Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 46
HLJÓÐBÓK FRAMTÍÐARINNAR Blindrabókasafn íslands er ríkis- stofnun sem hefur það lögskipaða hlutverk að sjá blind- um, sjónskertum og öðrum þeim sem ekki geta fært sér hefð- bundið lestur í nyt, fyr- ir alhliða bókasafns- þjónustu. Safnið þjónar nokkur þúsund ein- staklingum á ári auk þess sem lánað er til fjölda stofnana (bóka- safna, sjúkrahúsa, elli- heimila o.s.frv.). Stærstur hluti lánþega er eldra fólk en stór hluti er námsmenn; blindir, sjón- skertir og lesblindir. Námsmenn eru forgangshópur í starfsemi safnsins og þjónustan við þennan hóp er mjög stór hluti af starfsemi þess. A safninu er framleitt nær allt það efni sem lánað er út. Hin prentaða bók er þá sett á það form sem talið er henta lánþeganum. Framleiddar eru hljóð- bækur auk bóka á blindraletri. Hljóð- bókunum er að langmestu leyti dreift sem hljóðsnældum. Þetta er í samræmi við útlán allra stofnana af sama tagi sem ég þekki til á Norðurlöndum og eru okkar nánustu samstarfsaðilar. Því er ekki að leyna að nokkur þrýstingur er frá lánþegum okkar um að dreifa bókunum sem geisladiskum. Auðséð er að hljóð- snælduformið verður ekki framtíðar- miðill en hver er staðan í sambandi við geisladiska? Það hefur ýmislegt verið fundið að geisladisknum sem framtíðarmiðli allt frá því að hann kom fram. Hvað varðar hann sem miðil fyrir hljóðbók- ina má segja að takmarkað geymslu- rými hans sé einn ókostur en annar er sá að hann hefur ekki þótt bjóða upp á nægilega möguleika til þess að “fletta” í bókinni á einfaldan hátt. Stóra kosti verður aftur að nefna, t.d. að segja má að flestir eigi geislaspilara og þeir eru til mjög handhægir. Mark- aðssetning hans sem staðals hefur tek- ist mjög vel. Því má spyrja af hverju hljóð- bókasöfn um allan heim hafi tekið honum svo fálega. Svarið held ég að sé fólgið í því að menn hafa viljað horfa til lengri framtíðar því tæknin býður svo sannarlega upp á betri kosti til að framreiða efni hljóðbóka. Blindrabókasafnið hefur nú veðjað á framtíðarkost sem er svokallaðar DAISY- bækur. Safnið hefur tekið þátt í þróun- arstarfi um nokkurra ára skeið. Hér á eftir mun ég reyna að gera grein fyrir því hvernig DAISY bókarformið er hugsað og ræða lítillega kosti, galla og framtíðarmöguleika þess og að auki reyna að gera nokkra grein fyrir fýrir- ætlunum okkar hér á Blindrabókasafni íslands. Eins og sakir standa eru DAISY- bækur fýrst og fremst hljóðbækur sem hægt er að lesa með þar til gerðum forritum í Windows umhverfi eða í sérhönnuðum spilurum og þeim er dreift á geisladiskum. Helsti munurinn á DAISY-bók og hljóðbók á snældu eða “venjulegum” geisladiski er sá að hægt er umgangast bókina á svipaðan hátt og prentgrip. Lesandinn getur t.d. byrjað að lesa á blaðsíðu 293, ráðið lestrarhraða, stokkið úr nafnaskrá yfir í ákveðinn kafla, hlustað eingöngu á aðalfyrirsagnir, merkt staði í bókinni og svo framvegis. Aðalatriði er sem- sagt að herma má byggingu bókarinn- ar sem lesin er að miklu leyti. Annað er að með sífellt betri tækni til að “þjappa” hljóðskrám má koma fyrir allt að 50 klst af lesnu efni á einum geisladiski. Til samanburðar má nefna að á hljóðsnældurnar sem við notum hér á Blindrabókasafninu má koma fyrir einni og hálfri klst. og á venjulegan geisladisk 114 til 120 mínútum. Nefna verður að þetta er há- mark og hljóðgæði eru verulega farin að versna þegar svona langt er gengið í að þjappa. Það er auðsætt að þessir möguleikar skipta miklu máli þegar verið er að lesa flóknar bækur. A Blindrabóka- safninu hafa eins og er aðeins verið lesnar námsbækur þar sem kostir DAISY eru ótvíræðir. Það er markmið safnsins að öllum námsbókum sem lesnar verða í vetrar- lok 2001-2002 verði dreift sem DAISY-bókum. Þá er þegar byrjað að gera tilraunir með að færa eldra náms- efni yfir á DAISY-form. Eins og er hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær eigi að byrja á að dreifa al- mennum bókum sem DAISY-bókum, hvort boðið verði upp á bækur bæði á DAISY-formi og á hljóðsnældum. Það land sem við horfum helst til í sambandi við framtíð hljóðbók- arinnar er Svíþjóð. Nú í haust reikna Svíar með að yfirtaka DAISY-hljóð- bókarinnar verði komin á góðan skrið. í júlí á þessu ári voru meira en 3.300 titlar tilbúnir til útláns. Nýjar bækur verða lesnar sem DAISY-bækur og þó hægt verði að fá bækurnar áfram sem hljóðsnældur er lengri biðtími eftir þeim enda eru þær framleiddar eftir á. Stefnan þar er að DAISY-bækumar ryðji hinum smátt og smátt írá. Þá ákvörðun emm við ekki tilbúin að taka strax, segja má þó að við horfum vonaraugum til tilraunar Svía og gangi hún vel munum við fylgja eftir. En þó við horfum sérstaklega til reynslu Svía er ýmislegt að gerast annars staðar. Japanir hafa framleitt um 10.000 titla á DAISY-formi, NLS (National Library Service) í Bandaríkjunum tekur þátt í þróunarvinnu og bundnar em miklar vonir við að þar verði DAISY staðallinn þeirra val. Meðal annarra landa sem taka þátt í þróun- arstarfinu eru Ástralía, Nýja Sjáland, Kanada, Holland, Þýskaland, Bret- land, Spánn, Sviss, Noregur, Dan- mörk, Finnland, Singapúr og Kól- umbía. Segja má að þær DAISY-bækur sem framleiddar eru í dag séu af annarri kynslóð DAISY-bóka. Grunnhug- myndin kemur frá Sviþjóð þar sem þegar árið 1988 var farið að vinna gmnnvinnu við þróun hljóðbóka fyrir framtíðina. Tvennt sáu menn fljótt. Einar Hrafnsson, starfs- maður Blindrabókasafns Islands. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.