Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 56
Kristín Ósk Wium Hjartardóttir er fulltrúi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og förðunarfræðingur í hjáverkum. Hún var á ferðalagi með sínum allra nánustu innan- húss um páskana. Hún segir lær- dóminn af heimsfaraldrinum að taka engu sem sjálfsögðu. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk tvö egg þetta árið. Rísegg nr. 4 frá Freyju og Góuegg nr. 7 frá yndislegu vinnunni minni. Málshátturinn úr Freyjuegginu var: „Á misjöfnu þrífast börnin best“ – Góueggið verður ekki opnað strax. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Aðallega Messenger og Skype og svo hef ég notast við Snapchat video- símtöl líka. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Alveg bókað eiginmaðurinn minn þar sem ég væri að lesa upp fyrir hann innkaupalista, þar sem hann er yfirleitt sá sem sér um innkaupin á heimilinu eftir að þessi furðulega staða kom upp í þjóðfélaginu. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Það er erfitt að kyngja því, sérstak- lega þar sem ég er svo náin fjölskyld- unni minni en get ekkert hitt þau því það eru svo margir í áhættuhópi. En lítið annað við þessu að gera en að taka bara einn dag í einu og hlýða Víði. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að taka engu sjálfsögðu. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, mjög. Það hefur oft róandi áhrif á mig að elda eða baka. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Nautasteik með truffluolíu og grófu salti. – Hvað var í páskamatinn? Það átti að vera Bayonne-skinka en breyttist á síðustu stundu í T-bone- steikur, ekki leiðinleg sú breyting. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Ítalskan mat og amerískan „Comfort Food“. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Eldri dóttirin bakaði páskatertuna, eins og vanalega, sem var gamaldags maregnsterta með svampbotni og jarðaberjum. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Pasta, sítrónu, rjómapela, Gran Podno-ost og steinselju – og svo myndi ég elda sítrónupastað mitt. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég bakaði og færði tveimur COVID- sjúklingum afraksturinn, auk smá auka í poka fyrir þær. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Sem betur fer hefur ekkert vont hent mig persónulega í vikunni en dauðs- föll vegna COVID eru ekki beint jákvæð þó þeir aðilar tengist mér ekki persónulega. Kristín Ósk sem bakaði og færði tveimur COVID-sjúkum afraksturinn. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Þú ert greinilega ekki frá Íslandi, hvaðan ertu? (Djók! ALLS EKKI spurning sem ég kæri mig um að fá en fæ allt of oft.) Svarið er samt: Frá Indónesíu. N etspj@ ll Hefur oft róandi áhrif á mig að elda eða baka FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 56 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.