Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 57

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Qupperneq 57
eldri unglinga til heimsókna til þeirra sem eru félagslega einangraðir með því að spjalla, spila eða stytta þeim stundir á einhvern hátt. Þar fengju unglingarnir hlutverk og gætu jafn- framt lært af reynslu þeirra fotluðu og einangruðu. Það er þó nauðsynlegt að unglingunum sé gert ljóst hversu mikilvægt sé að þiggja þær veitingar sem í boði eru í slíkum heimsóknum. Það hryggir nefnilega viðkomandi ef ekkert er þegið, það virkar neikvætt. Veitandinn fer að skammast sín fyrir það sem hann býður eða heldur kannski að gesturinn hafi ekki lyst á að drekka úr glösunum af einhverjum ástæðum. Upplifunin er niðurlæging, vonleysi og örvænting.” Þarna eru góðar ábendingar og um- hugsunarverðar fyrir okkur öll. Hún heldur áfram: “Dagvistanir fyrir fatl- aða eru í boði víðs vegar og leita margir þangað, en enn fleiri koma sér ekki til þess vegna feimni og fram- taksleysis. En því miður eru sumar þessar dagvistir þannig að fólk hefur það á tilfinningunni að það sé bara þar í geymslu, sé þar til að Iáta tím- ann líða. Finnur næstum jafnmikið til einsemdar þar og heima hjá sér og jafnvel meiri.” Veldur nútímatækni einangrun? í lokin ræðir þessi hugrakka kona um einsemdina út frá börnunum sínum: “Því miður er það þannig í okkar þjóðfélagi að börnin okkar og barnabörn koma of sjaldan í heim- sókn að okkar mati og hringja jafnvel ekki langtímum saman og þegar við hringjum svarar talhólf eða sím- svari.!!!” Það eina sem ég get bætt við þetta er að nútímatækni hefur svo sannarlega ekki bætt stöðu þeirra sem eru ein- mana og einangraðir að þessu leytinu til. Reynslusaga um einsemd Annar skjólstæðingur minn var svo vænn að skrifa sína reynslusögu, en hann er rúmlega fimmtugur Parkin- sonsjúklingur, hann segir: “Ég er einn af þeim sem haldinn er fotlun sem ekki er sýnileg í fyrstu, en ástand mitt er mismunandi eftir dögum. Stundum virka ég drukkinn vegna göngulags og hreyfinga. Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk skuli álíta mig í annarlegu ástandi, vegna þess að það þekkir ekki sjúkdóm minn, en það sem mér finnst undar- legast og mest særandi er hinn mikli Prestar og söfnuður Laugarneskirkju hafa undanfarin ár unnið ágætt starf í þágu fatlaðra. Íbiíar Hátúnstorfunnar hafa meðal annarra notið góðs af þessu starfi. í mars síðastliðnum var efnt til ráðstefnu um einsemd í Laugarneskirkju. Þarflutti Guðrún K. Þórsdóttir, djákni, erindi það sem hér birtist. ofsi og hin mikla reiði sem fólk sýnir mér. I fyrsta skipti sem ég gerði mér grein fyrir hvernig ég virkaði á umhverfið, var fyrir um 20 árum síðan og var það áður en sjúkdóm- urinn greindist hjá mér. Ég hafði farið til heimilislæknis og leitað hjálpar en hann úrskurðaði að ég væri að fara á taugum og lét mig fá lyfseðil fyrir róandi lyf. Ég fór í apótekið skjálf- andi frá hvirfli til ilja eins og hundur nýkominn af sundi, enda tók af- greiðslustúlkan þegar upp stóran stimpil og stimplaði þegar i stað á ennið á mér “DÓPISTI.” Seinna þegar ég kynntist þessari afgreiðslustúlku nánar, en þá var ég aftur kominn út í lífið eftir langa sjúkrahúsvist, sagði hún mér að sér hefði vissulega brugðið að sjá mig, en vegna þekkingar- og kunnáttuleys- is á mínum sjúkdómi og fylgikvillum hans hefði hún ekki kunnað að bregðast rétt við.” Hið andlega ferðaiag veitir meira sjálfstraust Eftir að hafa hlustað á þessa þrjá einstaklinga finnur maður hvað við- horf okkar, sem teljumst ófötluð, hef- ur að segja um einangrunina. Sjálfs- mynd þeirra er í molum og umhverfið gerir lítið sem ekkert til að byggja hana upp. Það er til verkfæri sem kirkjan hefur umsjón með og er kallað HiðAndlega ferðalag og er byggt á 12 Spora kerfi AA samtakanna. Að fara þetta ferða- lag í sameiningu með öðrum myndi hjálpa mörgurn sem eru fatlaðir til að öðlast betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Hið Andlega ferðalag, með grund- vallarreglur Biblíunnar að leiðarljósi, er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem eru að leita sér hjálpar til að ná betri tökum á lífi sínu. Handbókin sem notuð er í þessari vinnu hjálpar okkur til að sættast við okkur sjálf og verða fúsari til að taka áhættu og láta sjá okkur í nýju umhverfi. Við förum að leita eftir vinum og samböndum sem eru endurnærandi, örugg og stuðn- ingsrík. Við förum að viðurkenna að fólk samþykki okkur eins og við erum. Að sættast við sjálfan sig I sáttinni við sjálfa okkur fáum við að reyna hina dýrmætu gjöf sem felst í því að lifa æðrulausu lífi, við ein- angrum okkur sjaldnar, förum að tjá tilfinningar okkar á frjálslegri hátt, förum að rækta fyrri vináttusambönd okkar og taka virkari þátt í samfélag- inu. Með þessu verkfæri Guðs gætum við sem störfum fyrir kirkjuna stutt við bakið á þeim einangruðu ein- staklingum sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða og finna til vanmáttar og einsemdar í sínu dag- lega lífi. En eins og með alla sjálfs- hjálparvinnu þurfa einstaklingarnir að vera tilbúnir að takast á við sína andlegu líðan á skilvirkan og mark- vissan hátt. Þversagnir bænarinnar Ég ætla að Ijúka þessu erindi mínu með því að lesa um þversagnir bæn- arinnar: Ég bað Guð um styrk til að ég gæti náð árangri. Ég var gerður veikburða svo að ég mætti læra að hlýða í auðmýkt. Ég bað um góða heilsu svo að ég gæti gert ennþá meira. Ég hlaut fötlun svo að ég gæti unnið meiri afrek. Ég bað um ríkidæmi svo að ég öðl- aðist hamingju. Ég hlaut fátækt svo að ég yrði vitur. Ég bað um völd svo að ég hlyti lofstír manna. Ég fékk veiklyndi til að ég fyndi hve ég þarfnaðist Guðs. Ég bað um að öðlast allt svo að ég gæti notið lífsins. Ég hlaut Iíf svo að ég gæti notið alls. Ég fékk ekkert af því sem ég bað um - en allt sem ég vonaðist eftir. Samt sem áður og þrátt fyrir mig var ótöluðum bænum mínum svarað. Ég hef hlotið meiri blessun en allir aðrir. Amen. Guðrún Þórsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.