Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 65

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 65
Fjárhagurinn batnar Þegar Lottóið kom til sögunnar hófust nýir tímar. Það er gaman að minnast stjórnarfundanna þegar Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Oddur Ólafsson voru að segja frá lottóhug- myndinni. Hana höfðu þeir fengið í Bandaríkjunum þar sem þessi leikur hafði náð fótfestu. Þetta virtist vera kjörin ijáröflunarleið fyrir bandalag- ið og nú hófst mikið starf við að koma þessari hugmynd í gagnið. Leyfi til rekstrar Lottós þarfnaðist lagasetningar og árið 1986 voru sam- þykkt á Alþingi lög þess efnis. Ágóði skyldi skiptast milli Öryrkjabanda- lags íslands, íþróttasambands Islands og Ungmennafélags íslands. Hlutur Öryrkjabandalags er 40% og skal honum varið til byggingar húsnæðis fyrir öryrkja og til félagsmála. Ibúðir Hússjóðs Öryrkjabandalagsins eru nú að nálgast 600, dreifðar um landið. Varla þarf að lýsa hversu mikil breyt- ing til batnaðar hefur orðið á högum margs fatlaðs fólks vegna þessa. Ný atvinnutækifæri fatlaðra Saga Öryrkjabandalagsins á sviði atvinnusköpunar fyrir fatlaða er löng. Fyrsta tilraun til slíks rekstrar var þegar Öryrkjabandalaginu voru gefn- ar nokkrar notaðar saumavélar og var þá opnuð saumastofa, sem fékk ýmis verkefni t.d. frá ríkisspítölum. Margt hefur verið reynt, surnt hefur gengið vel, annað síður og hefur það meðal annars fylgt sveiflum í þjóð- félaginu. Ég held þó að það sé rétt munað að alltaf hafi einhver vernd- aður vinnustaður verið starfandi á vegum Öryrkjabandalagsins. Núna eru þeir tveir, Örtækni og saumastofa báðir til húsa að Hátúni lOa. Starfsþjálfun fatlaðra, heillaspor Það var mikið heillaspor þegar Starfsþjálfun fatlaðra tók til starfa haustið 1987. Hún var fyrst til húsa á efstu hæð í Hátúni lOa en flutti haustið 1995 í nýja, einnar hæðar byggingu austan við Hátúnshúsin og hlaut skólinn þá nafnið Hringsjá, en Ásgerður Ingimarsdóttir átti hug- myndina að þeirri ágætu nafngift. Skólinn er byggður fyrir fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Það er ekki síst fyrir atbeina Margrétar Mar- geirsdóttur, þáverandi deildarstjóra málefna fatlaðra hjá félagsmála- ráðuneytinu að svo vel gekk að koma byggingunni í gagnið. Margrét var síðan formaður skólastjórnar um ára- bil. Öryrkjabandalagið hefur nú tekið við rekstri skólans og er hann rekinn samkvæmt þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið og Trygg- ingastofnun rikisins. Nám við skól- ann miðast við að endurhæfa fatlað fólk til þátttöku í atvinnulífinu. Fullt nám eru þrjár annir og hafa 197 manns lokið því. Síðan eru 273 sem hafa a.m.k. lokið einni önn og enn eru ótalin tölvunámskeiðin, sem eru 10-15 á ári. Könnun sýnir að kringum 70% þeirra, sem lokið hafa námi hafa fengið vinnu eða eru komnir í frarn- haldsnám. Skólastjóri frá upphafi er Guðrún Hannesdóttir og á hún mikinn þátt í velgengni skólans. Umsóknir um skólavist eru sífellt að aukast og hvergi nærri hægt að koma til móts við þær allar. Áratugur fatlaðra og meginreglurnar Eins og margir muna þá ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að árið 1981 skyldi verða ár fatlaðra og áratug- urinn 1983 til 1992 skyldi einnig vera helgaður þeim málaflokki. Að þeim áratug liðnum var komið að því að meta árangurinn. Af því tilefni bauðst Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra til þess að haldin yrði ráðstefna á Islandi um þessi nrál á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Hún var síðan haldin í Reykjavík dagana L- 3. júní 1994 undir heitinu: Eitt samf'élagjýrir alla. Undirbúningur slíkrar heimsráð- stefnu var gífurlega umfangsmikill en þátttakendur voru kringum 700 frá rúmlega 50 þjóðlöndum. Dagskrá ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt og málefni er varða fötlun rædd frá ótal hliðum. Meðal ráð- stefnugesta voru þátttakendur frá Austur-Evrópuríkjum og mörgum þróunarlöndum. Vonandi er að þeir hópar hafi fundið þarna hvatningu og jafnframt staðfestingu á því að léleg lífskjör fatlaðs fólks eru ekkert lög- mál, heldur mannanna verk. Margt er hægt að bæta ef þekking, ijármagn og vilji eru fyrir hendi. Verndari ráðstefnunnar var Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti íslands. Árangur þessara ára sem helguð voru málefnum fatlaðra var sam- þykkt þings Sameinuðu þjóðanna á 22 reglum, sem á íslensku hlutu nafnið meginreglur (standard rules) um jafnan rétt og jafna möguleika fyrir fatlaða. Þetta eru merkilegar reglur og víðtækar sem spanna flest svið mannlífsins. En þetta eru reglur en ekki lög, sem beint er til aðild- arþjóðanna að framfylgja og því miður hafa kannanir sýnt að áhuginn hefur dofnað eftir því sem árin hafa liðið og framkvæmdir mjög misjafn- ar eftir löndum. Sumsstaðar hefur mikið verið gjört annarsstaðar ekkert. Þar höfum við íslendingar heldur ekki haldið vöku okkar. Félagsmála- ráðuneytið lét þýða reglurnar á ís- lensku skömmu eftir gildistöku þeirra. Einnig gaf Öryrkjabandalagið út stytta útgáfu af reglunum á sínum tíma. Hvar á að hætta? Það er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann, sem ekki hefur verið minnst á i þessari upprifjun, eins og tryggingalöggjöfin sem frá fyrstu tíð hefur verið viðfangsefni banda- lagsins, bifreiðamálin, eða allar ráð- stefnurnar sem efnt hefur verið til um málefni fatlaðra. Flest hefur þokast í rétta átt og víst er að án aðhalds frá öryrkjafélög- unum sjálfum, hagsmunasamtökum fatlaðra, þá væri öðruvísi um að litast hér. Ég tel að eitt af brýnustu verkefnum bandalagsins nú sé að fá hnekkt þeirri framkvæmd ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að rjúfa tengslin milli örorkulífeyris og lágmarkslauna í landinu. Síðustu árin hafa örorku- launin verið ákvörðuð samkvæmt geðþótta ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Þetta mál var eitt af baráttu- málum stjórnar Öryrkjabandalagsins á árunum milli 1993 og 1997. Það hafði lengi verið til umljöllunar hjá umboðsmanni Alþingis, en náði þá ekki lengra vegna andstöðu stjórn- valda. Þetta er að mínum dómi mann- réttindabrot, sem hefur viðgengist allt of lengi. Ég óska Öryrkjabandalaginu vel- famaðar í áframhaldandi starfi að hagsmunamálum öryrkja. Ólöf Ríkarðsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 65

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.