Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 44
Vegvísir, myndverk eftir nemendur fyrstu annar í Hringsjá, sérstaklega
unnið fyrir menningarhátíðina “I túnfætinum”.
Myndir: Hartmann Guðmundsson
auðvitað má heldur ekki fara sér
óðslega með svo dýran málm, við
þurfum að umgangast auðlindir af
varkárni.
En ef til vill er þetta gull einmitt
haldbesta veganestið til framtíðar. í
Hringsjá getum við fært ykkur
tækin, tæknina, stuðlað að færni
ykkar, skapað skilyrðin. En trúin á
ykkur sjálf, þann mann sem þið
hafið að geyma og það sem þið
hafið fram að færa, auðvitað af
fullu raunsæi, er nauðsynlegt svo
allt hitt komi að einhverju gagni.
Hver og einn hefur unnið
simt sigur
Eg veit að prófálag reynist sumum
erfitt, en ég segi það enn og aftur að
þið hafið öll staðið ykkur sem hetjur
á einn eða annan veg og unnið ykkar
einkasigra smáa og stóra. Þegar þið
fáið einkunnir ykkar vil ég biðja
ykkur að hafa í huga að þær eru
enginn algildur mælikvarði og segja
einar sér langt frá því alla söguna. Þið
vitið best sjálf hvað þið hafið lagt af
mörkum, hvað hefur áunnist og hvað
má bæta.
C einkunn hjá einum getur þýtt meiri
sigur en A einkunn hjá öðrum.
Nemendur
á fyrstu önn
Þið hafið unnið af aðdáunarverðum
krafti þessa önn, vinnusemin stund-
um svo mikil að við lá að þyrfti að
reka ykkur sum frá bókum og tölvum
og segja eins og við börnin: “farið nú
út að leika ykkur”.
Róðurinn hefur ekki alltaf verið
auðveldur enda eðlilegt að þurfa á sig
að leggja til að ná settu marki. Þið
hafið tekið hressilegan sprett og
unnið áfangasigur. Við hlökkum til
frekari samvinnu á næsta spretti í
haust.
Nemendur
annarrar annar
Þið hafið unnið vel og af miklum
metnaði, en þó oftast lítillæti. Góður
hópur sem frábært hefur verið að
fylgjast með dafna og blómstra, hver
á sinn hátt. En það hefur ekki alltaf
blásið byrlega og stormurinn stund-
um í fangið. Þið haldið ótrauð áfram
og sigrist á hverri þraut og reynist
hvert öðru vel. Það verður gaman að
hitta ykkur aftur næsta haust og
hvetja ykkur hressilega og styðja á
lokasprettinum, þið getið jafnvel enn
betur. Nemendur fyrstu og annarrar
annar, þið eruð svo boðuð til leiks á
ný í haust og munuð þá aðstoða okk-
ur við að taka á móti nýgræðingnum,
sem þörf mun hafa fyrir reynslu
ykkar og stuðning. Listi 70 umsækj-
enda bíður nú afgreiðslu fyrir inntöku
á haustönn! Rúm verður fyrir í hæsta
lagi 16 nýja nemendur, svo hér er
erfitt verk fyrir höndum næstu daga.
Þá eruð það þið, ágœtu þriðju
annar nemendur og útskriftaraðall
Nú er komið að því að senda ykkur
héðan úr garði. Þið hafið verið á
margan hátt innbyrðis ólík og því á
stundum erfiður hópur við að eiga.
En um leið yndislegir einstaklingar
með sterka samkennd og góðan
stuðning hver annars, þegar á þarf að
halda. Og varanleg vinabönd hafa
verið bundin. Þið hafið mörg fengið
stóran skerf af erfiðum þrautum að
glíma við en unnið ykkar sigra hvern
af öðrum.
Eg þakka ykkur samveruna, mér
eru minnisstæðar þær stundir er ég
hef fengið að kynnast gullinu sem í
ykkur býr. Á þessari stiklu verður
viðdvöl ykkar ekki lengri. Vonandi
reynist veganestið ykkur haldbært og
notadrjúgt. Þið vitið að þið eigið
okkur áfram að, þótt útskrift sé lokið.
Marín mun kalla ykkur saman til
fundar í haust og alltaf munuð þið
velkomin.
Eg vona að ykkur vegni vel í hverju
því sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Við sendum ykkur úr garði með ósk
um bjarta framtíð.
Guðrún Hannesdóttir.
44