Hvöt - 30.04.1949, Side 9

Hvöt - 30.04.1949, Side 9
H V ö T 7 kollegum sínum tugi úlfaldaklyfja af gulli, dýrindis klæðum og öðru veraldarglingri. Nú þurfum við ekki að hafa íyrir þvi að bera þessar bannsettar ferða- töskur, sem svo mjög hafa þjáð okkur. Við þurfum yfirleitt ekki að hafa mikið fyrir lifinu. Tveir ungir Sviar koma til mín og kynna sig, leiða mig imi i höllina og bjóða mér sæti við borð sitt. Þar er eg settur við hhðina á ítur- vaxinni ungmey með leiftrandi augu, djúpa spékoppa og hökuskarð. Eg roðna, eins og sveitastrákur, sem er leiddur fram i fjós til fleng- ingar fyrir að hafa drekkt ketthngi eða kálað hvolpi i ógáti. Þessi kona, sem ég er svo feim- imi við, þjónar mér alveg til borðs. Hún sækir réttina, sem bíða rjúkandi á stóru borði í næsta sal, og setur þá fyrir mig, en eg raða þeirn ófeim- inn í mig jafnóðum. Að átinu loknu hefst f jöldarakstur. Við karlmennirnir keppumst við að skafa af okkur skeggómyndina og stússum við að skipta um tuskur. Að þessu leiðindaverki loknu þrömmum við til samkomuhúss, sem er skammt frá sjálfu sumarheimil- inu, en þar á að fara fram skemmtun mikil. Kl. 21 er skemmtunin sett, að öllum viðstöddum. Hún hefst með fjöldasöng, allir syngja, sem kuima lagið, en það eru langflestir. Það þarf ekki að hvetja menn ákaft eða ganga á eftir mönn- um til að vera með, eins og á skemmtunum í Reykjavík. Hér vita menn, að söngurinn er

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.