Hvöt - 30.04.1949, Side 55

Hvöt - 30.04.1949, Side 55
H V ö T 53 /. A. Æ>.: Hienningarplágan mikla Þcssi gagnmerka l)ók fjallar um tvær meginplágur mannlegs lífs. Hún varpar skæru ljósi á þann hel- veg spiltra lifnaðarhátta, sem ráð- vilt mannkyn reikar nú um. Bókin, Menningarplágan mikla, er bjartur kyndill ])ess ódauðlega sann- leika, sem leitast við að beina mann- kyninu inn á braut bjartara og betra lífs. Meginhluti bókarinnar fjallar um tóbaksnautnina, þessa seigdrepandi plágu, sem hneppt hefur mikinn hluta mannkynsins í þrældóm. — Snemma í bókinni er fjallað um hinn djöfullega töframátt tóbaksins. Reykingar voru í upphafi helgi- athöfn lijá fornþjóðum. Ilmandi jurtum var brennt i reykelsiskerun- um. Það þótti þægilegt að anda að sér ilmi logandi jurta. Imrfæddir menn í Vesturálfu notuðu tóbaks- jurtina i þessu skyni „Altariseldar bins nýja heims voru annars eðlis.“ Jurtir nýja heimsins gáfu frá sér deyfandi reyk. Hinir frumstæðu íbúar Vesturheims töldu tóbaksjurt- ina hafa lækningamátt og guðlegt eðli og nefndu hana því „Jurtina helgu“, „eina af ástgjöfum guðanna“. „Jurtin helga“ breiddist út, „með hraða vindsins“. Deyfiáhrif tóbaks- ins tóku mannskepnuna heljartökum. Það stoðaði lítið, þótt háleitir hugsuðir vöruðu við hinum „ó- þekktu“ eiginleikum tóbaksins, nautn ])ess breiddist óðfluga út. Menn neyttu tóhaksins í því augnamiði að firra sig áhyggjum og þjáningum, „menn ljúga sig frá þjáningunni“, sem er óhjákvæmileg til verndar heilbrigðu lífi, að dómi höfundar. „I tóbakinu býr gleymskan“, sögðu menn. Hin sálfræðilega orsök skýtur upp kollinum. Tóhakssvíman sló striki yfir slæma atburði liðins tíma, meðan hennar gætti. Þegar áhrif hennar fjöruðu út, sóttu skuggar fortíðarinnar á að nýju, og aftur var gri])ið til tóbaksins. Þannig gekk koll af kolli, unz mannkindin lá hundflöt og fjötruð á altari „Jurtar- innar hclgu“. Bókin varpar skæru Ijósi á upp- runa og orsakir reykinganna. Það er einnig rætt mjög ýtarlega um af- leiðingar nautnarinnar: „Lífsloginn ósar“. Líf reykingamannsins leikur á bláþræði, þótt hann haldi sig fil- hraustan. Hann vaknar einn góðan veðurdag með lungnaberkla cða ann- an lungnasjúkdóm, en af þeim er heil hersing. Hann hefur áður cn varir fengið krahbamein í vélindi, munn, lungu eða tungu. Og ])á er of seint að iðrast. Hinn eyðandi efni tó- baksreyksins, einkum tóbakstjaran, hafa unnið skemmdarstarf sitt árum saman í skjóli fávizku, þekkingar- leysis og þverlyndis.

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.