Hvöt - 30.04.1949, Page 11

Hvöt - 30.04.1949, Page 11
H V ö T 9 VIÐ TEGELBACKEN. Síðari liluta dagsins drekkum við kaffi undir berum himni í miðhluta borgarinnar. Hópurinn er nokkru fámennari en i upphafi. Allmargir Svíar h'afa kvatt og farið á vit verka sinna úti á landsbyggðinni. Við erum orðin leið á þessu kerfis- bundna ferðalagi um borgina og óskimi að flækjast svolitið á eigin spýtur. Ósk þessi verður að veruleika á sömu stundu og hún kemur fram. Okkur er vísað til hótels á Vasa- götu 38, en þar skyldum við gista um nóttina. Þetta hótel er stórlega „flott“, sennilega ætlað amerískum dollara- prinsessum og heimsborgurum úr burgeisastéttum annarra landa. Við erum bara venjulegt fólk, og óttumst því að verða vísað á dyr, en ekkert slíkt gerist. Við erum vel- komin. Eg lendi í herbergi með Otto Böhm, ungiun norskum stúdent, og finnskum „professor“ (oft við- utan), skruddudýrkara, að nafni Harry Stenfeldt, ágætis náungum. Kl. 19 förum við á Skansinn. Þar er mikið um dýrðir, enda laugardags- kvöld. Eg, Otto, Stella og ensk stúlka að nafni Aleen höldum sam- an. Við röltum víða um skemmtistað- inn. Eg er með fullt fang af ávöxtum, perum appelsínum og vínberjum, mest allt kvöldið. Stella ávítar mig fyir þessa gengd- arlausu ávaxtagi-æðgi, en eg læt mér ekki segjast og fer mínu fram. Nú er tækifærið, maður verður að grípa gæsina, þegar hún gefst. Á Fróni veður maður ekki upp fyrir haus í ávöxtum. Það er mikið dansað á Skansinum

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.