitunnar. Síðan var farið að Ölfushóli þar sem stigið var á hestbak og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sprett úr spori við mikinn Frá útskrift 18. maí síðastliðinn. fögnuð. Aðra daga var litið inn á Listasafn íslands. Dansað, spilað og keppt í keilu. I lok Tyllidaga var haldin árshátíð, þar áttum við góða stund við söng og dans og nemendur gerðu kennara óspart að athlægi í ýmsum leikjum, en síðast en ekki síst var happdrætti, sem lengi verður í minnum haft svo veglega var að því staðið og vinn- ingar glæsilegir. Hafið þökk fyrir góða skemmtun nemendur góðir. í ljósi þess hve Tyllidagar þykja oft takast vel og vera skemmtileg leið til að kynnast á annan hátt en yfir daglegu puði, þá ættum við að stefna að einhverju slíku einnig á haustönn. Atvinnurekstur nemenda er liður í starfinu Að áliðinni haustönn tóku þau, sem nú eru að útskrifast, við rekstri Bitabæjar, frábærar kleinurnar þeirra verða lengi í minnum hafðar. Fljótlega á vorönn létu þau svo annarri önn reksturinn eftir og reka þau nú Kaffi- húsið, eins og þau kjósa að nefna það, við góðan orðstír, hugmyndaflug í sölu- og eldamennsku, góða sam- vinnu og þrautseigju í störf- unum. En sem fyrr er það ekki tekið út með sældinni einni, heldur kostar mikla vinnu, blóð, svita og tár mætti kannski segja. Þarna reynir á marga þætti auk samvinnu eins og skipulag, ábyrgð og úthald. Fréttaþjálfinn sá dagsins ljós á Netinu nú í maí. Það er blaðaútgáfa nemenda þriðju annar. Veglegt blað og ber gott vitni þeim sem það hafa unnið, þau geta verið stolt af þessu blaði. Heimasíðugerð hefur bæst á námsskrána og gaman var að fylgjast með þeim áhuga og ánægju er ríkti við netsmíðina. Surnir fundu þarna jafnvel sitt sterka svið. Listrœnir nemendur Víða má sjá afrakstur myndlistar- iðkunar nemenda hér um húsið og sjá má að listfengið er mikið. Til stendur að halda stutt námskeið, samþætt leiklist og myndlist fyrir nemendur með leiðsögn Gígju og Sólveigar í byrjun júni. Þetta er til viðbótar iðkun þessara greina yfir veturinn. Tilefnið er að “Menningardagar í Túnfæti” verða haldnir dagana 8. - 15. júní. Þá munum við verða með opið hús þann 11. júní, kynna starfsemi Hringsjár og bjóða gestum að njóta listarinnar með okkur. Auk þess sem Kaffihúsið verður rekið og það vonandi úti í sól- skininu. Eg vil hvetja alla til að njóta þessara daga með okkur hér í Hátúni 10 og 12, en hátíðin verður sett, eins og fyrr segir þann 8. júní. Þann 18. maí síðastliðinn, á sólríkum föstudegi, útskrifuðust 8 nemendur af þriðju önn Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra. I miðri útskriftarræðu skólastjórans, Guðrúnar Hannesdóttur, varð þeysidögg svo að um sinn mátti vart heyra orð Guðrúnar. En brátt skein sólin í heiði á ný og allir greindu orðaskil. Skólastjóranum fipaðist alls ekki heldur hafði orð á því að um gróðurskúr vœri að ræða, táknræna fyrir daginn og tilefni hans. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.