Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 44

Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 44
42 H V ö T Hjörtur Þórarinsson, 1þróttakennaraskóla íslands: íþróftakennarinn og áfengið Fyrsta febrúar var minnst á íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni. Um kvöldið voru haldnar umræður um bind- indismál og afstöðu íþróttakennarans gagnvart áfengisneyzlu unga fólksins. — Að því loknu var farið í ieiki og cndað með söng. Hér fer á eftir hluti af ræðu, sem Hjört- ur Þórarinsson, einn af nemendum skói- ans, flutti þetta kvöld. Það er löngn vitað mál, hversu mikilvægt er, að menn verji tóm- stundum sínum sér til Jtroska. Það er líka vitað, hversu margir, eink- um bæjarbúar, stunda íþróttir í frí- tíma sínum, enda er íþróttaiðkun fyrst og fremst tómstundastarf. Hlutverk íþróttakennarans er a’ð Iteina íþróttum æskunnar og leikj- um á réttar brautir, þannig að þær efli félagslegar dyggðir og stuðli að heilbrigðum þroska, andlegum og líkamlegum. Hann þarf að gera í- þróttirnar eftirsóttari en hina fölsku gleði áfengisins. Takist honum það, þá gerir hann sitt til að stemma að ósi hina miklu áfengiselfu, er nú flæðir vfir æsku þessa lands. Baráttan gegn áfenginu er marg- þætt. I þeirri baráttu verður raun- hæfasti þátturinn þó sá, að treysta svo skapgerð æskumannsjns, að hann þurfi aldrei að finna til þess innra vanmáttar og flóttakenndar, er gerir honum flöskuna eftirsóknar- verða. Æskan fær eigi staðið óstudd, hún þarfnast styrks. Sá styrkur verður að berast í uppcldinu. Það er skylda skólanna að skila nemend- um sínum andlega heilbrigðum, svo að þeir standist ásókn áfengislöng- unarinnar. Ef æskan fæst til að af- neita áfenginu, þá mun drykkju- fýsnin deyja út með eldri kynslóð- inni og ísland scnn verða frjálst úr viðjum vínguðsins. En til þess að svo megi takast með uppeldi æskunnar, þarf alþjóð að finna þörfina á framkvæmd bindindishugsjónarinnar og hafa já- kvæða aðstöðu til bindindisstarfsins. Það má því ekki einskorða starfið við æskuna, heldur verður að auka andúð alls almennings á áfenginu, - fá almenningsálitið á band bind- indisseminnar. Áfengisneyzlan er hið ytra ein- kenni mikillar meinsemdar, sem ekki læknast við það eitt, að flaskan sé brotin. Sjálfa meinsemdina er að finna í sálarlífi mannsins. Þessa meinsemd má oftast lækna, ef leitað er orsaka hennar; sárið er sjaldnaSt ólæknan- legt. Þrátt fyrir það ber að leggja höf- uðáherzlu á að hindra meinið: Það verður að koma í veg fyrir, að æskumaðurinn bíði tjón á sál sinni. Þær leiðir, er ég hefi ncfnt, ættu að vcra spor í rétta átt. Sá, senr engu sáir, getur engrar uppskeru vænzt. Sá, sem ekkert legg- ur á sig og engu fórnar, á einskis árangurs von. Það er því skylda okkar, ,er við

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.