Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 49
Við lindána
heima
Kliðmjúkt líður lindá tær
um lyngmó og völl.
Komin er hátt af heiði
þar hæst gnæfa fjöll.
Eitt sinn vildi ungur sveinn
upp á þeirra tind.
En aldrei rættist óskin sú,
aðeins draumamynd.
Blítt um kinn fer blærinn
og blessar minning þá
um vorsins draumavonir
og vængjaða þrá.
Helgi Seljan.
ustusamning við félagsmálaráðu-
neytið þar sem ákveðin markmið eru
skilgreind og frá hinu opinbera kem-
ur mestur hluti rekstrarjjár okkar.”
Starf þroskaþjálfa er vanmetið
- Nú geri ég ráð fyrir að þjón-
ustusamningurinn við ríkið sníði
ykkur þröngan stakk í launagreiðsl-
um. Hvaða áhrif hafði verkfall
þroskaþjálfa sem háð var í sumar?
„Sumt af okkar fólki komst ekki út
af heimilum sínum til vinnu eða
sjúkraþjálfunar. Það gerði allt starf á
sambýlunum mun þyngra. Fólkið
sem er að fara í Bjarkarás og þó aðal-
lega í Lækjarás komst ekki til vinnu.
Hið sama á við um börnin í Lyngási.
Umönnunin fluttist öll inn á heimilin.
Margir einstaklingar þurfa á daglegri
sjúkraþjálfun og andlegri uppbygg-
ingu að halda. Þess vegna tapaðist
jafnvel margra mánaða þjálfun fljótt
og í einstaka tilfellum þurfti að byrja
aftur alveg frá grunni. Þá verður að
geta þess að á nokkrum stöðum eru
forstöðumenn þroskaþjálfar og þeir
máttu ekki vinna í verkfallinu. Þess
vegna var þar engin starfsemi og
verkefni í hættu sem okkar fólk hafði
annast. Vinnustaðurinn Ás bjargaði
því sem bjargað var en þar eru
þroskaþjálfar ekki við verkstjórn.”
Nú vakti það athygli hversu lág
laun þroskaþjálfanna voru
fyrir verkfall. Var Styrktar-
félag vangefinna ekki í
aðstöðu til þess að hafa áhrif
á launin?
„Þjónustusamningurinn við ríkið
byggði á ákveðnum kjarasamningi.
Aðrar tekjur Styrktarfélags vangef-
inna eru það litlar að fjármunirnir
hefðu dugað skammt til að hækka
launin. Félagið fagnarþeim kjarabót-
um sem náðust. Við viljum gjarnan
hafa þroskaþjálfa í vinnu og heldur
fleiri en færri. Ef við litum á laun
þroskaþjálfa þá er greinilegt að það
er ekki borin nægileg virðing fyrir
þessu starfi. Því miður vita fáir hvað
þeirra starf felur í sér og hversu erfitt
það getur verið. Ég er í eðli mínu
mótfallin því að menn fari í verkfall
en skil vel að stundum þurfi að beita
þessu vopni. Vonandi bera menn
gæfu til þess að setjast niður í fram-
tíðinni nógu snemma til þess að koma
í veg fyrir að þetta endurtaki sig.”
Arnþór Helgason.
Hlerað í hornum
Eitt sinn var jarðarfor hjá gömlum
presti og lýsti bóndi einn heim
kominn jarðarforinni svo: “Ræðan
var ágæt, en hún var óhóflega löng
og áður en yfir lauk voru allir farnir
nema presturinn og sá dauði”.
Úr líkræðu: “Hún var svo hirðusöm
að hún hirti jafnvel muni nágrann-
anna svo þeir færu ekki á flæking.
Við matarútlát og sparneyti minnti
hún á frelsarann, því nægjanlegt
þótti handa níu á hennar heimili, sem
naumt var talið skammtað þremur á
næsta bæ. En gáfur hennar og góð
kunnátta gnæfði svo yfir samferða-
fólkið að fæstir skildu hana”.
***
Prestur einn úr Reykjavík sótti um
brauð úti á landi og fékk, en þetta var
vildarjörð. Hann hafði ráðsmann
enda búið stórt og 10 kýr í fjósi.
Prestur var alltaf að gefa ráðsmanni
sínum skipanir án þess að vita hið
minnsta um búskap. Einu sinni segir
hann við ráðsmanninn að sumarlagi:
“Nú ætla ég að biðja þig um það
næsta góðviðrisdag að taka allar
kýrnar og halda þeirn undir tarfinn”.
Ferðalangur kom á bæ einn nyrðra og
var vel tekið af bónda, sem spurði
hvað mætti bjóða honum t.d. hákarl
og brennivín, skyr og rjóma. Ferða-
langur svaraði: “Þakka þér fyrir, ætli
maður innbyrði ekki fyrst þetta sem
þú taldir upp og sjái svo til hvort eitt-
hvert pláss verður fyrir meira”.
Leiðrétting
í síðasta tölublaði, bls. 32, birtist
greinin Hvað er stam. Þar var ekki
farið rétt með heimildir. Greinin
byggist á efni af heimasíðu
Málbjargar, sem Jóhanna Einars-
dóttir talmeinafræðingur hefur séð
um. Sá hluti sem hér birtist er að
nokkru leyti byggður á bókinni Stam
eftir Elmar Þórðarson talmeina-
fræðing. Hlutaðeigandi eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
49