Hvöt - 30.04.1949, Síða 50
48
H V ö T
félagssamtaka. Peningaflóðið brjál-
aða liugi unglinganna. Þeir soguðu
í sig þann „businessanda“, sem svo
mjög herjar nú þjóðfélag okkar. Þá
rótfcstust ýmsar afkáralegar slettur
í íslenzku máli, ásamt hinum hvum-
leiðu „hallókveðjum“ sem nú hvína
svo mjög í eyrum manna. Þá lögðu
menn félagsstarf á hilluna, en sóttu
því fastar hin svo nefndu „viltu
game“ og „party“. Það slen og á-
hugaleysi sem spratt upp úr þess-
um jarðvegi er versta liögg, sem S.
B.S. hefur fengið. Svefnþorn her-
námsáranna verkar enn á samtökin.
Þeim hefur ekki fyllilega tekizt að
rísa úr kútnum.
Síðan j)á, hefur samtökin vantað
|>að sama og Guðmundur Friðjóns-
son taldi íslenzku þjóðina vanta
forðum:
„Eld árvakran
á arni, er vermi
hugskot heimamanns!
eld, sem áh.uga
yfirvalda
geti úr dróma drepið.
Trú, sem fjöll flytji
og farartálma,
þránd úr j)jóðgötu;
trú, er sólseturs
silfurnámu
metur sem morgungull.
Það þarf að vekja trú á samtök-
unuin, tendra á ný þann hugsjóna-
eld, sem lciddi þau á ljósvegi í upp-
hafi.
Skólaæska! Til þín l)eini ég að-
allega orðum minum í dag. Lítum
yfir farinn veg á þessum baráttu-
degi okkar. Tileinkum okkur jiær
fögru hugsjónir, sem S.B.S. var
reist á í upphafi, og fórnum starfs-
kröftum okkar í þágu þeirra. Við
minnumst nú samtakanna með-
margs konar skemmtunum í einu
stærsta samkomuhiisi ])essa bæjar,
og slíkt er vitanlega gott og hlessað
út af fyrir sig, en við þurfum og að
minnast j)eirra á J)ann hátt, að eggja
okkar sjálf lögeggjan til nýrrar sókn-
ar í baráttunni gegn áfengishölinu og
haráttunni fyrir málefnum samtak-
anna. Við verðum að gera okkur far
um að grafast fyi'ir hinar sálfræði-
legu og J)jóðfélagslegu ox’sakir á-
fengishölsins, vinna gegn Jxeirn af
öllum rnætti og eyða Jxannig jxörf-
inni fyrir áfengið.
Gröfum ekki ])ær talentur, sem
okkur ber að ávaxta . — Hefjum
kröftuga endurvakningu, andlega
byltingu. Jákvætt og öflugt starf
skal vera aðalsmerki okkar, á það
her að leggja megináherzlu.
„Vínframleiðsla gerði nokkra menn
anðuga, en fjölmai'ga fátæka og at-
vinnulansa. Bannið hefur bætt efna-
hag vinnenda og vinnuveitenda.
Færi svo ólíklega, að bannið yrði
afnumið, myndu fyrstu afleiðing-
anxar verða eymd og siðspilling
vei'kalýðsins, því að Iivort tveggja er
alltaf samfai'a víndrykkju.“
Henry Ford.
Sonxxr: „Hvað er stjórnmálamað-
nr, pabbi?“
Faðir: „Það er sá, senx nær pen-
ingum frá þeim ríka og atkvæði frá
þeirn snauða, fyrir að lofa að vernda
Jxá lxvorn fyrir öðrum.“