Hvöt - 30.04.1949, Side 18

Hvöt - 30.04.1949, Side 18
16 HVÖT spyr, hvernig mér hafi litizt á Vige- landsgarðinn. Ég lýsi hrifningu minni á garðinum og segist munu skoða hann aftnr, þegar ég komi frá Örstavik. Þegar ég hef borðað, fer ég í borg- ina og eyði kvöldinu í kvikmynda- húsi (Kino) ásamt Ellen Hemickc. Illa farið með fagurt sumarkvöld. Kl. rúmlega 12 næsta dag sit ég i Röabanen og lcs í einu af dagblöð- um borgarinnar. Þegar ég hef lesið nokkra stund, finn ég, að eitthvað kemur knálega við fætur mér. Ég lít upp og rek augun i snuðrandi hundsgerpi. Mér verður á að fussa, en seppi lætur sig það engu skipta og gerist jafnvel nærgöngulli en fyrr. Þegar ég gái betur að, kemur í ljós, að hvutti er með keðju um hálsinn. Endi keðjunnar liggur falinn í und- ur nettri kvenmannshönd i næsta sæti. „Skyhli þessi glæsilega „lady“ hafa yndi af að glingra við þennan risahvolp, sem hún hefur tjóðrað við sig?“ hugsa ég. þegar konan verður var við atferli livolpsins, kippur hún i keðjuna og fórnar einu bliðu brosi til friðþægingar. Ég læt, sem ekkert hafi verið, en undrast með sjálfum mér þessa hundsdýrkun. Það er margt um manninn í hjarta Osloborgar þennan dag, enda himnesk bliða. Ég fæ mér sæti á þægilegum bekk í Studenterlund og góni á þá, sem framhjá fara. Þriðji hver kvenmaður er með hvolp i eftir- dragi. Konur Oslohorgar virðast hafa engu minna dálæti á hundum en kynsystur þeirra i Stokkhólmi, sem hvu jafnvel taka hvolpana fram yfir krakkana sína. Þarna má sjá stórar og litlar konur, friðar og ófríðar konur, bústnar og beinaberar konur, stórstígar og smástígar konur, spertar og spjátrungslegar konur, hoknar og hengilmænulegar konur, röltandi með rakka í eftirdrægi. — Rakkar þessir eru af ýmsum teg- undum og stærðum, allt frá kettlings- smáum kelturökkum — með lista- mannaslaufur um hálsinn — til rófustífra bolabíta. Hvílík tízka! — Hvílíkur smekkur! Þegar ég hef hýsnast yfir þessum hundelskandi hefðarmeyjum um stund, kem ég auga á ungan mann, sem þrammar óþolinmóðlega fram og aftur, í fárra feta fjarlægð, eins og púki í flösku. „Það er auðséð, að þessi „fugl“ er ekki að bíða eftir henni ömmu sinni“, hugsa ég. Þetta er myndarlegur náungi, með arnar- nef, en útsperrt eyru, á gljáburstuð- um skóm, með manndrápsbrot í bux- urium. Vesalings pilturinn einbeitir hugarium auðsjáanlega um of að ákveðnu viðfangsefni. Það hlýtur að vera hræðilegt viðfangsefni. Mig dauðlangar til að ganga til piltsins og ráðleggja honum að setjast á bekkinn hjá mér og fara með marg- földunartöfluna. Það myndi þó all- tént spara skósólann. Þess gerist þó ekki þörf, því að „viðfangsefnið“, skrambi snotur, hnakkakert stelpa, brún sem Malaji, er mætt. Himnesk sæla og hananú. Pilturinn leiðir „viðfangsefnið“ úr augsýn. Norðvestur á bóginn. Timinn liður. Föstudagurinn 9. júlí hefur birt sína björtu ásjónu. Ég er kominn á lappir, brattur eins

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.