Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 70

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 70
Biblían fyrir á einum geisladiski og mjög auðvelt verður að fletta upp í henni. Þar getur bæði farið saman texti og hljóð. Kirkjan á að hafa frumkvæði að því að hagnýta sér þessa tækni og sjá til þess að sálma- bókin og Biblían verði aðgengileg. Allar nýbyggingar á vegum kirkj- unnar skuli vera aðgengilegar. Þrátt fyrir almenna staðla hafi kirkjan samráð við samtök fatlaðra um hönn- un slíkra mannvirkja. Þegar kirkjur eru endurbyggðar skal leitast við að haga endurgerð þannig að byggingamar verði aðgengilegar eða aðgengilegri en áður. Hér á landi eru menn bundnir í fjötra fáránlegra hugmynda um upprunagildi húsa. Víðast hvar erlendis þar sem kirkjur eru ævafornar, hafa þær tekið breyt- ingum í aldanna rás eftir því sem tískan hefur boðið mönnum hverju sinni. A Islandi eru nokkrar kirkjur, nýlegar, sem eru óbundnar af neins konar húsfriðunarlögum. Nefni ég t. d. dómkirkjuna í Skálholti. Þar má auðveldlega bæta aðgengi jafnt að kirkju sem að fornminjum í kjallara. Kirkjan á að hafa frumkvæði að því að gott aðgengi verði hluti tískunnar. Brátt gefst kirkjunnar mönnum til- valið tækifæri til þess að sýna hug sinn í verki þegar lokið verður við Auðunnarstofu rauða hina nýju að Hólum, mannvirki sem löngu hefur verið jafnað við jörðu og enginn veit nákvæmlega hvernig leit út. Þar verður því ekki um fornminjar að ræða heldur nýbyggingu. Allt efni, sem kirkjan gefur út, verði tiltækt á tölvutæku formi. Það verði einnig lesið inn á heppilega miðla svo að þeir, sem eru ólæsir á prentað mál, geti notið þess sem hljóðbókar. Nú er komin fram ný tækni til þess að hljóðrita bækur, hin svokallaða Daisy-tækni. Með henni kemst Víða hefur aðgengi að kirkjum landsins verið lagfært eins og glöggt sést á þessari mynd. Upp að Akureyrarkirkju liggja rúmlega 100 þrep. Ljósmyndir: Myndrún ehf. Haföi Krístur áliuga á aögengi? Kirkjan geri boðskap sinn aðgengi- legan þeim sem ekki geta notið hinn- ar almennu þjónustu kirkjunnar. Þetta hefur m. a. verið gert með sérstakri þjónustu við heyrnarlausa. Þroska- heftir eiga einnig rétt á slíkri þjón- ustu. Liður í þessari viðleitni gæti verið að styðja ýmsa hópa innan kirkjunnar til starfa á sama hátt og konur hafa tekið sig saman og stofnað sérstaka kvennakirkju. Ég varpaði þeirri spumingu fram um daginn hvort Jesús Kristur hefði haft áhuga á aðgengi. Taldi ég að svo hefði tæplega verið því að kvöldmál- tíðin var haldin í loftsal og þar hitti hann einnig lærisveina sína eftir að hann var upp risinn. Einn viðmæl- anda minna svaraði: Ef til vill hefur Kristur ekki haft áhuga á að bæta að- gengi að byggingum því að hann leysti vandamálið. Tak sæng þína og gakk. Verði þetta lokaorð mín: Farið og leysið vandann í samráði við þá sem vandinn brennur á. Arnþór Helgason. 70

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.