Spássían - 2010, Qupperneq 17
17
hún passaði hann þegar hann var lítill.
Við þekkjumst öll einhvern veginn.“
Í öllu þessu návígi fremur fólk svo
miskunnarlaus voðaverk, í næsta húsi
eða næstu götu, gegn ástvinum eða
ættingjum, nátengdum og ótengdum.
Ævar Örn segist líta á það sem sitt
hlutverk að sýna hvernig samfélagið sé í
raun – séð með hans augum. Freistandi
er að setja Erlu Líf, lykilpersónu nýjustu
sögunnar, í stærra samhengi og Ævar
Örn neitar því ekki að lesa megi örlög
þjóðarinnar að einhverju leyti úr
örlögum hennar.
Hann tekur heldur ekki fyrir það
að reynsla af blaðamennskunni hafi
áhrif á áherslur hans. „Jú, það virðist
algengt að fyrrum blaðamenn leiðist á
þessa glapstigu, að skrifa glæpasögur,
til dæmis Arnaldur Indriðason, Árni
Þórarinsson og ég. Og það má segja
að við þrír séum mest á þessari línu.
Sjálfum finnst mér gaman þegar ég
heyri það frá fólki að það hrökkvi við
þegar það átti sig á því að sögurnar
gerast ekki bara í nútímanum heldur
lýsa óhugnaði í þeirra nærumhverfi.
Mér finnst greinilega svolítið gaman að
hræða fólk og láta því líða illa.“
Heillandi að fylgja persónum eftir
Þegar Ævar Örn gaf úr fyrstu glæpasögu
sína höfðu höfundar á borð við Arnald
Indriðason, Árna Þórarinsson og Stellu
Blómkvist þegar gefið út vinsælar
glæpasögur og íslenskir lesendur voru
farnir að taka við sér. Hann segir að það
hafi vissulega auðveldað honum að stíga
fyrsta skrefið.
Undanfarið hefur glæpasagnahefðin
þó legið undir gagnrýni. Krimmar eru
stundum gagnrýndir fyrir ofuráherslu
á söguþráðinn þótt við blasi að í
mörgum íslenskum glæpasögum sé
einnig mikil áhersla á persónusköpun
og samfélagsádeilu. „Ég hef alltaf litið á
glæpinn og leitina að lausninni á honum
sem gulrótina sem dregur lesandann
áfram í gegnum söguna eða eimreiðina
sem dregur lestina“, segir Ævar Örn.
„Ég veit ekki með aðra, en ég hreinlega
skil ekki hvernig það getur talist galli á
sögu að í henni sé þráður. En þetta er
bara eins og með aðrar sögur, ég fjalla
um fólk og samfélagið, lífið og tilveruna.
Góðar glæpasögur eru miklu meira en
eltingaleikur við glæpamenn, ekki bara
plott, það gengur ekki upp. Alveg frá
höfundum á borð við Dashiel Hammett
og Raymond Chandler er alltaf miklu
meira að gerast á bak við. Ég er mikið í
seríusögum, bæði að lesa þær og skrifa,
því ég er jú enn að skrifa sömu seríu.
Það er eitthvað heillandi við að fá að
fylgjast með sömu persónunum áfram.
Ef þær eru vel heppnaðar verða þær að
fólki sem maður er til í að hitta aftur
öðru hvoru. Og sú tilfinning verður enn
sterkari þegar maður fer sjálfur að skrifa
og getur ráðskast með þær eins og maður
vill. Íslenskir höfundar vinna mikið í
persónum og það er mjög skandínavískt.
