Hvöt - 30.04.1949, Page 37
tí V Ö T
35
varlega skyldi slíku trúa, fyrr en
maður reynir það sjálfur.
Arshátíðin, sem er haldin ein-
Jiverntíma eftir áramót, er dans-
æfing og kvöldvaka i senn. Þar
koma fram beztu skemmtikraftar
skólafélagsins og tekst oftast vel,
þvi að mikil vinna hefur verið f.ram
lögð, til þess að gera allt sem bezt
úr garði. Allir hlakka til árshátíðar-
innar, — ungu piltarnir eyða litlu
skemmri tíma við hálstauið en
stúlkurnar við kjólinn. Allir eru á-
kveðnir i að slá sér upp, og þeim
verður oftast að ósk sinni.
Öllum skemmtisamkomum skól-
ans er slitið kl. 1 e. m., og þær hafa
það allar sameiginlegt, að allt fcr
þar vel fram, þrátt fyrir fjör og
galsa. Þar sér aldrei vín á nokkrum
manni, enda eru vínsvelgir útilok-
aðir frá samkomum skólans, þótt
átvögl séu þar sæmilega liðin. —
Annan hvern sunnudag eru
haldnir málfundir i skólafélaginu
og stundum oftar, ef eittlivað sér-
stakt ber á góma. Þar hafa oft verið
skemmtileg málefni til umræðu, og
mörg setning vel orðuð. Kennara-
skólanemendur eru yfirleitt and-
lega þroskað fólk, og því er meira
gaman að hlýða á umræður þar en
á málfundum, þar sem menn liafa
varla myndað sér skoðun á nokkru
málefni.
Ekki ber svo að skilja, að þar
heyrist ekki ræðuleysur og raka-
leysur eins og annars staðar, þótt
]>ær séu án efa sjaldgæfari. Ræðn-
mönnum hitnar einnig oft i hamsi,
og sa'kja þeir og verja málin af eld-
móði miklum, en gæta þó fyllstn
kurteisi í orði gagnvart andstæðing-
um. En á slíkt vill víða skorta, þegar
rök þrýtur. Málfundirnir hafa
marga kosti, og þá fyrst og fremst
þann, að þar geta allir lært fnndar-
stjórn og fundarsköp, auk þess sem
öllum gefst þar tækifæri til að æfa
mælsku sína og koma fyrir sig orði,
en þess munu kennarar þurfa, þeg-
ar út i starfið kemur. — 1 skólanum
cr gefið út vegghlað, að nafni Örvar-
Oddur. Að þvi vinnur aðallega
þriggja manna ritnefnd, sem kosin
er á haustin og skal halda lifi i blað-
inu vetrarlangt. Það getur orðið erf-
itt starf, þótt blaðið komi ekki út
nema einu sinni í viku, því að nem-
endur eru feimnir við að komast „á
prent“, þótt nóg hafi þeir efni til
þess. Veslings ritnefndin verður þvi
að ausa sinn vizkubrunn, unz til
þurrðar gengur, til að fylla síður
Örvar-Odds, sem eru hinir mestu
gámar. Ritnefndinni berst þó hjálp
frá fáeinum frjálslvndum gáfna-
görpum, sem ekki sjá eins mikið eft-
ir meistaraverkum sínum „á prent“.
í fvrra kom út teiknimyndablað,
að nafni Urðarmáni. Ekki voru
nemendur eða afrek þeirra beinlín-
is fegruð á myndum þess, enda var
blaðið óvinsælt hjá sumum og fékk
varla að hanga óáreitt á veggjum.
Það var þó mikið skoðað, og tók
alla lesendur Örvar-Odds um tíma.
— I vetur hefur það ekki komið út,
veena annríkis útgefanda. Nú sann-
ast, að enginn veit, hvað ótt hc'fur,
fyrr en misst hefur, og sakna nú
margir Urðarmána.
Söngur er meðal námsgreina
skólans, og er hann vinsæll, ekki sízt