Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 58
VÍÐSÝN Á VESTFJÖRÐUM
-heilsað upp á Jón forseta og Gísla Súrsson í bongóblíðu
Ekið var um Borgaríjörð, vest-
ur Snæfellsnes og yfir Kerl-
ingarskarð gömlu leiðina
niður í Stykkishólm. Fyrir hönd
Rauða kross deildarinnar í Stykkis-
hólmi tóku tvær heiðurskonur úr
stjórn deildarinnar á móti okkur og
buðu til hádegisverðar á Fimm fisk-
um. Þær stöllur sýndu okkur bæinn
og m.a. skoðuðum við Norska húsið.
Liðum þar inn í eldri tíma á heldri
manna heimili.
Með ferjunni Baldri var siglt yfir
Breiðafjörðinn í blankalogni og lagt
að við Brjánslæk. Snæddum þar nesti
áður en lagt var í síðasta áfanga þessa
dags sem var að halda eftir Barða-
ströndinni yfir Kleifarheiði þar sem
nokkrum þótti nóg um hæðina.
Vorum við með einstaklega öruggan
bílstjóra, Halldór Gunnarsson, sem er
staðkunnugur og fræddi okkur um
nöfn og staði þar sem þekking okkar
þraut. Þá keyrðum við út með Pat-
reksfirði að Breiðuvík, en ég held
það renni flestum okkar seint úr
minni er ægifögur víkin blasti við.
Sólin að setjast, nánast logn og gyllt-
ur sandurinn logaði og bauð okkur
velkomin. Þar gistum við í gömlu
(vandræða)drengjaheimili hjá yndis-
iegu, kraftmiklu ungu fólki sem er að
byggja staðinn upp. Nokkrir fóru í
kvöldgöngu um sandinn en aðrir sátu
úti í kvöldblíðunni og þrátt fyrir
þreytu var erfitt að fara í rúmið.
Magnaður dagur
A þriðjudagsmorgni bættist í hóp-
inn Þröstur Reynisson, leiðsögu-
maður og landvörður, björgunar-
sveitarmaður og félagi í Rauða krossi
íslands. Fylgdi hann okkur fram eftir
degi og veitti okkur frábæra leiðsögn.
Haldið var um Hvallátur að Bjarg-
tangavita, vestasta odda landsins, þá
að Látrabjargi. Það var stórkostleg
upplifun er við gengum eftir bjarg-
brúninni í ótrúlega góðu veðri.
Fuglum var farið að fækka úr berginu
en útsýnið var stórbrotið. Þaðan var
haldið í Örlygshöfn og byggðasafnið
að Hnjóti skoðað. Þar vakti athygli
okkar björgunarstóllinn sem var
notaður við Látrabjarg 1947 er breski
Það var glaður, 20 manna hópur
sem lagði af stað frá Vin, at-
hvarfi fyrir geðfatlaða í Reykja-
vík, þ.13. ágúst sl. Það var
spenna í loftinu, því loks, eftir
langan undirbúning var stóra
stundin runnin upp. Farið var
með rútu sem var á vegum Guð-
mundar Jónassonar. Reykjavík
kvödd í rigningu og sudda, en
veðrið átti nú heldur betur eftir
að breytast, alveg eins og eftir
pöntun!
togarinn Dhoon strandaði þar. Þröstur
hafði sagt okkur frá því á leiðinni og
sagan var ljóslifandi fyrir augum
okkar. Við vorum snortin af dugnaði
fólks sem býr á þessum slóðum allan
ársins hring. T.d. verða aðeins 7 börn
í grunnskólanum í Örlygshöfn næsta
vetur, þ.á.m. börn úr Breiðuvík sem
keyrð eru þangað daglega.
Héldum við svo að Rauðasandi.
Kynngimagnaður sandurinn og sagan
heillaði okkur upp úr skónum og
sáum við þar hinn enda Látrabjargs.
Við áðum við Saurbæ hjá gömlu
kirkjunni frá Reykhólum og snædd-
um nesti áður en við héldum aftur
upp af sandinum eftir hrikalegum
veginum. Varð sumum um og ó
meðan aðrir höfðu gaman af og á
meðan riíjaði Þröstur upp söguna um
Sjöundármorðin og aðrar sögulegar
heimildir. Þaðan var svo haldið aftur
yfir Kleifarheiði og eftir Barða-
ströndinni að Flókalundi en þar beið
okkar kaffihlaðborð i boði Rauða
Sólin skín í Flókalundi. Aðalbjörg
Edda, Inga, Stefán, Jón F. og
Leifur sleikja sólskinið.
kross deildar V-Barðastrandasýslu.
Héldum við þar smá afmælisveislu
þar sem ein úr hópnum átti afmæli.
Enn var sólskin og blíða og útsýni
yfir Breiðaljörð stórbrotið. Sáum við
m.a. yfir í Hergilsey þar sem Gísli
Súrsson dvaldi en hluti hópsins hafði
lesið söguna s.l. vetur í leshring. Þar
sagði Þröstur skilið við okkur og við
héldum áfram yfir Dynjandisheiði.
Við máttum til að stoppa smástund
við Dynjanda, einn fegursta foss
landsins. Síðan lá leið um Borgar-
fjörð, fram hjá Mjólkárvirkjun, út
með Arnarfirði að Hrafnseyri, fæð-
ingarstað Jóns Sigurðssonar. Þar
skoðuðum við safnið og bæinn og þar
hittum við alveg óvænt félaga okkar,
hana Ölfu, sem var að vinna þar í
sumar. Ókum yfir Hrafnseyrarheiði,
yfir í Dýrafjörð og inn Önundarfjörð
- í gegnum lengstu vegagöng landsins
- sem var mikil upplifun - til Isa-
fjarðar og að Gamla gistiheimilinu
þar sem hún Bryndís Friðgeirsdóttir,
svæðisstjóri Rauða krossins á Vest-
fjörðum, tók á móti okkur ásamt fé-
laga úr deildinni. Frétti hún af fyrir-
hugaðri ferð okkar sl vetur er tvær úr
okkar hóp fóru vestur til ráðgjafar
vegna fyrirhugaðs athvarfs á Isafirði.
Hefur Bryndís átt veg og vanda að
skipulagningu ferðar þessarar. Rauða
kross fólk af Vestljörðum bauð okkur
svo til kvöldverðar í veitingahúsinu
Neðsta, í Tjöruhúsinu, sem er eitt
58