Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 51
SAMVERA
OG SÚPA
r
febrúar sl. fór Sjálfsbjörg, félag
fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu af
stað með tilraunaverkefnið Sam-
vera og súpa. Félagið opnaði félags-
heimili sitt frá 12.30 til 15.00 alla
virka daga og seldi þar súpu, brauð
og kaffi á lágu verði. Félagið hafði
orðið þess vart að mikil félagsleg
einangrun var hjá hluta þess hóps
sem býr í Flátúninu og fann fyrir þörf
til að reyna að bæta stöðu hans eitt-
hvað ef hægt væri. Félagið hefur yfir
að ráða félagsheimili sem er ekki
mikið nýtt á daginn. Við fengum ým-
is fyrirtæki til að styrkja okkur með
hráefni. Þá komu nokkrir vaskir sjálf-
boðaliðar til starfa.
Til að gera langa sögu stutta átti
þetta verkefni að standa í tvo mánuði
og tilgangur þess var að kanna hver
raunveruleg staða þessa hóps væri,
hvort þetta fólk vildi koma ef eitt-
hvað væri í boði og tengja fleiri við
félagsstarfið. Við fengum svo indæl-
an hóp til okkar sem greinilega hafði
not af þessu að það var hreinlega ekki
hægt að loka fyrr en kraftar sjálf-
boðaliðanna voru að þrotum komnir
þann 15. júní sl. Flestir voru íbúar í
Hátúni 10-12 öryrkjar sem nutu þess
að snæða saman en samveran var
mjög áþreifanlegur þáttur þessa
verks.
Vinnan við þetta var mjög mikil,
bæði við að halda þessu gangandi frá
degi til dags, elda súpuna, afla hrá-
efnis, fá sjálfboðaliða, byggja sam-
veruna upp og þá ekki síst að sinna
fólkinu. Fyrstu dagana komu 8-12
manneskjur en er á leið voru tæplega
Hlerað í hornum
Stórbóndinn réði til sín vinnumann
og sagði: “Ég hefi aldrei mörg orð
um hlutina svo að þegar ég gef þér
bendingu þá áttu að koma til mín”.
Vinnumaðurinn: “Ég er líka fáorður
og þegar ég hristi höfuðið, þá kem ég
ekki”.
Gísli hitti skopmyndateiknarann og
bað hann teikna skopmynd af sér og
mætti vera hrein skrípamynd. “Nei,
Ása Hildur
Guðjónsdóttir
40 gestir hjá okkur nánast hvern dag;
fjöldinn rokkaði svolítið en var samt
nokkuð stöðugur. Þó auglýstum við
aðeins í upphafi þar sem við renndum
mjög blint í sjóinn með þetta. Við
eignuðumst nokkuð marga fastagesti
sem voru duglegir að koma með
fleiri, það leið varla sá dagur að ekki
kíktu nýir einstaklingar inn.
Það reyndist rétt að þörfin var mjög
brýn og neyð þó nokkurra einstakl-
inga mjög mikil. Annars var þetta
mjög breiður hópur og myndaðist
samstaða meðal fólksins, ma. mynd-
uðu nokkrir bridgehóp. Fólk dvaldi
mislengi hjá okkur dag hvern. Alltaf
voru einhverjir komnir fyrir opnun og
nokkrir voru með okkur allan tímann.
Fólk spjallaði saman, kíkti í blöðin,
spilaði, hlustaði á tónlist eða hjálpaði
til.
Þetta var mjög skemmtilegt og
gefandi verkefni, það sýndi svo sann-
það held ég að ég geti ekki, því foður
þínum hefur tekist svo vel með þig”.
Sá litli við mömmu sína: “Bróðir
minn er að grenja af því að hann fær
ekki bita af minni köku”. “Er hans
kaka búin?” “Já, og hann grenjaði
líka meðan ég borðaði hana”.
Faðirinn byrstur við unga manninn:
“Hvað átti það að þýða að vera að
kyssa hana dóttur mína í dimmasta
skotinu í gærkvöldi?” “Ja, þú segir
arlega ágæti sitt strax, það varð líka
aukning á aðsókn í félagsstarfið á
kvöldin. Þegar svo hátíðin var í vor „í
túnfætinum” sáum við það mjög
skýrt að þó nokkrir einstaklingar sem
höfðu verið í Samverunni og súpunni
komu og tóku þátt, sem höfðu ekki
gert það fyrr. í sumar varð þetta svo
enn áþreifanlegra eftir að við lokuð-
um en mjög mikið er spurt hvort og
hvenær við ætlum að opna aftur.
Við stefnum að því að opna aftur
sem fyrst en viljum treysta bakgrunn-
inn vel áður. Við höfum tekið aðeins
til hendinni í eldhúsinu til að full-
nægja kröfum heilbrigðiseftirlitsins.
Eins höfum við leitað til borgarinnar
og félaga eftir fjárhagslegum stuðnin-
gi við verkefnið; allir hafa tekið
okkur vel og eru mjög hlynntir þessu
verkefni, en enn hafa þó ekki komið
nein jákvæð svör, enda hafa verið
sumarfrí og trúum við því að úr þessu
rætist með haustinu. Ekki er hægt að
reiða sig á sjálfboðaliða eingöngu
eða að fá hráefni gefins endalaust.
Við verðum að tryggja laun fyrir eina
manneskju alveg lágmark, helst eitt
og hálft stöðugildi. Þá ætti ljár-
hagslegur grunnur að verða traustur,
en hráefni teljum við að innkoman
ætti að dekka. Við höfum nokkra
trausta sjálfboðaliða sem ætla að
halda áfram að hjálpa til. Nú þegar
haustar verður þörfin æ sýnilegri og
vonum við að þetta fari fljótlega af
stað aftur.
Ása Hildur Guðjónsdóttir
sjálfboðaliði.
nokkuð. Þegar ég sé hana núna í
dagsbirtunni þá botna ég ekkert í því
að ég skyldi kyssa hana”.
“Hvernig stóð á því að hún Anna náði
í Jón lækni?” “Ja, hann gegnumlýsti
hana og var þess vegna sá eini sem sá
eitthvað við hana”.
“Pabbi, er það ijölkvænismaður sem
á einni konu of mikið?” “Nei, dreng-
ur minn, þá væri ég sko ijölkvænis-
maður”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
51