Hvöt - 30.04.1949, Page 23

Hvöt - 30.04.1949, Page 23
H V ö T 21 Snorri Jónsson, Kennaraskólanum: R æ ð a ttailó Herra Rektor, kæru nemendur. Eins og þið vitið, liefur Samband Bindindisfélaga í Skólum valið þennan dag allsherjar baráttudag sinn fyrir framgangi þeirra stefnu- mála, er það berst fyrir. Þetta er baráttudagur fyrir auknum þroska og menningu binnar yngri kynslóð- ar, auknu beilbrigði, andlega og líkamlega, og efldnm siðferðisstyrk æskufólksins. Baráttan beinist gegn liinu mikla og ískyggilega valdi vín- guðsins yfir sálum ungra og gam- alla. Drykkjuskapur hefur aukizt mjög á undanförnum árum, eins og allir munu kannast við. Æsknlýðurinn liefur verið sakaður um, að hann ætti drjúgan hlut í þessari aukningu, og vissulega er mikill sannleikur í þvi fólginn. Hver hlutur á sér sínar orsakir, og allar gerðir hafa sínar af- lciðingar, misjafnlega miklar, eftir því sem til er sáð: Eins og við sáum, svo munum við og uppskera, — og afleiðingum drykkjuskaparins á einstaklinga og þjóðfélagið allt verð- ur íslenzkur æskulýður að vera reiðubúinn að mæta. Hvaða orsakir liggja þá til þess, að æskufólki hættir til að villast inn á hinn breiða veg drykkjuskapar og niðurlægingar? □ NDRRI JDN55DN Ef við Iítnm á ástandið eins og það birtist i samfélagi okkar í dag og gefum gaum að J>ví, er okkur get- ur grunað, að valdið hafi hinni miklu og kröftugu tilbeiðslu á Bakk- usi, sjáum vér, að orsakanna er að leita í hinum félagslegu aðstæðum samtímans. Þeirra er ekki að leita í eðli fólksins, eins og sumir staglast á, heldur í þeirri þróun undanfar- inna ára í samfélagi okkar, sem valdið hefur ringulreið og upplausn. Sú upplausn og siðferðisglötun, cr fylgdi í kjölfar stríðsins og hernáms- ins, á hér efalaust sinn stóra þátt. Við íslendingar vorum stríðs- gróðaþjóð til skannns tíma. Hin hlómlega efnalega velmegun und- angenginna ára er ekki afleiðing sjálfsdáða, lieldur óvænt afleiðing blóðugra heimsátaka. Allt þjóðlif okkar nú ber augljós merki þessarar staðreyndar. Sú andlega hætta, sem af þessu stafar, kemur vitanlega

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.