Hvöt - 30.04.1949, Síða 25

Hvöt - 30.04.1949, Síða 25
H V ö T 23 æskulýðnum; varla tekur nú nokk- ur fulltrúi hinnar eldri kynslóðar sér svo penna í hönd, að hann þurfi ekki jafríframt að koma jncð sleggjudóma um spillingu, dóm- greindarleysi og drykkjuæði liinnar ungu kynslóðar. Þessu og þvílíku lxljótum við að svara með hinu gamla heilræði: Skósmiður, lialtu ])ér við leistann þinn! Sanleikurinn er sá, og liggur í augum uppi, að það er einmitt iiin gamla kynslóð sem liér er undir sökina seld, það cr hún, sem á drýgstan þáttinn í því, sem miðurfer hjá æskulýðnum, liún liefur brugðizt því uppeldishlutverki sem henni var falið á liendur, það er liún sem hefur plægt akurinn, mótað það þjóðfélagsástand, er við nú bú- um við,hún hefur verið við stjórnar- taumana. En þótt eldri kynslóðin hafi hrugðizt að mörgu leyti, þá er engin ástæða fyrir okkur að leggja árar i hát og láta reka. Auðvitað eru margs konar af- brigði til af ungu fólki nú eins og endranær, og við megum ekki loka augunum fyrir því, að stór hópur yngri kvnslóðarinnar er í siðferði- legu tilliti hættulega á vegi staddur. Margir fara á fyllirí, þegar þeir geta, gatan er þeirra föðurland, liugsjón- in einhver Hollywood-stjarnan. Það er þessi hópur, sem i raun og veru samsvarar bezt þeim uppeldisskil- yrðum, sem æskufólkið íslenzka á við að búa. En margt er það af ungu fólki, sem á sér djúpar rætur í landi og þjóð, fólk, sem lætur ekki berast með straumnum, skilur gildi hinria ])jóðlegu verðmæta og er ákveðið í að láta cnga erlenda ómenningu ná að sýkja menningu okkar meir en orðið er, fólk, sem er reiðubúið að herjast gegn öngþveitinu, en felur sig' ekki í rústum siðferðisins. Verum þess jafnan minnugir, að kóngur vill sigla, en byr lilýt- ur að ráða. Það er undir engum nema okkur sjálfum komið, hvort við látum hið lítilmótlega ná tökum á okkur, hvort við fljótum sofandi að feigðarósi og vöknum svo ein- livern tíma við það, að við erum húnir að glata sjálfstæði okkar og menningu, þjóðerni og tungu. Við verður því að gæta okkar vel. Við lifum nú í heimi, þar sem ótti og óvissa ríkir, þar sem los og ringulreið er ú öllum hlutum. Á þessum örlagaríku umhrotatím- um er vald hins sterka lögin, sem fara skal eftir. Talað er um, — og það í hinu mesla kæruleysi, að atóm- sprengjur, hin hryllilegrístu morð- tól, sem mannsandinn hefur fundið upp í tilhneigingu sinni til þess að tortíma sjálfum sér, muni ef til vill verða það, sem morgundagurinn her i skauti sínu. Er nokkur furða, þótt slíkt verði þess valdandi, að marg- ur láti hverjum degi nægja sína þjáningu og menn fleygi sér í faðm vínguðsins til þess að reyna að drekkja áhyggjum sínum í Iiinu fljótandi eitri? Gegn þessu öllu verð- ur unga fólkið að vakna, það verð- ur að hætta að standa jórtrandi á götuhornum og drekka frá sér vitið, ])að verður að glata sinni miklu þol- inmæði og sigrast á hréyskleikan- um. Rísið upp úr fúnu fleti fyllið hjörtun nýjum móð.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.