Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 55
Nýjar leiðir til að fa starfsfólk í liðveislu r rið 1997 var komið á fót sam- starfi milli Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanes- bæjar og Fjölbrautaskóla Suðurnesja til að reyna að mæta þörfum fatlaðra eftir liðveislu en erfitt var að fá fólk til slíkra starfa. í fyrstu var sam- starfið á þann veg að þeir nemendur sem höfðu áhuga á að vinna í lið- veislu skráðu sig í áfangann LIÐ 103 hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og unnu í liðveislu hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni. Þeir fengu þrjár einingar fyrir starfið en fengu að öðru leyti ekki umbun fyrir starfið. Þetta fyrirkomulag reyndist ekki nógu vel því að nemendur áttu það til að flosna upp úr starfinu. Því var ákveðið árið 1998 að nemendur fengju bæði greidd laun frá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni fyrir framlagða vinnu og þrjár einingar til náms hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ferlið er þannig í dag að þeir nemendur sem hafa áhuga á að vinna í liðveislu skrá sig í áfangann LIÐ 103. í framhaldi af því hafa þeir sam- band við námsráðgjafa hjá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sem bendir þeim á að panta viðtal hjá félagsráð- gjafa hjá Fjölskyldu- og félagsþjón- ustu Reykjanesbæjar. Nemendurnir koma síðan í atvinnuviðtal hjá félags- ráðgjafa. Félagsráðgjafinn hefur síð- an samband við námsráðgjafann til María Gunnarsdóttir Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og hefur Fjölskyldu- og félagsþjónustan fengið gott fólk til starfa sem oft hefur haldið áfram að starfa við liðveislu eftir að hafa Iokið áfanganum. A þennan hátt gefst nemendum tækifæri á að kynnast börnum og ungu fólki sem á við fötlun eða annars konar vanda að stríða og gerir þá um Ieið víðsýnni og umburðarlyndari gagnvart öðrum. að tilkynna hverjir hafa komið í við- tal og hverjir hafa fengið vinnu því að á þann hátt getur námsráðgjafinn betur haldið utan um hópinn. Nem- endurnir þurfa að vinna 16 tíma á mánuði í eina önn og skila inn dag- bók til námsráðgjafa einu sinni í mánuði til að ljúka áfanganum. Námsráðgjafi og félagsráðgjafi bera síðan saman bækur sínar í lok annar til að meta hvort nemendurnir hafi staðist áfangann. Námsráðgjafi og félagsráðgjafi hafa farið í kennslustundir til að kynna áfangann fyrir nemendum. Áfanginn LIÐ 103 er valáfangi og hægt er að velja hann bæði á haust- og vorönn. Hann er aðeins fyrir nemendur 18 ára og eldri. Það er mis- munandi hve margir nemendur velja LIÐ 103 en þeir hafa verið frá tveimur og upp í fimm á hverri önn. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og hefur Fjölskyldu- og félags- þjónustan fengið gott fólk til starfa sem oft hefur haldið áfram að starfa við liðveislu eftir að hafa lokið áfang- anum. Á þennan hátt gefst nemend- um tækifæri á að kynnast börnum og ungu fólki sem á við fötlun eða ann- ars konar vanda að stríða og gerir þá um leið víðsýnni og umburðarlyndari gagnvart öðrum. María Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og fé- lagsþjónustu Reykjanesbæjar. Hlerað í hornum Það var um miðja öldina að hús- kveðja var haldin yfir konu í sveit- inni. Sonurinn var í vandræðum með hvað syngja ætti en hann var for- söngvari. Prestur leggur til að sungið verði úr Passíusálmunum, þeir bregðist aldrei. Sonurinn blaðar í bókinni og byrjar svo að kyrja: “Sjá hér hve illan endi ótryggð og svikin fá”. Karl einn kom inn í rammagerð til að hitta kunningja sinn og hlassaði sér niður á borð án þess að gæta að því að þar lá límborið spjald sem átti að láta í umgerð. Eftir dágóða stund rauk hann út en furðaði sig á flissandi krakkafansi sem elti hann. En þegar hann uppgötvaði ástæðuna brá hon- um í brún, því á spjaldinu stóð gulln- um stöfum: Drottinn blessi heimilið. Tvær vinkonur voru í golfi, þegar önnur þeirra sló upphafshögg af fullum krafti sem fór í allt aðra átt en hún ætlaði. Kúlan stefndi beint á karlmann einn og sá féll til jarðar haldandi báðum höndum milli fóta. Þær hlupu til og maðurinn var enn í sömu stellingu. Vinkonan sem höggið gaf baðst innilega afsökunar en sagðist vera sjúkraþjálfari og bað um að fá að athuga þetta nánar. Eftir dálítið þref féllst maðurinn á það og sjúkraþjálfarinn fékk hann til að leggjast á bakið, tók hendur hans frá, renndi buxnaklaufinni og fór að með- höndla hann ofur varlega. Spurði svo hvernig honurn þætti þetta. Henni brá heldur betur við svar mannsins: “Þetta er mjög gott en ég er nú samt alveg að drepast í þumalfingrinum”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.