Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 48
Nýr framkvœmdastjóri
Styrktarfélags vangefinna
Nýlega tók Þóra Margrét
Þórarinsdóttir, land- og
rekstrarfræðingur við stöðu
framkvæmdastjóra Styrktarfélags
vangefinna. Þóra fæddist í Reykjavík
1959 en ólst upp á Höfða í Dýrafirði.
Foreldrar hennar eru Þórarinn Sig-
hvatsson og Charlotta Rist. Hún er
gift Gunnari Sigurjónssyni, sókn-
arpresti í Digraneskirkju í Kópavogi
og eiga þau tvö börn.
Þau hjónin hafa búið í Kópavogi frá
ágúst 1995 en þar áður bjuggu þau á
Skeggjastöðum í Bakkafirði um 7 ára
skeið. Þar fékkst Þóra við ýmislegt;
var framkvæmdastjóri saltfiskverk-
unar í nokkur ár og stofnaði ijar-
vinnslustofuna Skeggja. Meðal verk-
efna Skeggja var skráning gagna fyrir
Þjóðminjasafn íslands. Þá kenndi hún
við grunnskólann á Bakkafirði þegar
þurfti og tölvuvæddi Skeggjastaða-
hrepp, en þar var hún um tíma skrif-
stofustjóri. Það er því greinilegt að
Þóra hefur lagt gjörva hönd á margt.
Ritstjórinn varpaði því fram hvort
ekki hefði verið erfitt fyrir svona
athafnasama borgarkonu að vera í
jafnlitlu og einangruðu samfélagi.
„Eg ætla nú aðeins að leiðrétta þetta
með einangrunina,” sagði Þóra.
„Bakkaijörður er að vísu lítill en ekki
einangraður. Það er ótrúlega margt
fólk sem ferðast um þetta horn
landsins og gerir sér far um að koma
þangað. Hafið, fámennið og þessi
mikla víðátta laðar fólkið að. Þarna
eru andstæður miklar. Þegar við
komum í hreppinn voru 134 íbúar í
þorpinu og í sveitinni. Kirkjusókn var
framúrskarandi góð. Það komu sjald-
an færri en 100 til kirkju þegar mess-
að var. Fyrir nokkrum árum var sett
ratsjárstöð á Gunnólfsvíkurfjall. Rat-
sjárstofnun byggði íbúðarhús handa
starfsmönnum sínum í þorpinu svo
að þegar við fluttum frá Bakkafirði
bjó þar 161 maður.
En úr því að þú minntist á ein-
angrunina áðan vil ég geta þess að á
veturna eru samgöngur mestmegnis
við Vopnaijörð en þangað eru 35 km.
Eitt haustið kenndi ég þar tölvufræði
en á Vopnafirði var þá útibú frá
Þóra Margrét Þórarinsdóttir
Ljósmynd: Hartmann Guðmundsson
Það er mikils virði að fá að
taka þátt í að vera brautryðj-
andi og skapa fötluðu fólki
betri ævi. Starf þroskaþjálfa
mætti vera betur metið. Allt of
fáir vita hvað þaó tekur á bœöi
andlega og líkamlega (hversu
erfitt það er). Vonandi bera
menn gæfu til þess íframtíðinni
að ræðast við nógu snemma til
þess að koma í veg fyrir að
atburðir eins og verkfallið í
sumar endurtaki sig.
Menntaskólanum á Egilsstöðum.”
Þóra er með B.S. próf í landafræði
frá Háskóla íslands. Að námi í landa-
fræði loknu tók hún eitt ár í markaðs-
fræði og stjórnun en fór síðan út í
atvinnulífið. „Eftir að ég kom frá
Bakkafirði settist ég á skólabekk í
Endurmenntunarstofnun Háskóla
Islands og tók þriggja anna nám í
rekstrar- og viðskiptafræði. Fyrstu
önnina vann ég ekkert með náminu
en í ágúst 1996 byrjaði ég sem íjár-
málastjóri Menntaskólans v. Hamra-
hlíð svo að þetta varð talsvert átak.”
Aldrei að tvínóna við hlutina
Þóra sá stöðu framkvæmdastjóra
Styrktarfélags vangefinna auglýsta í
vor, sótti um, var boðuð í viðtal á
mánudagsmorgni og daginn eftir
samþykkti stjórn félagsins formlega
að ráða hana til starfa. Það voru því
greinilega höfð snör handtök hjá
stjórnarmönnum.
- Hefur þú unnið áður að málefnum
fatlaðra?
„Þegar við hjónin vorum á
Bakkafirði kynntumst við einstakl-
ingum sem þurftu á þjónustu að halda
vegna fötlunar og annarra ástæðna.
Auk þess segir maðurinn minn að ég
hafi 15 ára reynslu af að vera gift
sér.”
Er prestsembættið þá einhvers
konar fötlun?
„Nei, en það er þess eðlis að óvænt
atvik geta komið upp og maður
verður að læra að bregðast við ýmiss
konar aðstæðum. En með öðrum
orðum, þá hef ég ekki kynnst
málefnunr fatlaðra eða þroskaheftra
sem heild en þekki til fatlaðra ein-
staklinga.”
Hver eru helstu verkefnin fram-
undan hjá Styrktarfélagi
vangefinna?
„Hjá mér snýst tilveran þessa
dagana um að koma mér inn í þetta
rekstrarumhverfi. Annars er margt
framundan. Það er stöðugt verið að
skoða hvernig megi bæta þjónustuna
og fara nýjar leiðir. Þá er stefna og
markmið félagsins í stöðugri endur-
skoðun. Þegar ég kom í fyrsta viðtal-
ið varð mér ljóst að starfið væri afar
fjölbreytilegt og margt spennandi í
gangi. Félagið hefur oft rutt brautina
fyrir nýjungar og það er mikils virði
að fá að taka þátt í slíku starfi og
skapa fötluðu fólki betra umhverfi og
betri ævi. Félagið er með afar fjöl-
breytilegan rekstur. Við starfrækjum
dagheimili fyrir börn, hæfingarstöð
og verndaðan vinnustað, 8 sambýli
og erum þar að auki með stuðning við
fólk sem býr sjálfstætt. Hjá okkur
starfar einnig félagsráðgjafi sem að-
stoðar skjólstœðinga okkar og þeirra
nánustu í ýmsum málum og leitar
nýrra og/eða endurbœttra leiða i
þjónustu við fatlaða og þeirra að-
standendur. Félagið er með þjón-
48