Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 48

Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 48
46 H V ö T þeirra og eldmóður rak þá áfram. Þeir töluðu til félaga sinna og með- bræðra eitthvað á þessa leið: Skólaæskan yerður að snúa við á þeim ltelvegi falskrar glcði, sem hún nú treður sem ákafast. Hún verður að rífa niður frá grunni þann óskapnað, scm reistur er á for- sendum drykkjutízkunnar. Hún vel’ð- nm að hægja frá sér seiðkonum spill- ingarinnar, en hylla hina krýndu drottningu hreysti, heilbrigði og reglusemi. Hún verður að brjóta nið- ur hinn fastmótaða steingerving spilltra og óheilnæmra lifnaðarhátta, en temja sér fegurri og betri lífs- venjur. Fagnaðarhoðskapur þessi fór ekki forgörðum. Hann festi rætur í brjóst- um æskumanna, karla og kvenna, innan skólanna. Hann flaug um, eins og eldur í sinu, enda borinn uppi af végreifum baráttumönnum, sem fóru hamförum í krafti hugsjóna sinna. Fræ það, sem hér var sáð, óx og dafnaði, þrátt fyrir hatramma andstöðu hinna ölkærustu. Kosturinn við andstöðuna var sá, að hún var opinská, en ekki lúmsk. eins og hún er nú. Hún birtist í ofstæki afdankaðrar lífstefnu og' féll í fjörbrotum mótsagna sinna. Neistar þeir, sem kviknnðu í átökiun hinnar hörðu baráttu, urðu brátt að báli. Eldsneytið var fremur öllu öðru sú harða og misk- unnarlausa andstaða, sem mætti hreyfingunni í upphafi. Hún herti í bindindismönnum og þjappaði þeim saman í volduga fylkingu, sem varð æ þéttari með hverjum degi, sem leið. Foringi hins frækna liðs var ungur Menntaskólanemi frá Vestmannaeyj- um að nafni Helgi Scheving. Þessi vígreifi skólamaðnr átti, ásamt Pálma Hannessyni, rektor Mennta- skólans, drýgstan þátt í að hrinda þessari hreyfingu af stað. Fyrstu frjókorn hennar höfðu þó fallið áður, en legið fjöti’uð í ó- plægðum jarðvegi tímans. Fjölnis- menn mæltu ákveðið gegn brenni- vínsdrykkju og gerðu sér far um að linekkja áfengisnautn nxeðal stúdenta í Kaupmannahöfn. 1 fyrsta árgangi Fjölnis fi'á 1835 er svo til orða tekið, m. a.: „Eins og hinar ytri mótspyrnur, veikjast einnig daga frá degi þær sem innanað koma. Mettun eintómra holdlegra tilhneginga minnkar ár frá ái'i, og þeir sem ekki hugsa um annað, eru lítils metnir hjá siðuðum þjóðum. Stór félög hafa í ímsum löndurn afsvarið brennivín og þess- háttar drikki, og teldst að halda það.“ Þessar nafntoguðu frelsishetjui’, sem eggjuðu þjóðina til sóknar í frelsisbaráttunni með hi'ífandi sam- anburði á glæsileik fornaldai'innar og niðurlægingu samtíðarinnar, sáu glögglega hættu þá, senx þjóð þeirra stafaði af vínflóði aldarinnar. Þeir menn, sem höfðu kosið sér nytseixx- ina, fegurðina og sannleikaxxn að kjöi'orðunx, hlutu að hafna áfenginu, þvi það á alls enga sanxleið nxeð þessxmx fögru hugtökum. Þó að bindindisfél. Fjölnismanna félli í gröf hinnar svo nefndu hófsemdarstefnu, og þeir hafi sumir ekki borið gæfu til að standa fast á hinum trausta

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.