Hvöt - 30.04.1949, Síða 27

Hvöt - 30.04.1949, Síða 27
H V ö T 25 -J)iyuróur Ljuóiniinclíóon, í/erzlunanko lanum : EIMDIJRIiillMIMING Þessi saga gerðisl fyrir uni það bil átla árum. Ég var á ferð yfir einn hinna vestfirzku liálsa, og var 'ferð- inni lieitið til Eyrarþorps. Þaðan hafði ég Iiugsað mér að fá mig fluttan yfir fjörð þann, er þorpið stendur við.. Svo ætlaði ég að ganga yfi r næsta háls, hinum megin fjarð- arins, og til Fjarðakaupstaðar, en þar ætlaði ég að híða, þar til ég fengi ferð til hö'fuðstaðarins. Ég Iiafði verið í sumarleyfi og skemmt mér mjög vel, en var nú á heimleið til að hefja hin daglegu störf mín að nýju. Þá er þar til að taka, er ég var á háhálsinum. Það var snemma morguns, um sex- eða sjöleytið. Léttar þokuslæður lágu í fjallahlíð- unum, og fram undan mér var tiarnsléttur fjörðurinn, sem fjöllin báðum megin fjarðarins spegluðu sig í. Svo langt, sem augað ej'gði á haf út, var hvergi vindgára að sjá, en ég vissi, að um dagmálin eða fyrr, myndi hvessa af hafi. I kjar- viðri, eins og nú var, blæs hafvindur veniulega á daginn, en hægir með kvöldinu. Af þoku, sem kúfaðist á yztu fjöllin, j)öttist ég geta ráðið, að i dag myndi verða snarpur vindur. Það var bví um að gera fyrir mig að hafa hraðann á, og útvega mér farkost yfir fjörðinn, helzt áður en tæki að hvessa. Nú var undan brekkunni að sækja, og lá gatan, sem aðeins var lítt fær reiðvegur, niður dalinn fyrir ofan Eyrarþorp, milli lægða og kjarri vaxinna ása. Röskum hálf- tíma eftir að ég kom á háhálsinn, náði ég til Eyrarþorps. Er ég kom í þorpið, var vinna ekki hafin og ekki komin almenn 'fótaferð. Þó voru nokkrir árrisulir, flest eldri menn, komnir á stjá. 'Ég þekkti eng- an í þorpinu, er ég gæti snúið mér til, svo að ég vék mér að manni, sem ég mætti, og spurði hann, hvort liægt mundi vera að fá sig fluttan yfir fjörðinn. Hann tjáði mér, að um þetta leyti væru allir tiltækileg- ir bátar á sjó og myndu sennilega ekki koma að, fyrr en undir hádegi, „nema hann Jón gamli hálfviti“, bætti svo maðurinn við. „Hann er ekki á sjó núna og fæst sjálfsagt til að 'fara“. Maðurinn sagði mér síðan, að þessi Jón gamli væri ein- setumaður, sem byggi í kofa nokkr- um utan við þorpið. Ég innti mann- inn eftir, hvers vegna hann væri kallaður hálfviti, en hann eyddi því brátt og sagði, að sennilega væri Jón gamli gæddur jafnmikilli skynsemi og við hvor um sig, og |)ar eð ég hafði mestan áhuga á, að.fá mig fluttan, spurði ég hann ekki nánar um þetta, en þakkaði honum fyrir upplýsingarnar og hélt svo af stað e'ftir hans tilvísun út með sjón- um, áleiðis til einsetumannsins.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.