Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 34
32
H V ö T
með táknrænum myndum og skóla-
söngnum.
Fánaafhending. Ein er sú atliöfn,
sem fer jafnan fram að vöri til, fyr-
irvara- og undirbúningslítið og tek-
ur skamman tíma. Samt er hún ef
til vill eitt af því merkasta, sem
gerist í skólanum. 4. bckkingar af-
lienda þá 3. bekkingum skólafán-
ann, sem tákn um, að þeir hafi lok-
ið starfi sínu í skólans þágu og séu
að hverfa á braut. Þá er röðin
komin að þeim síðarnefndu. Þeim
á fáninn að vera örvun og hvöt að
efla heiður skólans og hafa for-
göngu i félagslífinu. Venjan hefur
verið sú, að 'fráfarandi formaður
M.F.V.I. afhendi hinum nýkjörna
formanni fánan. Við það tækifæri
halda þeir stuttar ræður, en siðan
eru sungnir ættjarðarsöngvar.
Blaðaútgáfa. Eins og áður er á
drepið, eru gefin út tvö blöð i Verzl-
unarskólanum. Viljinn, sem kemur
út einu sinni í mánuði, og Verzlun-
arskólablaðið, sem kemur einu
sinni á ári. Bæði þessi blöð eru
prentuð. Viljinn flytur frumsamdar
sösur oíí greinar eftir nemendurna
siálfa, skrítlur og fleira. Verzlunar-
skólablaðið flytur greinar og sögur
eftir nemendur, kennara og ýmsa
fleiri.
Innan skólafélagsins eru starf-
andi vmsar nefndir, eins og fvrr er
sant. I þessar nefndir er kosið á að-
alfundi félaesins, nema i nemenda-
mótsnefnd, íbróttanefnd og ritnefnd
VerzlunarskÖlablaðsins, í þær
nefndir er kosið á fyrsta fundi
hvert haust.
JJón. Jlngiberg Ujarnaion :
Ur samvinnuskólanum.
Skólastjóri er Jónas Jónsson.
Yfirkennari Guðlaugur Rósin-
kranz.
Samvinnuskólinn starfar í tveim-
ur deildum. í vetur eru 31 nemandi
í eldri-deild og 32 í yngri-deild.
Heilsufar liefur verið gott, það
sem af er þessum vetri, og áliugi
nemenda mikill fyrir náminu, enda
samstarf milli þeirra og kennara
jjrýðilegt.
Tvö félög ern starfandi innan
skólans, — skólafélagið og bindind-
isfélagið. Fundir eru haldnir tvisvar
i mánuði, og eru umræður oft 'fjör-
ugar. Félagsstarfsemin er einn vin-
sælasti þáttur skólalifsins. Formað-
ur skólafélagsins er Ingólfur Ólafs-
son, en bindindisfélagsins Jón Ingi-
berg Bjarnason.
Dansæfingar eru oftastnær ann-
anhvern laugardag, og rennur ágóð-
inn af þeim i ferðasjóð nemend-
anna, en vanalega hefur skólinn
farið í skemmtiferðalag á vorin að
afloknum prófum.
Ein skíðaferð hefur verið farin i
vetur, og var hún ánægjuleg þrátt
fyrir óhagstætt veður.
I vetur hefur Samvinnuskólinn
starfað í 30 ár, úndir st.iórn .Tónasar
Jónssonar, en hann hefur verið
skólastjóri frá hvrjun, nema þau ár.
scm hann gengdi ráðherraembætti,
bá lapði hann skólastjórn niður, en
kenndi þó eftir sem áður.. Þau ár
var Þorkell Jóhannesson skóla-
stjóri.