Allar glæpasögur á Norðurlöndunum í
skárri kantinum byggja mikið á sterkum
og skemmtilegum karakterum. Góður
krimmi þarf, eins og hver önnur bók,
að hafa áhugaverða sögu, áhugaverðar
persónur, stíl sem maður getur fundið
sig í og eitthvað annað sem tekur
mann burtu frá því sem maður er að
gera dags daglega. Þess vegna finnst
mér svo skrítið þegar lítið er gert úr
krimmum með því að gera mikið úr
afþreyingargildi þeirra. Mér finnst til
dæmis felast gríðarleg afþreying í Glæp
og refsingu eftir Dostojevskíj og hverf
alveg út úr mínum prívat vandræðum og
leiðindum þegar ég les Laxness.“
Ævar Örn viðurkennir þó að hann
sé ekki nógu góður við fólk að þessu
leyti. „Ég er kannski óþarflega duglegur
sjálfur að minna fólk á veraldlega
vesenið eins og fjárhagsvandræði og
áhyggjur af gjaldþroti.“
Þreifaði sig áfram með Árna og
Stefán
Persónum Ævars Arnar er sannarlega
fylgt eftir í gegnum sætt og súrt
í lífi og starfi og hann segist ekki
komast hjá því að kafa sífellt dýpra
í karakterana. Í fyrstu sögunni er
fylgst með Árna þegar hann byrjar hjá
rannsóknarlögreglunni. Samskiptum
hans við yfirmanninn Stefán er lýst
ítarlega en hinar aðalpersónurnar,
rannsóknarlöggurnar Katrín og Guðni,
sjást aðeins í mýflugumynd. Ævar Örn
segist hafa ákveðið að halda þeim á
jaðrinum í þessari fyrstu bók. „Ég ætlaði
alltaf að hafa teymi en hélt mig við tvær
persónur í meginatriðum á meðan ég
var að þreifa mig áfram og læra iðnina,
eða listgreinina, að skrifa. Vildi ekki
spreða mér of mikið. Svo hellti ég mér
út í þetta í næstu bók. Þungamiðjan
hefur færst á milli persóna, síðast voru
til dæmis Katrín og Árni áberandi en í
nýjustu bókinni eru það aðallega Katrín
og Guðni.“
Stefán er í fyrstu í hlutverki læriföður
Árna og samband þeirra minnir
hálfpartinn á samskipti feðga. Katrín og
Guðni eru hins vegar algjörar andstæður.
Hún er ung og klár kona á framabraut
og sýn hennar á karlasamfélagið, hina
óformlegu karlasamstöðu sem erfitt
er að festa hendur á, verður æ skýrari.
Ævar Örn segir það nánast hafa gerst
af sjálfu sér, strax í annarri bókinni,
Svörtum englum, þegar hún varð ein
af aðalpersónunum. „Lögreglan er
náttúrulega eitt mesta karlasamfélag
sem um getur. Ég gat ómögulega
haft ákveðna konu á uppleið í þessu
hlutverki án þess að gera ráð fyrir að
hún mætti mótspyrnu. Sumir kalla það
klisju, ég kalla það raunsæi - annað væri
mjög útópískt. Íslendingar eru á margan
hátt framarlega í jafnréttismálum, ég
fer ekkert ofan af því, þótt vissulega
vanti enn mikið upp á. Við erum góðu
vön en mikið vill meira og það er enn
ýmislegt ógert. Miðað við það sem ég
hef heyrt ríkir þetta karlamentalítet enn
í störfum sem þessum, að konur séu
hálfgerð aðskotadýr, alla vega á sumum
sviðum. Þær séu fínar á kontórnum, en
enn er nokkuð í að þær teljist jafnokar
karlanna í „karlmannlegum“ störfum
löggæslumanna, karla í krapinu.“
Guðni er einmitt ýktur fulltrúi
forpokaðrar en lífseigrar karlrembu og
misheppnaðra töffarastæla. Ævar segir
þó freistandi að gefa honum sífellt fleiri
mannlegar hliðar. „Ég er líklega allt of
aumingjagóður. Það gæti endað á því að
ég geri úr honum eitthvert góðmenni.
Ég vona samt ekki því hann er það
náttúrlega ekkert, kallhelvítið. En sem
betur fer erum við flest þannig að við
höfum góðar og slæmar hliðar. Guðni
er með harðan skráp en þótt hann sé
kannski ekki alveg mjúkur í miðjunni er
hann ekki jafn tilfinningalaus og hann
vill vera láta.“
Ævar Örn hefur greinilega gaman
af að stefna Guðna og Katrínu saman
vegna þess hversu ólík þau eru og segir
að ekki hafi komið annað til greina en
að hafa þau áfram saman í teymi. „Það
er reyndar praktískt frásagnartæknilegt
atriði hjá mér að halda þessum fjórum
persónum saman í fjögurra manna
teymi. Þótt slíkt sé ekki venjan hjá
löggunni verður að laga raunveruleikann
að þörfum skáldskaparins að einhverju
leyti.“
Of hörundsár í handritsskrifunum
Þegar sjónvarpsþættirnir Svartir englar
voru unnir upp úr fyrstu tveimur sögum
Ævars Arnar skilaði sér á skjáinn þessi
áhersla á samspil og spennu milli fólks,
Bregst við samtímanum