Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Side 53
flytja af þeim sökum. Árið 1993 var stigið annað framfaraspor þegar Von- arlandi var breytt í tvö sambýli sem bætti aðstöðu þeirra sem þar bjuggu. Bætt þjónusta við fatlaða - búseta í heimabyggð Árið 1995 byrjaði Svæðisskrifstofa hins vegar að kanna möguleikana á því að leggja sambýlin niður og bjóða íbúum þess búsetu í félagslegum íbúðum. I því skyni var leitað eftir samvinnu við sveitarfélögin, Svæð- isráð Austurlands, aðstandendur, starfsfólk og íbúa sambýlanna. Hugmyndin var óneitanlega framandi fyrir alla aðila nema það fatlaða fólk sem hlut átti að máli og gat tjáð sig. Var það strax tilbúið til að flytja. Það tók hins vegar um sex ár að hrinda hugmyndinni í framkvæmd enda margir sem að málinu komu. Svæðisskrifstofa hefur í rúm 10 ár unnið í samstarfi við sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðra við að byggja eða kaupa félagslegt húsnæði fyrir fatlað fólk á Austurlandi. Með þessu verkefni bætast við sjö íbúðir og verða þær þá samtals orðnar 24 á Austurlandi og búa þar 29 einstakl- ingar. Með verkefninu er verið að byggja upp þjónustu við fatlað fólk sem tekur mið af þörfum einstaklinga fremur en hópa, auk þess sem komið er til móts við óskir fólks um þjón- ustu í heimabyggð. Að byggja upp þjónustu sem tekur mið af einstakl- ingum fremur en hópum er í sam- ræmi við markmið Svæðisskrifstofu Austurlands. Vegna fámennis hentar það vel aðstæðum landsbyggðarinnar að geta skipulagt þjónustu á þennan hátt þar sem á sambýlum er oft erfitt að veita fólki með ólíkar þarfir þjónustu. Þrátt fyrir að stutt sé síðan breyt- ingin varð, lofar hún góðu. Þeir sem fluttu eru almennt ánægðir með þetta nýja líf sitt. Aðsókn í skammtíma- vistun hefur aukist enda er nú hægt að mæta þörfum mun fleiri en áður. Er það mat starfsfólks svæðisskrif- stofunnar að rétt hafi verið að fara út í þessar viðamiklu breytingar og er það trú okkar að þær eigi eftir að vera til gæfu fyrir þá sem hlut eiga að máli. Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri. Frá afhendingu íbúða á Egilsstöðum. Bjarney, Kristján, Björg, greinarhöfundur, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Frá Neskaupstað. Ragnar Ásbjörnsson tekur á móti blómum og lyklum að íbúðinni. Theodóra og Sjöfn (sem snýr baki í myndavélina) taka á móti lyklum af sinni íbúð frá Birni Hafþóri Guðmundssyni. Á bak við Björn Hafþór stendur Sigurður Gestsson byggingarverktaki. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 53

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.